Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 41
COTY ORIGINAL VARALITIR í 12 glæsilegum litum SanseraSir litir: 21 Sunny Pink 45 Toffee Beige 50 Cinnamon Sugar 53 New Penny Red 79 Marigold 97 Honey Pot Cream litir: 48 Melonie 49 Red Orange 58 Sure Strawberry 61 Tomato Red 62 Pretty Plum 76 Beau Pink irinn sem rannsakaði hann lýsti yfir: Fangi númer 85 þjáðist af sýfilis 'á háu stigi. Sjúkdómur- inn hafði þegar náð til tauga- kerfisins. A1 Capone var orð- inn brjálaður. Hann hafði fengið sjúkdóm- inn þegar árið 1925. Þá var að- eins hægt að lækna þennan sýfilis eða draga úr verkunum hans með sprautum. En A1 Ca- pone var barnalega hræddur við nálarstungur og hleypti engum lækni nálægt sér. Þegar hann um síðir féll sam- an í Alcatraz, var öll batavon úti. Hann var hálflamaður og sá stöðugt hroðalegar ofsjónir, sem gerðu hann trylltan af hræðslu. Hann var fyrst í sjúkrahúsinu í Alcatraz, en var síðan fluttur í fangelsissjúkra- hús í Los Angeles og þaðan til Lewisburg í Pennsylvaníu. Mae Capone fór með mann sinn til Baltimore, til sérfræð- inga við Union Hospital. Hún hjúkraði honum nótt sem nýt- an dag. f marz 1940 fékk hann að fara heim til sín í villuna í Miami. A1 Capone átti enn sjö ár ólifuð, ár sem urðu honum ein samfelld martröð. Hann var dauðhræddur við fólk. Hann varð gripinn ofsahræðslu ef. hann heyrði vélarhljóð í bíl. Hann þoldi enga nálægt sér nema konu sína, son sinn, elda- mann sinn, negra að nafni Brownie og þernu að nafni Rose. Maðurinn, sem áður hafði kallað vélbyssur skemmtileg- astar leikfanga, lék sér nú eink- um við hund sinn afgamlan, af tegundinni foxterrier. Hann afmyndaðist af fitu og' missti hárið og varð hroðalega ljótur. Málið missti hann svo, að hann gat aðeins blaðrað líkt og smábarn. Það var af sem áð- ur var, þegar gagnorðar skip- anir hans hleyptu skjálfta í alla nærstadda. 1942 kom nýtt undralyf, penisillín, á markaðinn. Mae Capone kom til hugar að það gæti hjálpað manni hennar. Ralph Capone, sem nú stjórn- aði glæpahring bróður síns í Chicago — að sjálfsögðu höfðu yfirvöldin ekki séð ástæðu til að leggja það þokkafyrirtæki niður — komst yfir firn af lyf- inu. Það hefur hann varla gert með öðru en að múta háttsett- um stjórnarembættismönnum og herforingjum, því að ríkið hafði lagt hald á allar birgðir af penisillíni með það fyrir aug- um að það gengi til særðra her- manna annars heimsstríðs. Þeg- ar hermönnum sleppti hefur A1 Capone verið einn þeirra fyrstu, sem penisillín var reynt á. Mae Capone fór oft í viku í kirkju. En í þetta. sinn var Drottinn réttlátur og heyrði ekki bænir hennar. Og penisil- línið dugði heldur hvergi. Þann seytjánda janúar 1947 varð A1 Capone fjörutíu og átta ára. f það skiptið var ekki haldið upp á afmælið hans. Þann nítjánda fékk hann slag. Þann tuttugasta og fyrsta hljóp í hann lungnabólga. Og klukk- an átta að kvöldi þess tuttug- asta og fimmta burtsofnaðist A1 Capone endanlega í hvílu sinni. Af framámönnum glæpa- heimsins á þeim árum var hann sá eini, sem ekki féll fyrir kúlnaéli. Mae Capone neitaði að láta líkið í skoðun og lét jarða mann sinn í kyrrþey. Enn er vitað að Mae Capone seldi allar lóðir og hús manns síns og opnaði síðan veitinga- hús í Miami. Það hét Grotta og fór á hausinn. Síðan hefur ekk- ert heyrzt eða. sézt af Mae Ca- pone. Þess vegna verður það líklega eilíft leyndarmál, hvers vegna þessi fagra kona elskaði mann, sem í senn var forljótur og grimmur eins og skrímsli. ☆ ALÞJÖÐLEG VÖRUSÝNING Framhald. aj bls. 22 verður á útisvæði sýningarinn- ar, en þar verða sýndar vörur, sem sérstaklega eru ætlaðar ungu fólki. Á sýningunni mun Reykjavíkurborg standa fyrir kynningu á skipulagi Reykja- víkur. Sérstakt pósthús verður starfrækt með sérstimpli végna sýningarinnar, auk ýmissar annarrar starfsemi og kynning- ar, sem fram fer á sýningar- svæðinu. Mjög nýstárlegt gestahapp- drætti verður í gangi á sýning- unni. Með hverjum aðgöngu- miða fylgir happdrættismiði, sem dregið er úr að kvöldi hvers sýningardags. Vinningur- inn er ferð fyrir tvo í ferðina: „ísland á einum degi“, sem farin verður með Fokker-fri- endshipvél Flugfélags íslands föstudaginn 17. september. Lagt verður af stað frá Reykjavík snemma að morgni og flogið til ísafjarðar, snædd- ur morgunverður og staðurinn skoðaður. Þaðan verður flogið til Akureyrar, Slippstöðin skoð- uð, snæddur hádegisverður og farið í heimsókn í verksmiðju SÍS. Frá Akureyri verður flog- ið austur yfir Mývatnssveit og til Egilsstaða. Þaðan verður ek- ið í Hallormsstaðaskóg og haustlitir skoðaðir með eftir- miðdagskaffinu. Frá Egilsstöð- um verður flogið til Hafnar í Hornafirði þar sem snæddur verður kvöldverður auk kynn- isferðar um staðinn og næsta nágrenni. Á heimleiðinni verð- ur flogið yfir Vestmannaeyjar og komið til Reykjavíkur fyrir miðnætti. Með í ferðinni verð- ur sögufróður maður, sem flytja mun þátttakendum ýms- an fróðleik og leiðarlýsingu úr lofti. Er óhætt að fullyrða að sambærileg ferð hafi eigi fyrr verið farin og að ferðalangarn- ir verði fyrsti hópurinn, sem á einum degi koma við í öllum landsfjórðungunum. ☆ HIN DULARFULLA... Framhald aj bls. 11 Franskur fornleifafræð- ingur hefur látið í ljós þá skoðun, að svipurinn á Monu Lísu sé sorgarsvipur og stafi af því, að liún hafi nýlega misst barn. Hann reyndi að finna sannanirn- ar fyrir þessu og þóttist hafa komizt yfir skjöl, sem sýndu, að kaupmannsfrú- in hefði einmitt misst barn. En við nánari rannsókn kom í ljós, að fornleifa- fræðingurinn liafði rugl- azt á tveimur konum með sama nafni. Ef til vill er sú skýring furðulegust, að Mona Lisa 33.TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.