Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 5
Án tilefnis Kæri Póstur! Ég vil þakka þér fyrir mjög gott efni í blaðinu undanfarið og þá sérstaklega fyrir framhaldssög- una „í brúðkaupsferð með dauð- anum". Ég er nýfarin að kaupa VIKUNA og finnst gaman að lesa hana, en samt finnst mér vanta meira af verðlaunaget- raunum. Hvers vegna er Örkin hans Nóa hætt að vera? Að lokum vil ég biðja þig að svara fyrir mig einni spurningu: Hvað merkir það að mig dreymdi að ég væri veik? Ég vona að þetta bréf lendi ekki f ruslakörfunni. — Með kveðju og þökk. Jóna Guðjónsdóttir, Hafnarfirði. Ástarþakkir fyrir hólið og kveðj- urnar. Verðlaunagetraunir eru dýr fyrirtæki en við erum sífellt að reyna að fjölga þeim. Ástæð- an fyrir því að Örkin hans Nóa hætti var sú, að þetta var aug- lýsing og auglýsandinn hætti að auglýsa. Frekar einfalt, ekki satt? Samkvæmt upplýsingum draumspekings okkar táknar það varasöm viðskipti að dreyma sjálfa sig veika. Svar til YVJ: Þú gætir reynt að skrifa á þetta heimilisfang x sem þú ert með, en mundu þá að knattspyrnufé- lag heitir Fodbold Klub. Gæsahúð, hár og naglalakk Elsku Póstur! I fyrsta lagi ætla ég að segja þér að mér finnst VIKAN gott blað og hún er miklu handhæg- ari í þessu nýja broti. Eins finnst mér blaðið hafa batnað mikið á síðasta ári. Svo langar mig að fá svör við nokkrum spurning- um: 1. Ég er með svo mikla gæsa- húð á fótum og handleggjum að það er eins og að koma við hraun. Hvað á ég að gera? 2. Hvað á ég að gera til að losna við hár á fótum og hand- leggjum? Eru þau góð þessi háreyðingarkrem? Koma bara ekki fleiri hár í staðinn? Það yrði laglegt, þá væri ég eins og frumskógurl 3. Er hollt fyrir neglurnar að hafa naglalakk á þeim? Svo bið ég bara að heilsa þér. Þin S. í fyrsta lagi ætlum við að þakka þér fyrir hólið og við viljum reyna að gera blaðið enn betra. Þú skalt fara til húðsjúkdóma- læknis með húðina á þér; hár- eyðingarkrem geta verið góð og þau auka ekki hárvöxt og það mun vera slæmt fyrir neglur að vera stöðugt huldar naglalakki. Hinum spurningunum svöruðum við í 31. tbl. Nikótíntennur Kæri Póstur! Ég reyki og þess vegna fæ ég svo gular tennur. Ég hef reynt ýmis ráð og hafa þau dugað misjafnlega. Um daginn heyrði ég talað um tannduft, sem gerði tennur reykingamanna hvítar. Kæri Póstur, hér eru nokkrar spurningar sem mig langar að þú svarir samvizkusamlega. 1. Hvar fæst þetta tannduft? 2. Hvað heitir það? 3. Hvað kostar það? Þakka allt gamalt og gott. Reykingamaður í vanda. P.S. Elsku Póstur, viltu birta þetta eins fljótt og þú getur, því ég er að fara í sumarfrí eftir hálfan mánuð. Sé það rétt að undraduft það, sem þú nefnir, sé til, þá ætti það helzt að fást í lyfjabúðum. Þar sem trúlegt er að hér sé um nýtt lyf að ræða, ættirðu ekki að byrja á að nota það nema eftir tilvísun tannlæknis. Hann myndi þá geta sagt þér allt af létta um lyfið, hvar það fáist og svo fram- vegis, svo fremi það sé komið á markaðinn. Ilvar fæst Pira - systen Pira-System fer sigurför um heiminn eins og fram kemur í samtali við uppfinningamanninn, Olle Pira, í Vikunni 29. júlí sl. Hús og skip hefur einkaumboð fyrir Pira System. Það er selt í verzluninni í Norðurveri, Hátúni 4A. Allt ann- að, sem selt er undir þessu nafní annars staðar, eru eftir- líkingar, sem ber að varast. PIRA SYSTEM — Einkaumboð á íslandi: Hús og skip, sími 21830. Súlbrún án sóhpuna John Lindsav ht. SÍMI 26400

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.