Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 36
Þér sparið með áskrift VIKAN SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 og hattur allt snjóhvítt. Hún hélt um framhandlegg manns síns og studdi hann eins og hjúkrunarkona. Hann var klæddur skræpóttum jakka, rauðum buxum, með bleika slaufu og gráan hatt með bleik- um borða. Hann leit út fyrir að vera sjötíu og fimm ára eða þar yfir, hún sextíu og átta eða sextíu og níu. Þau gengu léttilega og fjaðurmagnað eins og ungar manneskjur, og brostu vingjarnlega og hálf- glettið er þau nálguðust. Einn lögreglumannanna gekk til móts við þau, og brosin þurrk- uðust út af andlitunum. Frú Castevet sagði eitthvað, og herra Castevet hrukkaði enn- ið og hristi höfuðið. Kinnar hans voru kríthvítar, augun smá og ljós í djúpum tóttum. Hún hafði stórt nef og sollna, holdmikla neðri vör og gler- augu í Ijósrauðri umgerð með hálskeðju, sem hékk niður á bakvið óbrotna perlueyrnalokka hennar. — Það er bezt að þið búið ykkur undir að heyra sorgar- fréttir, sagði lögreglumaðurinn. Hann þagnaði, horfði fyrst á annað þeirra, svo á hitt og hélt áfram: — Terry er dáin. Hún framdi sjálfsmorð. Hann benti aftur yfir öxl sér með þumal- fingri. — Hún stökk út um glugga. Þau störðu á hann án þess að þreyta um svip, líkt og hann hefði ekkert sagt ennþá. Svo teygði frú Castevet sig til hlið- ar, horfði á bakvið hann á rauð- flekkótta teppið, starði svo aft- ur í augu lögreglumannsins. — Það er óhugsandi, sagði hún. — Það hlýtur að vera misskiln- ingur. Það er einhver annar, sem liggur þarna undir tepp- inu. Lögreglumaðurinn sagði: — Vilja frúin og herrann líta á líkið? Frú Castevet fylgdi honum eftir, munnur hennar opinn. Herra Castevet stóð kyrr í sömu sporum. — Sg vissi að þetta kæmi fyrir, tautaði hann. — Hún varð daprari með hverri viku sem leið. Eg tók eftir því og sagði konu minni frá því, en hún lét það sem vind um eyru þjóta. Hún er bjartsýnismanneskja og viður- kennir aldrei að hlutirnir gangi ekki fyrir sig eins og hún vill. Frú Castevet kom aftur. — Þetta þýðir ekki að hún hafi framið sjálfsmorð, sagði hún. — Hún var mjög ham- ingjusöm og hafði enga ástæðu til að vinna sjálfri sér tjón. Þetta hlýtur að hafa verið slys. Hún hlýtur að hafa verið að þurrka af rúðunum og misst fótanna. :— Hún var ekki vön að þurrka af rúðunum um þetta leyti sólarhrings, sagði herra Castevet. — Hvers vegna ekki? sagði frú Castevet. — Kannski hún hafi gert það! Lögreglumaðurinn sýndi þeim gulbleika pappírsblaðið. Frú Castevet hikaði, tók síðan við blaðinu og las. Herra Castevet teygði höfuðið fram yfir hand- legg hennar og las líka. Varir hans bærðust ákaft. — Er þetta rithönd hennar? spurði lögreglumaðurinn. Frú Castevet kinkaði kolli. — Vitið þér hvað ættingjar hennar heita? spurði lögreglu- maðurinn. — Hún átti þá enga, sagði frú Castevet. — Hún var al- veg ein í heiminum. Átti enga að nema okkur. •— Átti hún ekki bróður? spurði Rosemary. — Hún sagð- ist eiga bróður í flotanum. — Það hafði ég ekki heyrt áður, sagði frú Castevet og leit á Rosemary. Rosemary leit upp á við til hennar á móti, og það glitti í djúplæg augu frú Caste- vet undir hattbarðinu. Framhald, í nœsta blaði. LIFÐU LfFINU Framhald af bls. 19 hann. — Þeir hlaupa nokkuð hratt. En þetta er mjög hættu- legt. — Já, ég skil. Verða þá ekki oft slys? Hann viðurkenndi að það kæmi stundum fyrir, en hann sagði að piltarnir væru nokkuð varir um sig. É'g leit á Michael, sem missti ekki af neinu, hvorki því sem sagt var, né tækifærunum til ljósmyndunar. — Og hvenær eru svo menn þínir nægilega þjálfaðir fyrir orrustu og hvert eru þeir send- ir? —- Ja, þeir fara þangað sem stjórnin, eða hver það nú er, sem greiðdr launin þeirra, send- ir þá og þar með lýkur þjálf- un þeirra. — Ég býst við að svona þjálf- unarbúðir séu víðar. Hann hóstaði svolítið vand- ræðalega, en svaraði jafn hrein- skilnislega og áður. Eg hefði alveg eins getað verið að spyrja um dagleg störf í einhverju klaustri. Þessi maður var trúr köllun sinni, sýndi henni fulla virðingu. Mér fannst þetta furðulegt, en þannig var það. Það var greinilegt að honum fannst sjálfum sem gengi hann á héilagri grund og að það væri skylda hans að skýra satt og rétt frá. — Við höfum þjálfun- arstöðvar í Suður-Ameríku o^ Asíu, sagði hann. E’g spurði hvar í Asíu. — Svona hingað og þangað. Hann veifaði höndunum. — f Vietnam? spurði ég frekjulega. — Já, auðvitað í Vietnam. — Og fyrir hvorn aðilann þjálfið þið leiguliða í Vietnam? — Ja, sjáðu . . . ég veit það raunverulega ekki, tuldraði hann. - - Við vinnum fyrir . . . ja . . . fyrir okkar fólk . . . já, þeir fara . . . ég veit ekki hvert . . . — Veiztu það ekki? Segðu mér, hefur þú ánægju aí að drepa óvinina? —- Drepa? Nei, ég hef ekki ánægju af því. Það hef ég al- drei haft. Annar maður hafði komið til okkar. Hann hafði fylgt okkur eftir um stund og hlustað vand- lega á samtalið, — stundum hafði hann lokið við setningar fylgdarmanns okkar. Það var greinilegt að honum fannst samtalið vera farið að taka á sig hættulega stefnu. Nú tók hann upp þráðinn frá þeim fyrri: — Ég hef andstyggð á því að drepa. Ég geri það eins fljótt og hreinlega og ég get . . . auðvitað til að forðast að vera drepinn sjálfur. En ég hef andstyggð á því. — Svo þú drepur hratt? — Já, já. Mér finnst nauð- synlegt að gera það hratt. Ef maður hikar, þá koma yfir mann alls konar hugarórar. jafnvel sektartilfinning . . . — Svo þú hugsar ekki neitt? Er það þannig ? — Við erum ekki morðingj- ar, skaut sá fyrri inn í og reyndi að vera virðulegur. — En þið græðið á tækni ykkar, er það ekki? Foringinn varð hugsandi. Ja, ég á konu og litla dóttur í Belgíu. Ég sé þær ekki oft. Ég sendi þeim allt sem ég get . . . Ég elska þær mjög heitt og vil gera allt sem ég get fyrir þær og ef mér gengur vel, þá er það þeim til góðs, því að ég vona að komandi kynslóðir megi njóta varanlegs frelsis. — Svo það er þess vegna sem þú ert, ja, hvað skulum við kalla það? — hermaður? Hef- ur það aldrei hvarflað að þér að þér hafi kannske orðið á að drepa aðrar litlar stúlkur, sem — Það sparar vatn og pláss að hata ' eitt baðkar fyrir tvœr íbúðir! 36 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.