Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 20
Þó Karl sé kátur á þessari mynd, sem tekin var á „Lítilræðishátíðinni" í Salt- vík, var hann ekki ánægður í Trúbrot — og hætti. HRÆRINGAR HJÁ TRÚBROT Tæpum hálfum mánuði eftir tveggja ára afmæli Trúbrots, hætti Karl Sighvatsson í annað sinn. Hvers vegna og hvað verður? Laugardaginn 17. júlí sl., kom Karl Sighvatsson í ætingaskúr Trúbrots við Laugaveg, tók sam- an hljóðfæri sín og tæki og fór með allt saman heim til sín. — Skömmu síðar hélt hann til Kaup- mannahafnar. Hann var hættur í Trúbrot. Brottför Karls kom mjög á óvart, ekki sízt vegna þess að hann sagði engum frá því að hann væri að fara. Gunnar Þorðarson vissi til dæmis ekkert um það í nærri heila viku. Þá átti hljómsveitin að spila einhvers staðar og þegar Gunnar ætlaði að fara að hóa saman á æfingu kom í Ijós að Karl var hættur „Hann hætti með stíl," sagði Gunnar, „það er ekki hægt að segja annað, og ekki gat hann hætt tvisvar á sama hátt. Þó verður maður að reikna honum það til tekna, að hann gefur öllum tæki- færi til að draga eigin ályktanir um brottför sína. Við höfum ekki rætt um hvort við tökum hann aftur ef hann kemur en mér þætti undarlegt ef hann léti sér detta það í hug sjálf- um. Til að byrja með ætlum við bara að sjá til hvernig þetta geng- ur með okkur fjórum." Brottför Karls kemur til með að hafa töluverð áhrif á heildarút- komu hljómsveitarinnar; sándið verður aldrei jafn þétt og þungt, því það munar töluvert um orgel. Magnús Kjartansson hefur þó lát- ið sér detta í hug að fá sér orgel aftur til að hafa með píanóinu, en þeir eru allir orðlausir gagn- vart þeirri spurningu hver gæti komið í stað Karls. Staðreyndin er eiginlega sú, að sá maður er ekki til. Það var vitað, að Karl var ekki ánægður í hljómsveitinni — og sjálfsagt verðlur hann aldrei ánægður — og miðað við það tókst honum nær ótrúlega vel upp á „ . . . lifun", en fæstir bjuggust við að hann myndi hætta svona fljótt. En lítum á það sem hann sagði, þegar hann hætti í Trúbrot í fyrrasumar: „Ég gerði mér engar vonir um Trúbrot þegar hljómsveitin byrj- aði og því hafa engar vonir mln- ar brugðizt um hljómsveitina. Mig langaði einfaldlega að spila með þeim beztu . . . Ég vil ekki spila á dansleikjum. Mér finnst það innihalds- og tilgangslaust . . ." Karl sagði sitthvað fleira í þessu viðtali, sem birtist í þessum þætti 28. maí í fyrra, fæst af því hefur komizt I framkvæmd, en þarna er kannski ástæðan fyrir því að hann Framhald á bls. 37. Þessi mynd var tekin af Trúbrot í fyrrasumar, þegar Karl og Shady voru aS hætta. Nú er hljómsveitin aftur orSin svona: Gunnar, Rúnar, Jökull og Magnús. Ómar Valdimarsson heyra i9ra má

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.