Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 25
Rabarbarapæ 3 dl hveiti 125 gr smjörlíki 3—4 msk. vatn eða rjómi Fylling: V2 kg rabarbari skorinn í bita 5 msk. sykur Penslun: egg Myljið smjörlíkið í hveitið. Hnoð- ið saman með vatninu (eða rjóma). Látið bíða á köldum stað. Fletjið út rúmlega helming deigsins og klæðið eldfast form að innan. — Setjið rabarbarann í bitum ásamt sykrinum þar á ofan og fletjið síðan út það sem eftir var af deig- inu og skerið út í ræmur. Leggið síðan deigræmu hringinn í kring eftir að ræmur hafa verið settar yfir rabarbarann og þrýstið niður með gaffli. Penslið yfir með eggi. Bakið í 225° heitum ofni í ca. 35—40 mínútur. Berið fram volgt eða kalt með vanillusósu. Jarðarberjakaka Einhver húsmóðir hefur ef til vill fengið góða uppskeru af jarðar- berjum í ár. Þá er þessi kaka fljót- leg og mjög góð. Nú þegar gotl útlit er fyrir góða bláberjasprettu: — Bláber — vanilluís — hnetu- kjarnar sem skraut. Þá eru bláberin sett á botn i skál. Vanilluísinn þar á ofan. — Skreytt með valhnetukjörn- um. v_ 2 dl hveiti V4 tsk. lyftiduft 50 gr smjörlíki V2 dl sykur 1 eggjarauða Smjörlíkið mulið í hveitið og lyfti- duftið. Sykrinum bætt í. Hnoðað fljctt saman með eggjarauðunni. Látið bíða um stund í kæliskáp. Fletjið síðan út og klæðið hring- form með deiginu. Reynið að þrýsta til eins konar skrautkant hringinn í kring með fingrunum. Bakið við 180-200°. Kælið áður en tekið er úr forminu. Utbúið vanillusósu (fæst tilbúin sem duft ! verzlunum) og bætið í hana stíf- þeyttum rjóma. Kremið á að vera nokkuð þykkt og fast í sér. Rétt áður en kakan er borin fram er hún fyllt með vanillusósunni og jarðarberjum til skiptis í lögum, og eru jarðarberin skorin ( sneið- ar. Rabarbarasúpa með melónuteningum 71/2 dl vatn 1 V2 dl sykur 5—600 gr rabarbari Sjóðið í 5—10 mínútur. Hrærið síðan 2—3 msk. af kart- öflumjöli út t 3—4 msk. af köldu vatni. Hellið í sjóðandi súpuna. — Kælið. Dálítinn lit má setja ( súp- una ef vill eða saft. Einnig er gott að brytja melónuteninga út í. APPELSÍNUEGGJAKAKA Omelette de orance 6 egg 3 appelsínur 100 gr sykur 11/2 msk. smjör % dl romm V2 tsk. salt Flysjið appslsínurnar og takið hvítu himnuna vel af og skerið appel- sínurnar í mjög þunnar sneiðar. Takið steinana gætilega úr. Leggið sneiðarnar í lögum í hálfdjúpa skál. Hellið helmingnum af romminu yfir og látið trekkja í 2 tíma. Þeytið eggin með saltinu. Bræðið smjörið i stórri pönnu og heilið eggj- unum saman við þegar froða fer að myndast í smjörinu. Látið eggja- massann stifna við vægan hita. Látið renna af appelsínunum og setjið þær á miðjuna á eggjakökuna. Látið þær leggjast hverja yfir aðra. — Brettið síðan kanta eggjakökunnar á tveim hliðum inn yfir appelsín- urnar og látið eggjakökuna bíða þannig augnablik. Setjið hana síðan varlega á heitt fat. Stráið því sem eftir var af sykrinum yfir, ásamt saf- anum sem var á appelsinunum og því sem eftir var af romminu. — Kveikið síðan í og berið fram logandi. 33. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.