Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 19
> <■, — Hve mikið kaup fáið þið mánaðarlega? — O, það er nú undir ýmsu komið . . . — En svona hérumbil? — Fimm hundruð til þúsund dollara . . . ef við fáum örugga vinnu, ja . . . —- En sumir ykkar berjast fyrir hugsjónina? Eða er það vegna þess að þessir menn vilja berjast? — Flestir koma vegna ein- hverrar hugsjónar. — Þú, til dæmis? Ert þú að berjast fyrir hugsjón? — Ó, já, já, ég berst fyrir frelsi og á móti kommúnisma. Ég leit í augu Michaels. Hann er betri en nokkur merkjamað- ur. Ég sá það á svip hans að eins gott var fyrir mig að skipta um samtalsefni. Eg leit í kringum mig þar sem skóg- urinn hafði verið ruddur og nokkur tjöld trónuðu upp á laufhrúgum og kurli. — Heyrðu, sagði ég við manninn. Til hvers notið þið þessi tjöld? — O, þau eru handa mann- skapnum. — Er ekkert kvenfólk hér? — Ja, — jú. — Eru kvenlegir leiguliðar hér? Hann hló. — Ekki margar. Aðeins tvær. — Tvær konur? — Önnur svört, hin hvít. — Hvít og svört? Hvaðan koma þær? — Ja, önnur er ensk, eða portúgölsk, en hin er héðan frá Congo. — Og þær eru aðeins tvær? — Já, tvær. Aðeins tvær. — Og berjast þær? Náunginn brosti góðlátlega, en hnyklaði brúnir í þetta sinn. — Nei, þær þjóna okkur á ann- an hátt. Við hlógum, þessum samsær- ishlátri karlmanna, sem Cath- erine hefur svo mikla and- styggð á, og þessa stundina hafði ég andstyggð á sjálfum mér fyrir það að tilheyra þess- um mannflokki. Ég flýtti mér að leggja aðrar spurningar fyr- ir hann. spyrja hann um æf- ingasvæðið. Hvort við mættum skoða það og taka myndir? Það var auðfengið leyfi til þess. Hann vísaði okkur á æfinga- svæðið. hreykinn á svip. Það hafði verið rutt svæði í frum- skóginum og þar voru menn að æfa judo, fjölbragðaglímu, kar- ate, klifra í köðlum og æfa byssustingjaárásir. Allir voru þessir menn í brúnflekkóttum einkennisbúningum, að öllum líkindum sömu búningum og þeir notuðu í bardögum. Það var eldri maður, einna líkast- ur karlljóni, sem kenndi aðal- lega brögðin. Fylgdarmaður minn lét í ljós hrifningu sína yfir kunnáttu hans. Hann sagði að þetta væri fyrsta flokks skæruliðaþj álfun. — Hvernig komast þessir menn hingað? spurði ég. — Á margan hátt. Sumir fara eftir auglýsingum í blöðum eða gegnum einhverja sem þeir þekkja. — En hvernig er það með þig? Hefur þú ekki samvizku- bit út af þessari tegund hern- aðar? — Ég? Ég get ekki séð hvers vegna ég ætti að hafa það. Ég hef alltaf verið hermaður, allt- af verið að berjast. — Baráttumaður? — Já, það er ég. Ég kann ekki við mig öðruvísi. — Já, ég skil það. Hve lengi I vinna þessir menn daglega, ég á við við æfingar og þjálfun? Hann virtist hafa einlæga löngun til að skýra satt og rétt frá, svo hann lýsti daglegum störfum nákvæmlega fyrir okk- ur. Þeir fóru á fætur klukkan hálfsjö á morgnana, byrjuðu á morgunleikfimi en sneru sér fljótlega að hinum æfingunum, þar til þeir áttu frístund síð- degis. En hvað gerðu þeir í frístundum sínum? Það var nokkurt hik á honum þegar hann svaraði að þeir færu þá í heimsókn til kvennanna tveggja, áður en þeir gengju í gegnum „eldskírnina“, sem var, með öðrum orðurn, að vaða yf- ir sprengjusvæði. Það tók dá- lítinn tíma að ná þessu út úr honum. — Er það ekki stundum mjög hættulegt? spurði ég kaldur. — Jú, jú, það er það, sagði Við höfðum verið að vaða upp að 1 hnjám í vatni, sem var eiginlega ekki annað en gulleit leðja ... 33. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.