Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 22
 :'x í'- : ^ :s'::'x'• m //í/'i/x::-/' Stóri tjaldskálinn, sem komið verð- ur upp við hlið sýningarhallarinn- ar í Laugardalnum með milligangi. Þar verður sérsýningin „Sjávarút- vegur 71". Myndirnar hér að neð- an eru frá sýningunni „Heimilið — veröld innan veggja", en það er stærsta sýningin, sem Kaup- stefnan í Reykjavík hefur skipu- lagt. Alls sóttu þá sýningu 53 þús- und gestir, eða um fjórði hver íbúi landsins, og er það geysimik- il aðsókn. Alþjóðleg vörusýning í Reykjavík Undirbúningur fyrstu alþjóð- legu vörusýningarinnar, sem haldin er á íslandi, hefur nú staðið í rúmt 1 Vt ár. Hefur sýn- ingin verið kynnt ítarlega bæði hér heima og erlendis og víða verið um hana skrifað í sýn- ingartímaritum. Fljótlega kom í ljós mikill áhugi og varð snemma ljóst að sýningin, sem opnar fimmtudaginn 26. ágúst í Sýningahöllinni, verður stærsta sýning sinnar tegund- ar, sem hér hefur verið haldin. Við opnunina verða milli 700 —800 gestir og þar á meðal for- seti íslands og forsetafrú. Við- skiptamálaráðherra, Lúðvik Jósefsson hefur sýnt sýning- unni þann velvilja að vera verndari hennar og mun hann ásamt borgarstjóranum í Reykjavík, Geir Hallgrímssyni flytja ávarp við opnun sýning- arinnar. Á sýningunni er heildarsýn- ingarflötur milli 6—7000 m-, en sýndar verða vörur í um 150 sýningardeildúm frá um 800 fyrirtækjum frá rúmlega 15 þjóðum. „Spávarútvegur ‘71“ nefnist stærsta afmarkaða sérsýning á Alþjóðlegu vörusýningunni — Reykjavík ‘71. Þessi sérsýning verður staðsett í stórum 1100 m- tjaldskála, sem komið verð- ur fyrir við hlið SýningahallarT innar með milligangi; er hér um að ræða stærsta tjaldskála. sem komið hefur verið fyrir á Islandi. I sjávarútvegsdeildinni verða kynntar fjölmargar nýj- ungar og uppfinningar, sem og reyndar á fleiri sviðum sýning- arinnar. Sérsýningin „Sjávar- útvegur ‘71“ er fyrsta skrefið í tilraun og atbugun hvort mögulegt sé að koma á fót hér á fslandi stórri, viðurkenndri, alþjóðlegri sjávarútvegssýningu. Opinber þátttaka er í sýning- unni af hálfu danska ríkisins, sem kemur upp stórri deild með ýmsum dönskum vörum, sem njóta mikillar viðurkenn- ingar. Þá skipuleggur einnig Verzlunarráð Lundúna stóra samsýningu 33 brezkra fyrir- tækja á sýningunni, en sum þessara fyrirtækja senda full- trúa til íslands í leit að um- boðsmönnum. Fyrir utan útgerðarvörur verða hvers konar vöruflokkar kynntir á sýningunni og má þar m. a. nefna: heimilisvörur, byggingavörur, skrifstofuáhöld og verzlunarinnréttingar, fatn- aður, matvæli, sportvörur, sumarhús, útisundlaugar, bátar, snyrtivörur o. fl. Þá má geta þess, að nokkrir bílar verða kynntir á sýningunni auk sér- stakrar myndrænnar kynning- ar af hálfu bifreiðaumboðanna á nýjustu bifreiðagerðunum. — Þá verður sérstök deild „Pop ‘71“ í hringskála, sem reistur Framhald á bls. 41,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.