Vikan


Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 34

Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 34
þau Guy höfðu búið í Bram- ford rúmar tvær vikur, sat Rosemary í þvottaherberginu kortér yfir fimm og las New Yorker. Þá kom inn stúlka á aldur við hana, dökkhærð stúlka með lítið, fíngert andlit, og þóttist Rosemary þegar þekkja hana sem leikkonuna Önnu Mariu Alberghetti. Hún kink- aði kolli til Rosemary og gekk rakleitt að einni þvottavélinni, opnaði hana og fór að troða í hana óhreinu taui. Að því er Rosemary bezt vissi bjó Anna Maria Alberg- hetti ekki í Bramford, en auð- vitað gat hún verið í heimsókn hjá einhverjum, sem hún hjálp- aði við heimilisstörfin. Þegar Rosemary gaf henni betri gæt- ur sá hún að henni hafði skjátl- azt. En stúlkan var furðu lík leikkonunni — og allt í einu sá Rosemary að hin horfði á hana með spyrjandi brosi. — Afsakið, sagði Rosemary. — Sg hélt að þér væruð Anna Maria Alberghetti. Þess vegna starði ég á yður. Mér þykir þetta hræðilega leitt. Stúlkan roðnaði og brosti og leit niður fyrir sig. — Það kemur oft fyrir, sagði hún. — Þér þurfið ekki að biðjast af- sökunar. Eg heiti Terry Gionof- frio. Rosemary brosti, og þær tók- ust í hendur. — Sg heiti Rose- mary Woodhouse. Við búum hérna í húsinu. Hafið þér búið hér lengi? — Eg leigi hér ekki, sagði stúlkan. — Eg bý hjá herra og frú Castevet á sjöundu hæð. Eg hef verið hjá þeim síðan í júni. Þér þekkið þau auðvitað? — Nei, svaraði Rosemary, — en við erum nágrannar. — Ó, þið eruð ungu hjónin sem fengu íbúð gömlu konunn- ar. Hún var góður vinur Caste- vet-hjónanna. Hún ræktaði kryddjurtir og svoleiðis og gaf Castevet-hjónunum í matinn. Rosemary kinkaði kolli. — Eitt herbergið var fullt af plöntum þegar við litum á íbúðina. Brothljóð í gleri heyrðist einhvers staðar að úr kjallar- anum; annaðhvort hafði flaska verið brotin eða gluggarúða. Hjálp! kallað: Terry. Rosemary yppti öxlum og leit þreytulega til dyranna. — Eg hata þennan kjallara, sagði hún. — Segjum tvær, sagði Terry. - Sg er fegin að þú skulir vera hér. Hefði ég verið ein hefði ég orðið dauðhrædd. Hún bætti við: — Heyrðu, getum við ekki orðið samferða niður framvegis. Eg get hringt bjöllunni hjá þér í leiðinni. — Það væri fyrirtak, sagði Rosemary. Terry hló fagnandi, virtist leita að orðum og sagði svo, hlæjandi enn: — Eg á verndar- grip, sem kannski dugar fyrir okkur báðar! Hún hneppti frá sér blússukraganum, dró upp silfurkeðju og sýndi Rosemary silfurkúlu, sem var tæpan þumlung í þvermál. — Ó, en sætt, sagði Rose- mary. — Já, er það ekki? sagði Terry. — Frú Castevet gaf mér hana í fyrradag. Hún er þrjú hundruð ára. Hún ræktaði það sem er innaní í litla gróðurhús- inu. Henni fylgir heppni, eða á að minnsta kosti að gera það. Rosemary virti verndargrip- inn vandlega fyrir sér. Hann var fullur af einhverju brún- grænu og svampkenndu, sem seytlaði út í gegnum gatið á kúlunni. Beiska lykt lagði fyr- ir vit Rosemary, og hún hrökk frá. Terry hló aftur. — Eg er ekki heldur neitt hrifin af lykt- inni, sagði hún. — En ég vona að hún geri sitt gagn! — Þetta er dásamlegur verndargripur, sagði Rosemary. — Eg hef aldrei séð hans líka. — Hann er frá Evrópu, sagði Terry. — Castevet-hjónin eru dásamlegasta fólk á öllum jarð- hnettinum. Þau tíndu mig. upp úr göturæsinu — og ég meina nákvæmlega það sem ég segi. Eg féll saman í Áttundu tröð — og þau tóku mig með sér hingað og urðu mér sem for- eldrar. — Varstu veik? spurði Rose- mary. —Það væri of vægt til orða tekið, sagði Terry. — Eg svalt og tók eiturlyf og gerði heil ósköp af heimskupörum, svo að mér verður óglatt þegar ég hugsa til þeirra. En herra og frú Castevet læknuðu mig full- komlega. Þau björguðu mér frá hassi og eiturlyfjum og tróðu í mig mat og klæddu mig í hrein föt, og nú vita þau ekki hvern- ig þau eiga að láta til að gera mér hvaðeina til geðs. Þau gefa mér alls konar hollustufæði og vítamín og hafa jafnvel lækni til að líta á mig reglubundið! Það er af því að þau eiga eng- in börn. Eg kem í staðinn fyrir barnið, sem þau aldrei eignuð- ust, skilurðu. Eða barnabarnið, væri kannski réttara að segja. Rosemary kinkaði kolli. — Eg hélt nú fyrst að ástæð- urnar væru aðrar, sagði Terry. — Kannski eitthvað kynferðis- legt, sem ég ætti að gera fyrir axmaðhvort þeirra. En þau eru mér virkilega sem afi og amma. Þau ætla bráðum að senda mig á ritaranámskeið, og eftir það get ég borgað þeim það, sem þau hafa gert fyrir mig. Hún stakk verndargripnum undir blússuna. Rosemary sagði: — Það er gott að heyra að svona mann- eskjur skuli vera til. Þegar þvotturinn var full- þveginn bauð Rosemary Terry inn að líta á íbúð sína, en Terry spurði hvort hún mætti ekki eiga það til góða. Castevet- hjónin væru vön að borða klukkan sex og hún vildi ekki koma of seint í matinn. Hún lofaði að hringja bjöllunni hjá Rosemary seinna um kvöldið, svo að þær gætu farið niður saman og náð í þvottinn. Guy var heima, át franskar kartöflur og horfði á kvikmynd með Grace Kelly. Hann var niðurdreginn út af leikara að nafni Donald Baumgart, sem hann taldi að tekinn yrði fram yfir hann í hlutverk í nýrri gamanmynd. Báðir höfðu ver- ið prófaðir í hlutverkið þá um daginn . Föstudagskvöldið seytjánda september fóru þau Rosemary og Guy ásamt tveimur öðrum pörum að horfa á fyrirfram- sýningu á leikriti, sem hét Frú Dolly og síðan í hóf sem ljós- myndari nokkur, Dee Bertillon, hélt í vinnustofu sinni í Fer- tugustu og annarri götu. Þeir Bertillon og Guy rifúst, og þau Rosemary fóru úr hófinu þegar skömmu eftir hálfeitt. Kvöldið var kyrrlátt og frið- andi, og þau gengu heim. Þeg- ar þau nálguðust það sótsvarta húsflykki sem Bramford hét, sáu þau að eitthvað tuttugu manneskjur höfðu safnazt sam- an á gangstéttinni fyrir fram- an það, í hálfhring til hliðar við bíl, sem þar hafði verið lagt. Tveir lögreglubílar biðu hjá, og glóði af rauðum þak- lömpum þeirra. Þakið á bílnum, sem var Volkswagen, hafði skroppið inn öðrum megin, og framrúðan hafði splundrazt í smátt. Dauð, sagði einhver, og einhver ann- ar sagði: — Eg leit upp og hélt ég sæi stóran fugl. Rosemary og Guy tylltu sér á tá og reyndu að horfa yfir axlir fólks. — Gerið svo vel að færa ykkur! sagði lögreglu- maður í miðri þvögunni. Axl- irnar skildust að og sport- skyrtuklæddar herðar færðust til. Terry lá á gangstéttinni og horfði til himins öðru auga. Hálft andlit hennar var orðið að rauðri kássu. Teppi flögraði til í höndum lögregluþjónsins, er hann breiddi það yfir hana. Það varð þegar rautt á einum stað, og síðan á öðrum. Rosemary lokaði augunum og gerði krossmark ósjálfrátt. Hún klemmdi saman varirnar, dauð- hrædd um að selja upp. Guy afskræmdist í framan og dró andann milli tannanna. — Jesús, sagði hann. — Ó, Guð. Lögreglumaður sagði: — Ger- ið svo vel að fara frá. — Við þekkjum hana, sagði Guy. Annar lögreglumaður sneri sér að þeim og spurði: — Hvað heitir hún? — Terry. — Terry hvað? Guy spurði: — Ro, hvað hét hún? Rosemary opnaði munninn og kyngdi. — Eg man það ekki, sagði hún. — Það var ítalskt nafn sem byrjaði á G. Langt nafn. Hún bjó hjá Castevet- hjónunum. Einn lögreglumannanna kom nú til þeirra með gulbleikt pappírsblað í hendi. — Kveðju- bréfið. Stutt og laggott, sagði hann við félaga sinn og fékk honum blaðið. — Hún festi það við gluggakarminn með plástri, svo að það fyki ekki út í busk- ann. — Á miðvikudagskvöldið var ekki hægt að ímynda sér, að hún hefði slikt í hyggju, sagði Guy. — Komdu, við förum upp, Rosemary. — Vitið þið hvar við náum í þessi Castevet-hjón? spurði einn lögreglumaðurinn. — Nei, svaraði Guy. — Við höfum aldrei séð þau. — Þau eru venjulega heima um þetta leyti. sagði Rosemary. — Við heyrum til þeirra gegn- um vegginn. Guy lagði hönd á öxl Rose- mary. — Komdu elskan, sagði hann. Þau kinkuðu kolli til lögreglumannanna og gengu af stað til hússins. — Þarna koma þau, sagði herra Micklas. Rosemary og Guy námu staðar og snerust á hæli. Neðan frá borginni komu nú stór, hvíthærð kona og há- vaxinn og mjór karlmaður. Þau fóru sér mjög rólega. — Eru þetta Castevet-hjónin? spurði Rosemary. Herra Mick- las kinkaði kolli. Frú Castevet var klædd í ljós- blátt, en hanzkar, veski, skór 34 VIKAN 33.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.