Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 13
Nick Velvet var afsprengi
Greenwich-hverfisins í New
York, á tímum þegar hinir
ítalsk-amerísku íbúar vörðust
enn ágangi hins frjálslega lista-
fólks. Hann hafði stytt nafn
sitt úr hinu upphaflega nafni,
sem hljómaði eins og viss osta-
tegund, og farið burt í styrj-
aldirnar með heilmörgum öðr-
um uppgjafa menntaskólanem-
endum.
Eftir því sem árin liðu, hafði
ævistarf hans einhvern veginn
farið að fá á sig fast form, og
núna — þegar hann var farinn
að nálgast fertugsaldurinn —
var hann viðurkenndur sér-
fræðingur. Nú hringdu þeir til
hans, og tóku sér ferð á hendur
til að hitta hann, af því að við
viss störf átti hann engan sinn
líka í veröldinni.
Nick Velvet var þjófur. Af
sérstakri tegund.
Hann stal aldrei peningum
sem slíkum, og stal aldrei fyrir
sjálfan sig .Heldur stal hann
fyrir aðra, og tók að sér þau
verkefni, sem voru of stór eða
of hættuleg eða of óvenjuleg
fyrir aðra þjófa. Hann hafði
stolið úr söfnum, frá fjrrirtækj-
um, frá ríkisstjórnum. Hann
hafði stolið myndastyttu af
rómverska guðinum Merkúr af
þaki pósthúss eins, og glugga
með lituðu gleri úr safni með
miðaldalist. Einu sinn hafði
hann jafnvel stolið heilu knatt-
leiksliði, að meðtöldum fram-
kvæmdastjóra, vögnum og út-
búnaði.
Ekki var hægt að segja, að
honum líkaði starfið, eða að
hann hefði haft áform um að
leggja það fyrir sig. En þegajr
það bauðst, hafði hann ekki
verið því mótfallinn. Launin
voru ríkuleg, og hann starfaqi
aðeins fjórum eða fimm sinnum
á ári, og ekki lengur en viku
eða svo í hvert sinn. Hann sá
sig talsvert um í heiminum, og
hann hitti nokkra mjög merki-
lega menn.
Harry Smith var ekki einn af
hinum merkilegustu.
Hann stóð í skugganum við
gosbrunninn og leit út ná-
kvæmlega eins og þorpari á
banntímanum, sem er að bíða
eftir bátnum frá Kanada. Nick
geðjaðist ekki að útliti hans, og
þegar hann sagðist heita Smith,
geðjaðist Nick heldur ekki að
nafni hans.
„Maður nokkur í Chicago
mælti með yður, Velvet," sagði
Smith og klippti sundur orðin
eins og rafmagnsritvél.
„Það getur passað. Hvað vilj-
ið þér?“
„Verðum við að tala saman
hérria? Ég hef hótelherbergi.“
Nick Velvet brosti. „í hótel-
herbergjum er of auðvelt að
snuðra. Mér geðjast ekki að
segulbandsupptökum af við-
skiptasamningum mínum.“
Harry Smith yppti öxlum.
„Það er bölvað, nú á dögum
geta þeir snuðrað um mann
hvar sem er. Þeir gætu verið að
beina einu af þessum lang-
drægu tækjum að okkur einmitt
núna.“
„Þess vegna er það, að við
stöndum hjá gosbrunninum.
.Hann dugar alveg til þess að
fela samtöl. Nú skuluð þér snúa
yður að efninu."
Harrý Smith steig inn í ljós-
geisla, sem kom frá lampa,
földum í tré yfir höfðum þeirra.
Hann var stór maður, með sömu
líkamsbyggingu og lítill górillu-
api, og báðar kinnar hans voru
bólugrafnar. „Við viljum, að
Framhald á bls. 43.
i
39. TBL. VIKAN 13