Vikan


Vikan - 30.09.1971, Page 18

Vikan - 30.09.1971, Page 18
Bítlarnir verða aldrei til framar Fyrsti hluti viðtals við Ringo Starr, fyrrum trommuleikar Bítlanna. Ringo kemur víða við í þessu viðtali, sem verður í þremur hlutiim, en það var tekið er hann vann við gerð kvik- myndarinnar „Blindi maðurinn“ á Spáni. f myndinni á Ringo að leika - og segir sjálfur að þetta sé í fyrsta skipti sem hann raunverulega leiki - harðsvíraðan kúreka, sem lifir fyrir byssur, gull, vín - og blóðheitar senjórítur. — Tölum jyrst um feril þinn í kvikmyndum: Finnst þér þú vera að koma þér út úr músík- inni og inn í kvikmyndaheim- inn? — Nei, mér finnst gaman að leika í kvikmyndum. En það er aðeins með þessari kvikmynd að ég geri mér grein fyrir hvernig kvikmyndir eru í raun og veru. Fyrstu tvær myndirn- ar, Bítlamyndirnar, voru leið- inlegar, vegna þess að þar vor- um við bara að segja eitthvað sem einhverjir aðrir höfðu hugsað upp. Við gátum ekki gert svo mikið upp á eigin spítur. — Réðuð þið í raurúnni miklu um útkomu þeirra mynda? — Nei. Allir héldu að við hefðum samið mest af mynd- — Gagnrýnendur rifu „Magic Christlan" I tætlur. Ég hefði viljað a8 l>eir hefðu sagt mig annan Laurence Olivier . . unum um leið og þær voru teknar, en í mesta lagi 5% af myndunum voru þannig. Það var vegna þess að við vorum ekki leikarar. Þó kom það fyr- ir, þegar búið var að taka eitt- hvert atriðið, þá báðum við alla að halda áfram, því það væri aldrei að vita nema eitthvað kæmi út úr því. Til að byrja með var þetta mikið vandamál, því hinir leikararnir áttu erfitt með að sætta sig við þetta. Þeir eru ekki vanir frelsinu. — Þú hefur sem sé fengið áhuga á kvikmyndum þá? — Já, það er rétt, ég elskgði kvikmyndir. Mér finns gaman að leika. Það er stórskemmti- legt. Það er undarleg, stórfeng- Þessi mynd af Ringo var tekin þegar hann kom til Madison Square Garden ( New York nýlega, þar sem hann og George komu fram á hljómleikum til stuðnings Bangla Desh — ásamt Bob Dylan og fleiri toppnöfnum. Það var í fyrsta skipti síðan Bítlarnir hættu, að tveir þeirra komu fram opinberlega. leg tilfinning því samfara að sjá sjálfan sig á þessu risastóra tjaldi, gerandi eitthvað sem ekki tíðkaðist. Fram að þessu hafa mín hlutverk í kvikmynd- um verið tómur skítur. — Eins og „Candy“? — Já, eins og „Candy“. Sú mynd var gerð með mér vegna þess að þá hafði ég ekki leikið í kvikmynd síðan „Help!“ var gerð og mig langaði að leika meira. Svo bauðst mér „Candy“ og ég ákvað að taka því, vegna þess sem ég var að segja og svo var þetta hæfilega lítið hlut- verk. Núna held ég að ég hafi tekið hlutverkinu vegna þess að það gaf mér tækifæri til að vinna með Burton og Brando og öllu þessu fólk sem ég dýrk- aði. En ég fékk enga hjálp við þessa mynd. Mér fannst ég ekki standa mig vel — hvað þá að hlutverkið væri gott — en ég sé ekki eftir að hafa leikið í myndinni, þvert á móti, og ég er líka ánægður yfir að hafa leikið í „Magic Christian“, sem mér finnst ennþá ... einhver gagnrýnandi sagði að ég virk- aði jafn þungur og full fata af fiðri. Þetta eru ein beztu um- mæli sem ég hef nokkru sinni lesið. Auk þess var það satt! En vegna þess að ég hef leikið í þessum tveimur myndum, get ég séð muninn núna. f þessari mynd er ég öruggur. Ég hef hlutverk hér sem skiptir máli en í hinum tveimur var það ekki. „Candy“ var of stutt fyr- irtæki til að komast inn í hlut-. verkið; myndin var eerð á 5 döeum. í ..Magic Christian" hafði ég heldur ekki hlutverk. Það var alltaf verið að segja við mig: „Vertu eðlilegur", en í kvikmyndum vill maður ekki vera maður sjálfur. Ég vil vera, eins og í þessari mynd, brjál- 16 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.