Vikan


Vikan - 30.09.1971, Síða 21

Vikan - 30.09.1971, Síða 21
— Og við vissum þá ekkert hvað framtíðin bar í skauti sér. Það leið ekki einu sinni vika ... — Einmitt, sagði Rosemary. — Það liðu aðeins fáeinir dagar þangað til þér ... — Þangað til ég varð blindur. Já. Það var á miðvikudaginn eða fimmtudaginn. Á miðviku- daginn minnir mig — og næsta sunnudag varð ég blindur. Heyrðu annars — hann hló — Guy hefur þó ekki sett eitthvað út í glasið hjá mér? — Nei, það gerði hann ekki, sagði Rosemary. Rödd hennar titraði. — Hinsvegar er hann með nokkuð, sem þér eigið. — Hvað þá? — Vitið þér það ekki? — Nei, sagði hann. — Týnduð þér ekki einhverju þennan dag? — Nei. Ekki svo ég muni. — Eruð þér viss um það? — Þér eigið þó ekki við háls- bindið mitt? — Jú, sagði hún. — Jú, við skiptum á bindum. Vill hann fá sitt aftur? Honum er það velkomið; nú skiptir ekki máli fyrir mig hvort ég hef bindi eður ei. engu líkara en þér hélduð hann hafa stolið því. — Ég verð þá víst að kveðja' yður, sagði Rosemary. — Mig langaði bara að vita hvort yð- ur hefði ekki skánað eitthvað. — Nei, ég er við það sama. En það var fallegt af yður að hringja. Hún lagði á. Klukkan var níu mínútur yfir fjögur. Hún fór í kjól og ilskó, setti á sig belti. Hún tók varasjóð- inn, sem Guy hafði falið undir nærfötunum sínum og stakk honum í veski sitt, stakk einnig á sig vasabók sinni og vítamín- hylkjunum. Hún fann til verkj- ar, í annað sinn þann daginn. Hún tók töskuna, sem hún hafði sett við svefnherbergisdyrnar og gekk út úr íbúðinni. Á miðri leið til lyftunnar sneri hún við og hljóp til baka. Hún fór niður i eldhúslyft- unni ásamt tveimur sendisvein- um. Á Fimmtugustu og sjöttu götu náði hún í leigubíl. — Hann verður að fara klukkan fimm, sagði hún, — og frú Byron er á undan. Hún leit til konu, sem sat þar og las og brosti síðan aftur til Rose- mary. — En ég er viss um að hann getur tekið á móti yður engu að síður. Fáið yður sæti. Ég skal segja honum að þér séuð hér þegar hann losnar. — Þakk fyrir, sagði Rose- mary. Hún lagði töskuna frá sér hjá næsta stól og settist. Hvítlakk- að veskið var rakt í höndum hennar. Hún opnaði það, tók fram vasaklút og þurkaði á sér lófana, síðan efrivör og þunn- vanga. Út úr herbergi Sapir- steins læknis kom kona á fimmta eða sjötta mánuði, sem Rosemary hafði séð áður. Þær kinkuðu kolli hvor til annarrar. Ungfrú Lark gekk inn. — Þér eigið von á því hvern næsta daginn, er ekki svo? sagði konan. — Á þriðjudaginn, sagði Rosemary. — Til hamingju, sagði konan. — Það er vel til fundið að ljúka því af fyrir júlí og ágúst. Ungfrú Lark kom fram aftur. — Frú Byron, sagði hún og síð- an við Rosemary: — Hann tekur svo á móti yður. Frú Byron gekk inn til Sapir- steins og lokaði á eftir sér. Kon- an samdi við ungfrú Lark um næsta heimsóknartíma og fór síðan. Hún kastaði kveðju á Rosemary og óskaði henni aft- ur til hamingju. Ungfrú Lark settist við skriftir. Rosemary tók upp ein- tak af Time, sem lá á borðinu við olnboga hennar. Hún leit á efnisskrána og fletti síðan aftur á leikhússíðuna. Þar var grein um Barbru Streisand. Hún reyndi að lesa greinina. — Þér lyktið vel, sagði ung- frú Lark og þefaði í áttina til Rosemary. — Hvaða tegund er það? — Það heitir Detchema, sagði Rosemary. — Það er miklu, miklu betra en það sem þér notið venjulega. Fyrirgefið að ég segi það. — Þetta er kölnarvatn, sagði Rosemary. — Hitt var verndar- gripur, sem ég er búin að henda. — Ágætt, sagði ungfrú Lark. — Ég vona að læknirinn fari að dæmi yðar. Rosemary þagði forviða eitt andartak. — Sapirstein læknir? Ungfrú Lark sagði: — Já, hann hefur greinilega eins verndargrip og þér voruð með. En hann er auðvitað ekki hjá- trúarfullur. Eða það held ég ekki hann sé. En hvað sem því líður, þá lyktar hann svona stundum, og þá get ég ekki ver- ið nálægt honum. Það er mikið sterkari lykt en var af yður. Hafið þér aldrei tekið eftir þvi? — Nei, hann vill ekki fá það aftur, sagði Rosemary. — Ég áttaði mig bara ekki á hvernig lá í þessu. Ég hélt að hann hefði fengið það lánað. — Nei, við skiptum. Það var Ungfrú Lark, hjúkrunarkona sú er tók á móti hjá Sapirstein lækni, leit sem snöggvast á töskuna og sagði brosandi: — Er það byrjað? — Nei, svaraði Rosemary. — En ég þarf að tala við lækninn. Það er mjög mikilvægt. Ungfrú Lark leit á úr sitt. 39. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.