Vikan


Vikan - 30.09.1971, Síða 41

Vikan - 30.09.1971, Síða 41
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 me8 stiglausri stillingu og 2 hraðsuSuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LfTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ OÐINSTORG - SlMI iœ22 — Við vorum með 150 manns í vinnu þar, og mánað- arlega fengum við áfengisreikn- ing upp á £90 (20 þús. ísl.)! Þetta er náttúrlega brjálæði. Við erum engir kaupsýslumenn. Við vorum einfaldlega að spila og allt í einu voru 1000 manns í kringum okkur sem við þurft- um ekkert á að halda. En öllum fannst það ægilega gaman að gera ekki neitt og fá kaup fyr- ir það. Við vorum meira að segja með strák þarna til að spá í spil! Þetta var brjálæði og allt í einu gerðum við okkur grein fyrir brjálæðinu. Við sá- um að þetta var ekkert vit, ekkert var gert, tugir starfs- manna sem við höfðum ekkert að gera við og ekkert gert! Þá byrjuðum við að fækka og fækkuðum þar til eitthvað fór að gerast og nú er Apple al- vörufyrirtæki. — Það er sem sagt ekki á döfinni aö leggja Apple niður? — Nei. Það sem er verið að gera núna er að koma fyrir- tækinu almennilega af stað. Þetta er eins og að lima rósa- runna. Ef maður er með stóran rósarunna fær maður margar litlar og ræfilslegar rósir, en þegar búið er að lima hann fær maður kannski 10 stórkostlegar rósir. Það er akkúrat þetta sem er að ske hjá okkur í Apple. — En hvað á að gera við þetta fyrirtœki? Þið hafið ekki bókað nýja listamenn í óratíma. — Vandamálið með Apple er að Við erum allir svo persónu- lega flæktir í málið, að við getum ekki bókað neinn og gert neina samninga án þess að koma persónulega þar nærri. George var til dæmis í nánu sambandi við Jaokie, Doris, Billy og einhverjá fleiri, svo hann varð að pródúséra þau. Ég hef komist í samband við ... Ja, sá eini sem ég hef komizt í svona samband við er John Taverner og ég hef verið að kynnast honum og leggja lín- urnar í því sem hann vill gera. (Apple sendi nýverið á mark- aðinn plötu með Taverner, ,,Whales“). Sjáðu til, við höf- um hreinlega engann sem getur séð um að útvega okkur fólk. Tony King losnar fljótlega frá því fyrirtæki sem hann er hjá núna og þá fær hann frjálsar hendur með að ráða fólk sem hann heldur að yrði gott fyrir okkur að fá. Við verðum að fara að koma ábyrgðinni yfir á aðra. í augnablikinu er Apple alls eldci þannig og það er ástæðan fyrir „limuninni" sem ég var að tala um. Þá kemur að því að við getum sagt: „Allt í lagi, þú átt að gera þetta, ef þú ert ánægður með þessa lista- menn, þá getur þú ráðið þá.“ Ef hann gerir of mörg mistök, þá rekum við hann, en við verð- um að láta hann vinna sam- kvæmt eigin höfði og veita honum frelsi. Sem stendur fr enginn í Apple frjáls. Við ráð- um öllu þar, algjörlega. Framháld í nœsta blaði. FRELIMO Framhald af bls. 9. FRELIMO hefur lagt mjög mikla áherzlu á alls konar upp- byggingu, og má sem dæmi nefna að síðan 1966 hefur hreyfingunni tekizt að koma 20.000 börnum í skóla í Mozam- bique sjálfu og í Dar es Sal- aam, höfuðborg Tanzaníu, þar sem Mozambique-stofnunin (Institute) er, leggja margÍT burtfarnir stund á háskólanám. f suðurhluta Tanzaníu eru flóttamannabúðir fyrir Mozam- bique-búa og þar eru skólar — studdir af stjórninni í Dar es Salaam. Mondlane sagði: „ . . . Við höfum alltaf lagt mikla áherzlu á menntun, vegna þess að í fyrsta lagi er hún nauðsynleg fyrir þróun baráttu okkar, þar sem þátt- taka og áhugi fólksins eykst við betri menntun og í öðru lagi þarf frjálst og fullvalda framtíðar-Mozambique á menntuðu fólki að halda til að taka við forystu.“ Mozambique-stofnunin var stofnuð árið 1963, til að sjá um menntunarþörf þeirra barna og fullorðinna sem þegar höfðu flúið heimalandið. Um sama leyti var gengið frá því víða um heim að ákveðinn fjöldi stúdenta frá Mozambique fékk 39. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.