Vikan


Vikan - 30.09.1971, Qupperneq 44

Vikan - 30.09.1971, Qupperneq 44
FYRSTIR með STÆRRA rými FRYSTIKISTURNAR eru til í stær8unum 270— 400 og 500 lítra. Norskar frystikistur tvímælalaust einar vönduðustu frystikisturnar, sem nú eru á markaðinum. Ljós í loki, á hjólum. Vandlega ryðvarðar, frysta í -r-32°—35°C. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10, sími 16995. loðna síbirska tígrisdýr er ákaflega sjaldgæft sýnishorn í dýragörðum, og það er hvíta tígrisdýrið líka, og blágráa tígrisdýrið, sem þekkt er sums staðar í Kína. En hið svonefnda „hjúpaða“ tígrisdýr — sem er undarlega dröfnótt dýr, sem lengi var talið vera aðeins til í munnmælasögum — er ef til vill hið sjaldgæfasta þeirra allra. Þetta sýnishorn var feng- ið nálægt landamærum Kína og Indlands fyrir nokkrum árum og gefið Glen Park dýragarðin- um. Það er ef til vill eina sýn- ishornið, sem til er í dýragörð- um, og prinsinn okkar mun greiða það háu verði.“ „Ég mun þurfa nokkurn út- búnað.“ Englendingurinn kinkaði kolli. „Við höfum lítinn, lokað- an vörubíl og Jeanie getur ver- ið bílstjóri yðar. Verkefnið er að ná tigrisdýrinu út úr búri sínu og koma því á vörubílinn, og síðan að komast með vöru- bílinn burt frá dýragarðinum.“ Nick kveikti í vindlingi. „Er haldinn vörður í dýragarðin- um?“ Cormick kinkaði kolli. „Þeir hafa hóp varðmanna, aðallega til að hafa stjórn á unglingun- um. Mér skilst, að þeir hafi átt í nokkrum erfiðleikum í fyrra, vegna þess að dýrin urðu fyrir áreitni." „Það er verið að vernda dýr- in fyrir mannfólkinu.“ Nick hló í fyrsta sinn og fór að slappa af. Gamla tilfinningin um vel- gengni var að byrja að gera vart við sig hjá honum. Honum lík- aði aldrei, ef verkefnin virtust vera of auðveld. Svo var eins og honum flygi eitthvað í hug, og hann sagði: „Það er bezt, að ég taki Jeanie með mér í fyrra- málið. Maður, sem væri ein- samall í dýragarðinum, gæti þótt tortryggilegur." Cormick hikaði aðeins eitt augnablik, áður en hann gaf samþykki sitt til að kynna pieð því að veifa hendinni. „Ef þér viljið. Það gæti verið góð hug- mynd, úr því að hún verður með yður á mánudaginn." „Hvar verðið þið tveir?“ spurði Nick. „Hér í hjólhýsinu, og bíðum eftir yður. Við höfum flugvél, sem á að bíða og fljúga með dýrið til Kanada og svo áfram til Miðausturlanda.“ „Ykkur mun reynast erfitt að koma dýrinu úr landi,“ sagði Nick. „Hvernig hafið þið hugs- að ykkur að gera það?“ Cormick brosti aðeins. „Spyr ég yður, hvernig þér ætlið að stela dýrinu til dæmis?“ Nick tók upp annan vindling. „Ég er feginn, að þér gerið það ekki. Eins og er hef ég enga hugmynd um, hvernig ég mun fara að því.“ Á laugardagsmorguninn var hvasst, og þá liðu há, hvít ský hratt fyrir sólina á óreglulegan hátt. Nick hjálpaði Jeanie út úr bílnum hennar og leiddi hana kringum poll, sem mynd- azt hafði í rigningarskúr snemma um morguninn. Þetta var dagur til að heimsækja dýragarðinn, og jafnvel svona snemma var bílastæðið orðið næstum fullt. Nick stakk tveim 25-centa peningum í rifu í hliðinu, og þau gengu inn. „Ég man eftir þeim tíma, þegar skoða mátti dýragarða í borgum án þess að borga fyrir það,“ sagði hann. „Það er enn þannig, í smærri borgum .Hérna verða þeir að borga fyrir varðmenn." Hún benti í áttina til manns í ein- kennisbúningi, sem stóð nálægt ísbjörnunum. Hann var með skammbyssu sér við hlið, og hann bar hið ferningslagaða silf urmerki öryggisþj ónustu staðarins. „Þurfa þeir að vera með þess- ar byssur?“ Jeanie yppti öxlum. „Þær eru sennilega ekki hlaðnar.“ „Við skulum gera ráð fyrir, að þær séu það. Hvar er þetta „hjúpaða“ tígrisdýr?" „Það er í þessari átt. Við skulum staldra við í apahúsinu fyrst, ef vörðurinn skyldi gefa okkur gætur.“ Hún var gáfuð stúlka, og hæfileikar hennar sáust jafnvel á hinu ljósa hári hennar, löng- um fótleggjum og öllu vaxtar- laginu. Honum féll vel að vera með henni, jafnvel í dýragarð- inum. Jafnvel í apahúsunum. Eftir nokkra stund röltu þau í áttina til hinna stóru dýra af kattaættinni, og á meðan tók Nick vandlega eftir starfsað- ferðum dýragarðsins — bíl- hlass af óhreinindum kom gegnum þjónustuhliðið á girð- ingunni, gæzlumaður var að gefa dýrum að drekka nálægt þeim stað, sem selirnir voru, og roskinn verzlunarmaður var að blása upp blöðrur með Iofti úr loftgeymi. Eitthvað niðri við aðalhliðið vakti athygli Nicks, og hann spurði: „Til hvers er þessi brynvarða bifreið?" Hún leit um öxl. „Til þess að ná í veiði gærdagsins af 25- centa peningum.“ „25-centa peningar eru fé- meti.“ „Gleymið þér því. Um góða helgi mega þeir hrósa happi, ef þeir fá tvö eða þrjú þúsund dollara. Við erum að leita eftir stórri veiði.“ Hann staðnæmdist fyrir framan búrið, sem þau voru að leita að. „Það er stórt, gott og vel.“ ,.Hiúpaða“ tígrisdýrið var fyrirferðarmikið, ögrandi dýr með dröfnóttan feld, sem var ólíkur öllu, sem Nick hafði nokkurn tíma séð. Dýrið óð fram og aftur í búri sínu með löngum skrefum, sem virtust gefa mikilleik þess til kynna, jafnvel umfram liónið og hið venjulega tigrisdýr í næstu búrum. Það var skepna, sem ekki var gott að mæta um dimma nótt nálægt landamær- um Kína og Indlands: það var jafnvel skepna, sem ekki var gott að mæta síðdegis á sólrík- um laugardegi í dýragarðinum. „Mér geðjast ékki að því,“ sagði Jeanie skjálfandi. „Það lítur út eins og það gæti stokkið út í gegnum þessar slár.“ „Ef til vill gæti það það. Mitt verkefni er að ná því í gegn, einhvern veginn.“ „Cormick er brjálaður! Hve- nær hefur heyrzt um, að tígris- dýri væri stolið úr dýragarði?“ Nick brosti. „Ég hef stolið furðulegri hlutum — einu sinni stal ég tíu tonnum af sjálfsöl- um.“ En augu hans voru önnum kafin. Á milli búranna voru alls staðar op, en bæði opin á búri „hjúpaða“ tígrisdýrsins voru með gildum járnslám. Dyr voru á bakhlið búrsins, þar sem komast mátti inn í greni dýrs- ins, og eina útgönguopið auk þeirra var lítið hlið á framhlið búrsins, sem var notað við fóðr_ un og hreinsun. Hann athugaði keðjuna á hliðinu, en hún var læst með hengilás, og ályktaði, að hún mundi ekki reynast erf- ið viðfangs. „Hafið þér séð nóg, Nick?“ spurði hún hann að lokum. „Ég held það.“ Þau gengu í hægðum sínum fram hjá úlföldunum og stóðu síðan stundarkorn og virtu fyr- ir sér gamlan, stríðhærðan vís- und, sem virtist næstum gera sér grein fyrir, að hann var einn af hinum síðustu. Dýrið gerði Nick leiðan, og hann var feginn að komast aftur til bíls- ins. Cormick var að skenkja í glös þegar þau komu aftur til hjól- hýsisins. Hann brosti og rétti Nick glas. „Ég hélt, að þér hefðuð kannski tígrisdýrið með yður.“ „Ég hélt, að þið vilduð fá það á mánudaginn.“ Harry Smith fékk sér sæti í stól. „Það er rétt — á mánu- dagsmorgun klukkan kortér fyrir tíu.“ „Af hverju er tíminn ákveð- inn svona nákvæmlegá?“ Englendingurinn dreypti á glasi sínu. „Við höfum gert ráð. stafanir til að hafa flugvélina tilbúna þá. Getið þér náð dýr- inu þá?“ 44 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.