Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 6
í annarri grein um Benjamín Franklin segir m.a. frá því er hann stofnaSi blaSiS „Pennsylvania Gazette". ÞaS hlaut mikla útbreiSslu á örskömmum tíma. Hann var sjálfur ritstjóri og skrifaSi mest í blaSiS. Hann lét gamminn geysa og fór tíSum á kostum; fjölmargar greinar hans og ritgerSir leiftruSu af snilldarlegri kímni... Hálfu ári eftir að Benjamín Franklin strauk að heiman birtist hann dag nokkurn í Boston öllum að óvörum. Hann stóð skyndilega á miðju gólfi í prentsmiðju James bróður síns, upplitsdjarfur eins og sig- urvegari og betur klæddur en hann hafði verið á meðan hann vann þar. Hann var í spánnýj- um fötum, átti forláta úr og hafði fimm sterlingspund í silfri í vasanum. James heils aði honum ekki, leit aðeins upp og starði um stund á hann, en hélt síðan áfram að vinna. Starfsmennirnir í prentsmiðj- unni urðu að vonum forvitnir og spurðu Benjamín spjörun- um úr: hvar hann hefði alið manninn og hvað hefði á daga hans drifið. Hann leysti úr spurningum þeirra og var býsna drjúgur með sig, fegraði til muna Fíladelfíu og lífið þar. Hann sagði, að sér dytti ekki annað í hug en að fara þangað aftur. Einn starfsmannanna spurði, hvaða peningar væru notaðir í Fíladelfíu. Þá brosti Benjamín Franklin, fór ofan í vasa sinn, tók handfylli sína af silfurpeningum og sýndi þeim. Þetta var næsta fágæt sjón í Boston, því að þar voru ein- göngu notaðir pappírspeningar. Hann lét heldur ekki undir höf- uð leggjast að sýna þeim úrið góða, og að lokum gaf hann þeim fáeina skildinga til þess að fá sér öl fyrir. Þessi heimsókn bætti gráu ofan á svart í samskiptum bræðranna. James stóð allan tímann við leturborðið, rjóður af reiði og móðgun, á meðan yngsti bróðir hans sló um sig og gumaði af hlutskipti sínu. Nokkru seinna reyndi móðir þeirra að koma því í kring, að þeir sættust heilum sáttum, en James aftók það með öllu. Hann sagði, að Benjamín hefði lítil- lækkað hann í viðurvist starfs- manna hans, og það mundi hann aldrei geta fyrirgefið. Annað skyldfólk Benjamíns Franklins gladdist yfir því að sjá hann og bauð hann hjart- anlega velkominn. Föður hans þótti mikið til þess koma, að hann skyldi hafa eignazt ný föt og úr eftir svo skamman tíma og taldi það bera vitni um iðni og sparsemi. Franklin hafði fengið starf sem prentari strax og hann kom til Fíladelfíu. f borginni voru starfræktar tvær prent- smiðjur, en báðar illa búnar tækjum og eigendur þeirra fá- kunnandi í prentlistinni. Svo einkennilega vildi til, að Benja- mín vann hjá öðrum prent- smiðjueigandanum, en fékk leigt herbergi hjá hinum. Hús- bónda hans líkaði illa, að hann skyldi búa hjá keppinaut sín- um og útvegaði honum því her- bergi hjá Read kaupsýslu- manni. Þar með fékk Franklin tækifæri til að kynnast dóttur hans, ungfrú Deboru Read. Þau felldu hugi saman, og henni leizt við nánari kynni betur á hann en daginn, sem hún sá hann maula brauð úti á götu. Franklin eignaðist marga vini í Fíladelfíu. Hann kynnt- ist meira að segja allnáið Sir William Keith fylkisstjóra. Keith fékk mætur á þessum unga manni; hafði gaman af að spjalla við hann og bauð honum nokkrum sinnum heim til sín. Hann hvatti Franklin til að setjast að í Fíladelfíu og koma á fót eigin prentsmiðju. Hann bauðst t'il að hjálpa hon- um við það; vera honum innan handar á ýmsan hátt; útvega honum til dæmis prentun á op- inberum skjölum og fleira þess háttar. Það væri hagur borgar- innar að eignast góða prent- smiðju, þar sem þær sem fyrir væru, væru báðar ófullkomn- ar og skiluðu lélegri vinnu. Benjamín Franklin kvaðst efast um, að faðir hans fengist til að styðja hann í þessum efn- um. Þá bauðst fylkisstjórinn til að skrifa honum bréf og reyna að leiða honum fyrir sjónir, hve álitlegt þetta væri. Það hlyti að sannfæra gamla mann- inn. Erindi Benjamíns heim til Boston var því einmitt þetta: Að afhenda föður sínum bréf- ið frá fylkisstjóranum. Ung- lingurinn átján ára hafði sem sagt ærna ástæðu til að hreykja sér ofurlítið í augum síns heimafólks, eins og hann hafði gert, er hann heimsótti prent- smiðju bróður síns. Jósía Franklin furðaði sig á bréfi fylkisstjórans. Hann minntist ekki á það við son sinn í nokkra daga; vildi hugsa málið rækilega eins og hans var vandi. Hann ráðgaðist við frænda sinn, Holmes skipstjóra, sem þekkti Keith vel og hafði orðið þess valdandi, að Benja- mín komst í kynni við svo hátt- settan mann. Holmes mælti eindregið með þessari ráðagerð og sá ekkert því til fyrirstöðu, að Benjamín setti á stofn eigin prentsmiðju. En Jósía leizt ekki á þetta. Honum sýndist það bera vott um litla gætni að hvetja dreng, sem vantaði enn þrjú ár á lögaldur, til slíkra stórræða. Hann lýsti þegar þeirri skoðun sinni, að hann teldi þetta óheppilegt og áhættusamt. Smátt og smátt varð hann enn sannfærðari, taldi þetta algert glapræði og lagði blátt bann við því. End- irinn varð sá, að hann skrifaði sir William Keith fylkisstjóra vinsamlegt bréf, þar sem hann þakkaði velvilja hans í garð sonar síns, en kvaðst ekki áræða að styðja hann til að stofna prentsmiðju að svo stöddu, sakir æsku hans. Benjamín Franklin hélt öðru sinni frá Boston, en í þetta skipti með fullu samþykki for- eldra sinna. Þótt bréf fylkis- stjórans hefði ekki borið tilætl- aðan árangur, var hann sæmi- lega ánægður með ferðina. Faðir hans hafði heitið því að styðja hann eftir þrjú ár, þeg- ar hann hefði náð lögaldri. Hann hvatti son sinn til að vinna kappsamlega næstu þrjú árin og safna eins miklu fé og hann gæti til þess að auðvelda stofnun prentsmiðjunnar. Fylkisstjórinn vildi ekki una þessum málalokum. „Fyrst fað- ir þinn vill ekki stofna prent- smiðjuna,“ sagði hann, „þá skal ég gera það sjálfur. Láttu mig fá skrá um alla nauðsynlega hluti til prentsmiðjunnar, sem þarf á fá í Englandi, og ég skal senda eftir þeim, en þú borgar mér, þegar þú getur. ííg er staðráðinn í að fá hingað góðan prentara og ég er viss um, að þér farnast vel.“ Franklin stóðst ekki þetta göfugmannlega tilboð og þótti fylkisstjórinn vera bezti mað- ur, sem hann hefði nokkru sinni kynnzt. Litlu síðar ákváðu þeir, að Franklin skyldi fara til Englands með næsta skipi og kaupa vélarnar. Fylkisstjór- 6 VIKAN 3.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.