Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 10
Einmitt í þessu hringdi sím-
inn aftur. Hún smeygði sér úr
örmum hans og rétti úr bakinu.
Hann var nú ekki lengur hjálp-
arvana barn, heldur stórhættu-
legur maður. Heidi var aftur
gripin óttanum, sem hún hafði
fundið fyrir áður.
— Ég er viss um að nú er
það frú Hannah sem er að
hringja, sagði hún lágt og lét
hann skilja að hún væri kvíð-
in og taugaóstyrk. — Hvað á
ég að segja henni. Þú verður að
hjálpa mér, Kollok.
Hún var staðin upp og spennti
greipar vandræðalega. Hún leit
biðjandi á hann.
— Vertu bara róleg, sagði
hann ákveðinn. — Það er engin
ástæða til að hræðast. Segðu
henni að veðrið sé vont og að
börnin hafi verið inni allan dag-
inn. Segðu henni að síminn hafi
verið í ólagi og að börnunum
líði vel.. .að þau séu í fasta
svefni.
— En ef hún skyldi nú
spyrja mig um eitthvað annað?
Ó, Kollok, er ekki bezt að þú
talir við hana?
— Vertu ekki svona heimsk,
hvæsti hann illilega. — Þú mátt
ekki eyðileggja allt með svona
bjánaskap. Svona, vertu nú ró-
leg, Heidi! Við erum einmitt að
ná takmarkinu.
Hann lyfti heyrnartólinu og
rétti henni það.
— Halló! sagði hún, rólegri,
vegna þess að hann hafði sagt
„við“. Ef hann hélt f raun og
veru að hún væri á sama máli
og hann, gat hún kannski bjarg-
að þeim. Hún var svo óttasleg-
in að hún vissi ekki hvað hún
átti að gera til að bjarga börn-
unum. Hvað átti hún að segja?
— Heidi! Það var rödd frú
Hannah, en mjög óljós og fjar-
læg. Það var eins og hún væri
bæði ergileg og óttaslegin. —
Hvað er að þér, Heidi?
Kollok stóð rétt hjá henni og
hafði ekki af henni augun.
— Gott kvöld, frú Hannah,
sagði bún hæversklega. — Ég
vona að ykkur líði vel í Fen-
eyjum.
Frú Hannah var greinilega
undrandi yfir kuldalegri rödd
stúlkunnar. — Hvernig líður
börnunum?
— Þau eru öll sofandi.
Nú varð stutt þögn. Heidi
sagði ekki neitt.
— Hvað sagðirðu? Ég heyri
ekki til þín ... sambandið er
svo slæmt. Heidi, hvernig líður
börnunum?
— Ég sagði að þau væru sof-
andi.
— Ó ... Heidi, hvað er að?
Þú ert svo stutt í spuna.
— Það er ekkert að, sagði
Heidi kuldalega. Hún fann að
frú Hannah varð ennþá
áhyggjufyllri.
Kollok gaf henni merki um
að hún skyldi slaka á og brosa.
Hann brosti út undir eyru og
tók í bæði munnvik, eins og
hann vildi segja: „Brostu,
brostu!“
Heidi brosti.
— Það er allt í lagi, frú
Hannah, sagði hún og nú talaði
hún í annarri tóntegund,
áhyggjulaus og eðlileg. —
Hvernig er í Feneyjum? Hérna
er rigningarsuddi, leiðindaveð-
ur...
— Heidi, hversvegna kallað-
ir þú mig frú Sanka áðan? Hvað
er að þér?
— Ó ... þá dettur mér nokk-
uð í hug, sagði Heidi. — Frú
Sanka hringdi fyrir skömmu
síðan. Ég held að það sé eitt-
hvað að börnunum hennar. Ég
sagði henni að þú værir utan
lands, að þú værir ekki heima.
— Hvað í ósköpunum ertu að
tala um, Heidi?
— Frú Sanka . . . pólska kon-
an, sagði Heidi áköf.
Kollok pírði augunum. Hann
horfði fast á Heidi.
— Ég vona að þið skemmtið
ykkur vel, frú Hannah, sagði
Heidi hratt og barðist við að
halda röddinni rólegri. — Okk-
ur líður öllum vel. Börnin sakna
ykkar auðvitað, en þau eru þæg
og góð. Við skrifum á moi’gun.
Vertu sæl og þakka þér fyrir að
þú hringdir. Góða nótt...
Og áður en frú Hannah gat
komið upp orði, hafði Heidi lagt
á.
— Hvað fannst þér? spurði
hún Kollok. — Gekk þetta ekki
vel?
— Ég vona það, sagði hann
— Ef svo er ekki, getur það
haft alvarlegar afleiðingar.
Og allt í einu fann hún fyrir
svima, hún var dauðþreytt. Hún
skalf undan augnaráði hans.
Hún hafði gert sitt bezta. Heidi
efaðist ekki eitt andartak að
frú Hannah væri frávita af ótta
vegna hennar og barnanna eftir
símtalið. En hvað gat hún gert?
Frú Hannah gat annaðhvort
eyðilagt allt, eða kannski bjarg-
að þeim. Hún gat komið strax
heim, hringt í einhverja kunn-
10 VIKAN 3.TBL.
ingja, náð sambandi við lög-
regluna.
Síminn hringdi aftur og Heidi
fannst hjarta sitt stöðvast.
Kollok tók ákvörðun, án þess
að hika, eins og hún hafði líka
búizt við að háhn gerði.
> •
— Farðu upp á loft ogv'taktu
simann þar, ég yerð ' hér og
hlusta á samtalið. Svona.'farðu
nú!
Hún sneri sér við til
hálfs og þessvegna
geigaði höggið.
Hann hafði ætlað að
keyra hamarinn í
höfuð hennar, en þess
í stað snerti
hamarinn kinnina og
lenti á öxl hennar...
Heidi var þungbúin, þegar
hún gekk upp sti^gann.
LAUGARDAGUR
Alla nóttina heyrði Heidi
vatnið renna í garðinum.
Hann var að láta renna í
sundlaugina.
Snemma um morguninn fór
hann 'með börnin út í garðinn.
Hann sýndi þeim laugina, sem
var hálffull. Hann sagði þeim
að Heidi væri lasin og að hún
ætlaði að vera í rúminu um
daginn.
Dyrnar á herbergi hennar
voru læstar, hann var með lyk-
ihnn í vasanum.
Veðrið var dásamlegt. Börnin
léku sér í garðinum allan morg-
uninn við sundlaugina.
Gegnum opinn gluggann
heyrði Heidi telnurnar skríkja
af ánægju, en hún heyrði aldrei
i Nicky.
Tvisvar heyrði hún símann
hringia. Einhver hlaut að hafa
svarað, því að hringingin hætti
fljótlega, var það Kollok? En
bað skipti svo sem ekki máli.
það var öll von úti. Það var of
seint.
Einu sinni heyrði hún ein-
hvern rjála við hurðina. Var
það Nicky? Hún umlaði lágt,
en svo heyrði hún ekki meira.
Það gat líka v.erið Kollok, að
hann væri að skemmta sér við
að vekja hjá henni von, nú þeg-
ar hún vissi að öllu var lokið,
bæði hvað hana sjálfa og börn-
in snerti.
Frú Hannah næði því ekki að
komast til barnanna sinna. í
gærkvöldi hafði Heidi reynt að
segia að börnunum liði vel, að
a'lt væri í lagi heima, að hún
mætti ekki hafa áhyggjur, hún
hefði alls ekki ætlað að gera
hana hrædda, þegar hún hringdi
um kvöldið. En meðan hún tal-
aði, var henni ljóst að hún
hafði brotið allar brýr að baki
sér. Hún reyndi eftir megni að
róa frú Hannah, en Kollok hafði
auðvitað skilið að hún hefði
verið að reyna að fara á bak
við hann ...
Hún opnaði munninn til að
öskra, til að gera frú Hannah
viðvart, en þá varð henni ljóst
að Kollok var ekki lengur niðri,
hann stóð fyrir aftan hana.
Hún sneri sér við til hálfs og
þessvegna geigaði höggið. Hann
hafði ætlað að berja hana i
höfuðið með hamrinum, en
hamarinn snerti vanga hennar
og lenti á öxlinni.
Áður en hún missti meðvit-
und, furðaði hún sig á því .hve
vel hann gat líkt eftir rödd
hennar, þegar hann talaði við
frú Hannah.
Þegar Heidi raknaði úr rot-
inu, varð hún eiginlega undr-
andi á þvi að hún skyldi ennþá
vera á lífi. Hún lá i rúminu
sínu.
Hún var lifandi, en hún gat
ekki hreyft sig. Andartak hélt
hún að hún væri lömuð. Hún
gat ekki hreyft legg né lið. Hún
gat varla andað og það var
myrkur í herberginu. Hún var
rök af svita, henni leið illa og
hún var með velgju.
Hún var ekki lömuð, en hún
var kyrfilega bundin og kefluð.
Og hún var á lífi.
Hún var hissa á því að hann
skyldi ekki hafa myrt hana;
hann hafði verið með hamarinn
í hendinni. En þá mundi hún
að frú Hannah hafði verið í
símanum, þegar hann sló hana.
Hann varð fyrst að róa frúna,
áður en hann tók sér. annað
fyrir hendur ...
Hann var því ekki búinn að
hefna sín á henni. En Heidi var
viss um að hann átti það eftir.
Hún lá vakandi alla nóttina
og hlustaði á rennandi vatnið.
Lengi vel söngluðu telpurn-
ar, eins og þær væru að tuldra
galdraþulu.
„Synda eða sökva ... synda
eða sökkva.. . synda eða
sökkva...“
Það tók nítján klukkutíma að
fylla laugina og Nicky kunni
ekki að synda.
Leigubíllinn, sem frú Hannah
sat ein i, fylgdi eftir sjúVra-
bílnum gegnum göturnar, nOVð-
ureftir London.
Vælið í sírenunum var ámát-
legt — hætta — hætta — hætta,
vikið til hliðar fyrir mér ...
Frú Hannah sat, stirð og köld
í bílnum, dofin af ótta. Hún
fann hjartaslög sin. Hraðar —
hraðar — hraðar, sögðu þau. Ef
við ökum hraðar komum við
nógu snemma — snemma —
snemma ... Þetta var seint um
kvöldið. Þau þutu áfram á
hundrað kílómetra hraða.
Leigubíllinn rétt fyrir aftan
sjúkrabilinn. Vælið í sjúkra-
bílnum ruddi þeim braut gegn-
um bílaþvöguna.
Frú Hannah vissi að öll von
var úti. En samt andaði hún
reglulega, djúpt og háttbundið.
Hún vonaði í örvæntingu sinni
að börnin hennar önduðu, ef
, hún gat haldið út...
Fitzjohns Avenue ... Heath
Street... Eins og í draumi sá
frú Hannah að þau óku fram-
hjá tjörninni með vatnaliljun-
um við heimkeyrsluna.
Frú Hannah var hætt að sjá
og heyra, hún var líka hætt að
geta hlustað, hún heyrði aðeins
sinn eigin andardrátt. Það gat
verið að hún héldi lífinu í börn-
unum, ef hún gæfist ekki upp.
Áður en bilstjórinn gat stöðv-;
að bílinn, reif hún bíldyrnar
upp. Sjúkrabíllinn stöðvaðist
svo snöggt að það ískraði i
hemlunum.
Útidyrnar stóðu upp á gátt og
hún gekk inn.
Þögnin i húsinu var ógn-
vekjandi. Hún hafði á tilfinn-
ingunni að hún væri að
drukkna. Það var margra faðma
djúpt vatn í húsinu og hún
synti. Líkami hennar varð æ
þyngri og bráðlega myndi hún
sökkva. Hún gat ekki haldið sér
lengur á floti.. . Húsið var
mannlaust, aðeins yfirþyrmandi
þögn .. .
Þá datt henni sundlaugin i
hug.
Garðurinn var jafn mann-
laus og húsið, þar var lika sama
þögnin. Engin börn, engin dýr,
engir luglar, ekki einu sinni
skordýr, ekkert líf.
Þegar hún kom að laugar-
Framhald á bls. 36.