Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 48
— Hvar hajið þið lært jrönsku, herrar mínir? um leið illa en grímumaðurinn var hinn rólegasti. — Hvenær gerðist þetta? spurði Lila Conway. — Núna í kvöld. — Núna rétt fyrir þáttinn? Mike hafði hrokkið við, þeg- ar grímumaðurinn svaraði. Hann starði á skerminn. Og hann svitnaði sjálfur, þegar hann heyrði næsta svarið: — Ekki fyrir þáttinn. Ég gerði það meðan á þættinum stóð. Fyrir fáeinum mínútum, meðan ég stóð hérna. Mike flýtti sér bak við svið- ið. Hann heyrði að spurningun- um var haldið áfram. — Höfum við séð yður gera þetta? — Nei, vitanlega ekki. — Hefur enginn séð það? — Ekki nokkur manneskja. — Og ekki heldur mann- eskjan, sem er við þetta riðin? — Ég efast um hvort hún hefur séð nokkuð eða heyrt. — Hún? Það var Sally Bur- ack, sem tók fram í. Þetta var kona? Wally Adams stóð upp og bandaði ákaft. Sally, . það er ekki komið að þér ennþá. Gerðu svo vel að... Jake Jenkins var næstur. — Var þetta kona? spurði hann. — Já, það skiptir engu máli, en það var kona. — Nákomin yður. Til dæmis konan yðar? — Já, það var konan mín. Wally Adams var aðfram- kominn. Hann leit á klukkuna og sagði: — Tíminn er útrunn- inn. Ég verð að biðja yður um að taka af yður grímuna og segja okkur hver þér eruð, og hvað þér hafið gert. — Með mestu ánægju, svar- aði hinn og tók af sér grímuna. Það var ekkert einkennilegt við andlitið. Alveg eins alvanalegt og fötin hans. — Ég heiti Har- old Flaxer, sagði hann brosandi, og ég myrti Beehe, konuna mína fyrir fimm mínútum. ÁHORFENDUR ráku upp skelfingaróp. Allir horfðu á manninn og Wally flýtti sér að hljóðnemanum. — Hr. Flaxer hefur tjáð sig fúsan til að gefa sig fram við lögregluna, sem er viðstödd hérna í kvöld og meðganga glæp sinn. Hann átti sjálfur hugmyndina að því að koma hingað, og við höfum haft sam- vinnu við lögregluna ... — Bíðið þér augnablik! sagði Flaxer. — Ég er ekki búinn. Ég er viss um að allir vilja heyra hvers vegna ég drap Beebe, og hvernig. Það er auðvelt að svara hvers vegna — hún hef- ur aldrei verið skemmtileg i sambúðinni. Ég læt það vera fyrst í stað. En svo kom sjón- varpið... og þá fann Beebe sjálfa sig og sat og góndi á það dag og nótt, tómum, stórum augum... Wally virtist ekki líða vel... — Ég vissi líka að hún mundi horfa á sjónvarpið i kvöld. Auð- vitað! Hún hefur séð allar dag- skrárnar yðar, hr. Adams — frá byrjun. Hún var mikill að- dáandi yðar. Hún var vön að fara hingað þangað til ég bann- aði henni það. Og þá varð hún að sætta sig við að horfa á yð- ur heima ... Ég setti tímasprengju undir stólinn hennar áður en ég fór og hún sprakk fyrir tíu mínút- um. En ég veit að hún hefur dáið sæl, því að hún var að horfa á yður ... HAROLD FLAXER hneigði sig og fór út — og beint í hrammana á lögreglumönnun- um. — Nú er ég tilbúinn, sagði hann. Mike strauk hann en fann engin vopn á honum. Og svo small í handjárnunum um úln- iiðina á Flaxer. — Þér höfðuð þá ekki myrt neinn, þegar þér senduð bréfið, sagði Mike önugur. —• En nú hef ég gert það, sagði Flaxer. — Verið viss um það. — Hvar eigið þér heima? — 34. götu, svaraði Flaxer og nefndi húsnúmerið. — Hafið þið gát á honum, sagði Mike og flýtti sér út í síma. — Hefur orðið sprenging í ykkar umdæmi... 34. götu? — Stór sprenging í stóru íbúðarhúsi. Við höfum ekki komizt þar inn ennþá, en eng- inn mun hafa slasazt. — Jú, ein kona, og hún er látin, sagði Mike. Og svo flýtti hann sér í 34. götu. Wally Adams kom hlaupandi á eftir honum. — Æ, bíðið þér eftir mér. Lofið þér mér að koma með yður. — Jæja. Þér eigið rétt á að sjá morðstaðinn. Fimm konur á aldrinum fjórtán til sextíu ára sátu fyrir þeim, þegar þeir komu út úr dyrunum. Og lítil, dökkhærð kona, á að gizka þrítug, rak rithandakverið sitt framan í Wally. Hann yppti öxlum og tók upp kúlupennann. — Ég hef alltaf dáðst að yð- ur, hr. Adams, sagði hún með- an hann var að skrifa nafnið sitt. — Viljið þér ekki skrifa eitthvað persónulegt. Til dæm- is: „Til Beebe frá Wally, með beztu kveðju!“ — Til... hvað? spurði Mike og þreif í handlegginn á henni. — Hvað heitið þér meira en Beebe? Hún varð hrædd. — Flaxer! Beebe Flaxer! Wally leit á Mike og Mike leit á Wally. — Hve lengi hafið þér verið hérna? spurði Mike. — Síðan sýningin hófst. Ég komst ekki inn. Maðurinn minn er ekki heima í kvöld, svo ég reyndi að komast hingað, en allt var uppselt... Wally Adams fór að hlæja. Hann vildi ekki hlæja en gat ekki stillt sig um það samt. — Mér finnst þetta ekki hlægilegt, sagði Beebe gröm. — Ég hef svo gaman af þættinum yðar — „Hver er maðurinn?“ —• Frú, sagði Wally og tók í öxlina á henni. — Yður skjátl- ast. Þátturinn minn heitir ekki „Hver er maðurinn?" heldur „Þetta er líjið!“ ☆ HVERNIG ER FRANSKA KONAN Framhald aj bls. 27. hjónasængina. Meirihlutinn glatar ekki meydómnum fyrr en tuttugu til tuttugu og tveggja ára, en í Þýzkalandi og á Norðurlöndum munu jóm- frúr yfir tvítugt Iöngu orðnar úrelt fágæti.) í sex ár hef ég verið í vin- fengi við verkfræðing nokk- urn. Hefði hann kvænst mér, væri ég löngu orðin góð hús- freyja og móðir. En fjölskylda hans er af yfirstétt og andvíg mér, þar eð ég er ekki af aðli. Og þar sem ég er auðvitað ekki lengur hrein mey, líta þau á mig sem hóru. (Nærri níu af hverjum tíu frönskum konum giftast manni af sömu stétt og standi.) En lífshamingjan í mínum augum — hún er það að lifa með þeim manni, sem ég elska“. (Nítján af hverjum tuttugu frönskum konum kváðu vera þeirrar meiníng- ar.) Franskar konur elska helzt með eiginmönnum sínum og elskhugum að kvöldlagi (rúm- lega átta af hverjum tíu) og þá frekast um helgar og í frí- um. Nærri fjórar af hverjum tíu örva manninn á undan, meðan og eftir með ljúfyrðum. Enn fleiri vilja gjarnan verða þess aðnjótandi af hálfu karl- mannanna. Frakkar hafa löngum haft það orð á sér að vera ástfólk með meira móti, og nýjustu rann- sóknir taka undir það að ýmsu leyti. Þannig er hin nafnkunna og margumrædda togstreita milli kynjanna með minnsta móti í Frakklandi. Kunnur franskur félagsfræðingur, Eve- lyn Sullerot, segir: „í Frakk- landi elska konur eiginmenn sína í raun og sannleika. Þar beindist kvenréttindabaráttan því aldrei GEGN karlmönnun- um. Franskar konur taka ekki þátt í mótmælaaðgerðum með öðrum konum; miklu frekar skemmta þær sér með karl- mönnunum". Þrátt fyrir slaka kynferðis- fræðslu er franska konan eng- in heimótt í ástamálum. Hún hefur ríkar hvatir og tilfinning- ar, og hún þekkir ekki þessa kjánalegu greiningu í „líkam- legar“ og „andlegar" ástir, sem svo margt Norður-Evrópufólk er með á heilanum. Kynlífið er í hennar augum Iíkamlegt, til- finningalegt og hugrænt — allt þetta í einu og svo samblandað, að enginn þáttur verður frá öðrum greindur. Enginn skyldi samt halda að hún haldi ekki skynseminni vakandi. „Fyrir brúðkaup mitt“, segir nýnefnd frú Sullerot, „spurði móðir mín mig þessarar dæmigerðu frönsku spurningar: Hefurðu hugleitt hvort þú getir þolað mann þinn í f jörutíu ár“? Ekk- ert þolir frönsk eiginkona verr en að geta ekki talað við mann sinn. Og í Frakklandi þykir það léleg ástkona, sem ekki er upp- lögð til skrafs eftir hvíluleik. Frönsku konunni líður ekki vel nema sjálft hið hversdags- legasta andrúmsloft sé meng- að kyntöfrum. Á vinnustað ger- ir hún alltaf sitt bezta til að verka laðandi á karlpeninginn. Hinsvegar myndu aldrei út- koma í Frakklandi bækur um listina „að krækja sér í eigin- mann“. Andstöðuleysið við karl- mennina hefur haft í för með sér að í kvenréttindamálum 48 VIKAN 3.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.