Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 15
gegnum skýin. Það var ennþá
kalt, en engin rigning. Um tiu-
leytið náði ég mér í kol og riss-
blokk og kom mér fyrir á til-
tölulega skjólgóðum stað við
höfnina.
Nú var einhver hreyfing við
einn bátinn. Á þilfarinu á Yabb-
ie var þrekinn maður að færa
til kassa og neðan úr káetunni
kvað við ilskuleg rödd. Hvort
það voru fyrirskipanir eða ó-
venjulega kröftugar bölbænir.
gat ég ekki greint.
Ég byrjaði að draga nokkrar
línur, bátana i bakgrunni og
svo hafði ég hugsað mér að rissa
upp ganila manninn með netin,
sem ég hafði séð þarna daginn
áður. Hann var reyndar ekki
þarna núna, en ég var viss um
að geta teiknað hann eftir
minni.
í Það var kalt að sitja þarna
/yrir framan daunillt skýlið,
ég var orðinn loppinn og hefði
án efa hætt þessari sýslu minni,
ef ekki hefði komið þangað al-
menningsvagn og út úr honum
heill hópur af gömlu fólki. Að
öllum líkindum voru þetta vist-
menn frá einhverju elliheimili
i skernmtiferð. Innan fimm
mínútna var fólkið búið að um-
kringja mig og vildi fá að sjá
hvað ég væri að gera. Ég tók
þessu vel i nokkrar mínútur,
en svo bað ég fólkið hæversk-
'ega um að gefa mér svolítið
meira svigrúm.
Þau virtust ekki skilja mig.
Hversvegna vildi ég fá næði?
Var þetta einkahöfnin mín?
Voru þau nokkuð að trufla mig?
Og svo kom ein gamla konan
tii mín, benti á teikninguna og
spurði hvaða bát ég væri að
teikna.
Það varð dropinn sem fyllti
bikarinn. Ég urraði eitthvað
miður fallegt, stóð upp og
f’eygði blokkinni i sjóinn og
skundaði burt.
Mér fannst ég þyrfti nauð-
synlega að komast burtu frá
þessum leiðindabæ, þó ekki
væri nema í nokkra klukku-
tíma. Ég gæti ekið meðfram
ströndinni . . .
Þegar ég kom að hótelinu sá
ég að einhver hafði ekið á bíl-
inn minn, hliðin var öll dæld-
' uð og ég gat ekki einu sinni
opnað bíldyrnar. Enginn á hó-
telinu gat gefið skýringar um
þetta óhapp, það eina sem hægt
var að gera, var að hringja á
bifreiðaverkstæði.
Ég gleypti í mig hádegisverð-
inn, sem var í engu frábrugðinn
umhverfinu og spurði þjóinn
hvort hann héldi að hægt væri
að fá leigðan bát. Ég gæti
kannski komist aftur í jafnvægi
ef ég kæmist út á sjó.
Hann horfði á mig, eins og
ég væri eitthvert viðundur.
Leigja bát um þetta leyti árs?
En þegar ég lagði að honum,
benti hann mér á mann sem hét
Sam, hann átti bát með utan-
borðvél og hann lá ennþá við
bryggjuna.
Ég rölti aftur niður að höfn-
inni og þar lá báturinn og Sam
var þar líka. Hann vildi fá fimm
dollara á klukkutímann fyrir
bátinn. Það var reyndar ósvíf-
ið verð, en ég nennti ekki að
þrefa við hann. Þegar ég hafði
greitt honum, klifraði hann
niður í bátinn og ræsti vélina,
sem fór í gang eins og skot.
Hann leit sigri hrógandi á mig.
— Já, hún er þess virði, sagði
hann, — hún er í toppstandi!
Ég fór niður í bátinn og hann
í land. Hann varaði mig við
veðrinu.
— Ef hvessir, verðurðu að
koma strax í land. Það er ekki
hyggilegt að hætta á neitt um
þetta leyti. En það skilur hann
vonandi sjálfur, hann er vanur
bátum, það er augljóst.
Síðustu orðin voru greini-
legt háð og ég hirti ekki um að
svara honum. Ég losaði bátinn
og hélt til hafs.
Ég hélt áfram þar til ég sá
San Sebastian í móðu við sjón-
deildarhringinn. Þá stöðvaði ég
vélina og lét bátinn reka.
I fyrstu fannst mér þögnin
dásamleg, en svo varð mér ljóst
að þetta var eiginlega óhugn-
anleg kyrrð. Hér var hafið og
himinninn jafngrátt og ein-
manalegt, alltof einmanalegt.
Ég ákvað því að færa mig nær
landi og ætlaði að ræsa vélina,
en kom henni ekki í eang. Ég
reyndi æ ofan í æ, en án ár-
angurs.
Þetta var ekki þægilegt
ástand, en þó ekki svo hættu-
i.egt. Ég gat alltaf róið í land og
þegar ég var búinn að koma ár-
unum fyrir í keipunum, hag-
ræddi ég mér á þóftunni og hóf
róðurinn. Það var þá, þegar ég
sat og sneri baki í San Sebast-
ian, að ég sá þokuna koma æð-
andi á móti mér utan af hafinu,
með svo ofsalegum hraða að ég
ætlaði ekki að trúa mínum eig-
in augum.
Ég reri af ákafa, lagði meira
á mig en nokkru sinni fyrr. Ég
tók fast í árarnar og leit ýmist
um öxl, í áttina til San Sebast-
ian, eða fram á við og mér
fannst ég ekki mjakast um
spönn. Svo skall þokan yfir mig.
svo þétt að ég sá ekki arm-
lengd framundan og dauða-
þögnin grúfði í kringum mig.
í einhverju æði greip ég í ræsi-
snúruna á vélinni og kippti fast
í. Vélin fór i gang. Ég flýtti
mér að leggja árunum og tók
stefnu á land. Ég hélt áfram í
fimm, kannski tíu minútur, en
þá varð mér ljóst að ég komst
ekki út úr þokunni og þá varð
ég óviss um stefnuna. Það gat
verið að ég væri alls ekki á
leið til lands, að ég færi í hring.
Það var aðeins eitt fyrir mig
að gera. Ég stöðvaði vélina og
hugsaði mér að liggja þarna
þangað til þokunni létti. Það
var óþægilegt, en alls ekki ó-
bærilegt. Ég fann súkkulaðið í
vasa minum og moðaði það í
mig, frekar til að hafa eitthvað
fyrir stafni en að ég væri
svangur.
En þá, skyndilega og óvænt,
skall stormurinn á og regnið
steyptist niður. Áður en ég gat
áttað mig á þessu, kom annar
stormsveipur, báturinn lagðist
á hliðina, fylltist af vatni og ég
féll í sjóinn.
Hve lengi var ég búinn að
liggja þarna og hve lengi gæti
ég haldið í bátskjölinn? Ég
fann að ég var að gefast upp,
það var "hreinasta eldraun að
reyna að halda meðvitund. Það
væri ákaflega auðvelt að sleppa
og láta sig sökkva. Það var auð-
velt að deyja.
En svo greip örvæntingin mig,
skerandi angist, hræðsla við
dauðann og tómleika sem
myndi vara eiliflega. Ég rak
upp öskur.
Hve lengi ég lá þarna, veit ég
ekki, en skyndilega, án fyrir-
vara losaði ég krampakennt
takið og uppgefinn, en ótrúlega
rólegur, sætti ég, sem alltaf
hafði elskað ljós og liti, mig við
að deyja í þessu ískalda og
dimma hafi.
Þegar ég kom til meðvitund-
ar hélt ég að ég héngi ennþá á
bátskilinum. Ég fann fýrir tré
í greipum mínum. En þetta var
þurrt, notalegt tré og svo heyrði
ég rödd: — Hann nær sér. Lát-
um hann hvíla sig svolítið, svo
skulum við klæða hann úr
þessum blautu fötum.
Mér fannst ég þekkja rödd-
ina, en gat ekki munað hvar ég
hafði heyrt hana. Önnur rödd,
eldri og hljómminni, spurði: —
Á ég þá að hætta? Það kom
ekkert svar, en einhver þungi,
sem á mér hafði hvílt, hvarf og
það rann upp fyrir mér að ein-
hver hefði setið ofan á mér og
gert á mér lífgunartilraunir. Nú
gat ég náð andanum sjálfur, en
mig sveið i lungun. Svo fór ég
að finna lykt, lykt af tóverki,
fiski, votri ull og tóbaki. Ég
fann það á veltingnum að ég
var um borð í bát.
Fyrri röddin sagði: — Láttu
hann setjast upp. Annars náum
við honum ekki úr fötunum.
Ég velti mér yfir á aðra hlið-
ina, settist upp með erfiðis-
munum, en fann þá að mér leið
illa. Röddin sagði: — Komdu
með fötuna, það er heilmikill
sjór í honum ennþá, Jacky.
Þegar ég var búinn að kasta
upp, gat ég séð umhverfið. Það
var bátsklefi, svo lítill að hann
var troðfullur, þótt aðeins væru
þar fjórar manneskjur, eða
réttara sagt, tveir fullorðnir
menn og tveir drengir.
— Farðu úr fötunum, sagði
röddin, sem hafði komið mér
kunnuglega fyrir. Ég leit við
og kom þá auga á skýr og dökk
augu í mögru andliti. Svart
hár hékk fram á hrukkótt enni
og svartar augnbrúnir mættust
yfir nefró.tinni, nefið var hvasst
og um munninn lék háðsglott.
Mér hlaut að skjátlast, ég
þekkti ekki þennan mann.
Hann leit af mér og sneri sér
að hinum manninum, þreknum
manni, sem gat verið um sex-
tugt. — Hjálpaðu honum.
Mooney.
— Skal gert, skipstjóri, sagði
maðurinn og deplaði til mín
augunum. — Það er bezt þú
gerir eins og hann segir. Þetta
er Querol skipstjóri og hann er
sannkallaður djöfull. Ef þú
hlýðir honum ekki, bá getur
hann átt það til að flevgja þér
fyrir borð.
Það var dálítið furðulegt að
heyra hann tala svona um skip-
stjórann og ég gaut augunum
til Querols, til að sjá hvernig
hann tæki þessu. Hann yppti
aðeins öxlum og glotti ennþá
breiðar.
— Mooney er algerlega
heyrnarlaus, sagði hann. — Það
borgar sig ekki að skamma
hann og hann veit það. En þetta
kom ekki í veg fyrir að hann
öskraði á næsta augnabliki: —
Ætlarðu ekki að sækja hand-
klæði, gamli þorskhaus?
Það var ekki Mooney, heldur
annar drengjanna, sem kom
með handklæðið. Querol tók við
því, án þess að þakka fyrir, og
rétti Mooney það. Síðan sneri
hann sér að drengnum og sagði
hvasst. — Þú átt að vera við
stýrið, Jacky. Hefurðu gleymt
því að þú ert á vakt?
Þarna kom tónninn. Nú
mundi ég . . .
— Yabbie, sagði ég. — er
Framhald á bls. 39.
3.TBL. VIKAN 15