Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 25
tniklu fáséðari á frönskum
heimilum en norður-evrópsk-
um. Tiltölulega sárafáar
franskar fjölskyldur. búa í
eigin íbúð, og innilegasti
óskadraumur átta af hverj-
um tíu franskra kvenna er
einmitt um eigin íbúð.
„Ég er farin að vinna í
aðstoð^rliði lögreglunnar til
að geta keypt mér þvottavél",
segir Simone Cochard, þrjá-
tíu og fjögurra ára gömul
húsmóðir i París. Hún á þrjú
böm á unglingsaldri. „Ge-
orge, maðurinn minn, vinnur
í sementsverksmiðju og hef-
ur tæpar þrjátíu þúsund
krónur í mánaðarlaun. Þar
við bætast um sex þúsund og
sjöhundruð krónur, sem hið
opinbera borgar með börnun-
um. Við búum i lítilli þriggja
herbergja íbúð, sem kostar
aðeins rúmar fimm þúsund
krónur í mánaðarleigu, og
þar að auki höfum við rétt
á leigustyrk frá ríkinu. En
við höfum ekkert afgangs til
að kaupa neitt framyfir það
allra nauðsynlegasta.
í lögreglunni stjórna ég um-
ferð. Á veturna er það kulda-
verk, enda er ég þá oftast
með kvef, og heimilisstörfin
fara í svil. En fyrir þetta fæ
ég yfir seytján þúsund krón-
ur á mánuði. Nú gerum við
okkur vonir um að geta eign-
ast lítið hús úti á landi innan
tíu eða fimmtán ára.
George vildi ekki að ég
færi að vinna úti. Hann seg-
ir alltaf að ég vanræki börn-
in. En ég geri þetta nú fyrst
og Hremst barnanna vegna.
Sonur minn Dominique á að
ganga menntaveginn. Og dæt-
ur minar báðar verða að læra
eitthvað. Það er af sem áður
var, að það þýði fyrir konu
að hugsa um hjónabandið eitt
og trassa alveg að mennta sig
fyrir lífið“.
Sem sagt, franskar konur
virðast í mörgu fylgjast vel
með sínum tíma, eða betur
en fiestar aðrar. Áttatíu og
sex af hundraði þeirra eru
því meðmæltar að konur taki
virkan þátt í stjórnmálum.
Niutíu og þrjár af hundraði
vilja að fóstureyðlngar séu
leyfðar og sextíu og níu af
3. TBL. VIKAN 25