Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 27

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 27
hundraði eru meðmæltar Pill- unni, og þó á þetta að heita kaþólskt land! Yfir sextíu af hundraði þeirra kvenna, sem ekki vinna úti, vilja gjarnan gera það. En ekki er allt sem sýnist. Franskar konur taka til dæm- is sáralitinn þátt í stjórnmál- um. Á þjóðþinginu sitja aðeins átta konur, og þeim fer fækk- andi. 1946 voru þær þrjátíu og sex. Og í kynferðismálum eru þær síður en svo umburðar- lyndar. Yfir sextíu af hundraði eru andvígar því að kynmök séu sýnd í bíó. Litlu færri vilja banna sölu á klámritum. Og þótt þær segist vcra með Pill- unni, þá nota hana aðcins fjór- ar af hverjum hundrað. frönsk- um konum á barneignaaldri. í afstöðunni til heimiiisins og starfa utan þess eru þær ekki heldur sjálfum sér sam- kvæmar. Þær sem vinna úti eru angraðar af samviskubiti yfir því að þær vanræki heim- ilið. En heimafrúnum finnst þær einangraðar frá veröld- inni, orðnar að hornrekum hins nýtízka samfélags. Þær frönsku eru með öðrum orðum sagt ekki eins sáttar við samtímann og í fljótu bragði virðist. Þær eru öðrum þræði hræddar við að glata þessum fræga kven- lega þokka sínum, sem sjar- merað hefur allan heiminn í aldaraðir, en á hinn bóginn finnst þeim eins og þær bregð- ist skyldu sinni ef þær halda áfram að vera „einungis kon- ur“. Ástæðnanna til þessara and- stæðna og kleyfhygli er að Ieita í erfðavenjum rómönsku landanna. Öldum og aftur öld- um saman voru konur þar valdalausar með öllu og sáust varla utan heimilis. Karlmenn- irnir önnuðust öll viðskipti út á við og ákváðu allar siðferð- isreglur. Þeir ákváðu hve mörg börnin urðu. (Níutíu og fimm af hundraði franskra hjóna iðka enn þann dag i dag að staðaldri rofnar samfarir, coitus interruptus, en sú að- ferð til að forðast getnað er senr ljóst má vera frekar á karlmannsins valdi.) Þessi erfðavenja mótaði þá lífshug- sjón franskra kvenna, sem flestar þeirra meta mest enn í dag, hvort sem þær viður- kenna það eður ei: að verða húsfrú og eignast hraust börn, sjóða sjálf sitt marmilaði og klæðast undirfötum angandi af ilmvatni. Eiginmaðurinn á samkvæmt þessari hugsjón að komast sem næst því að vera almáttugur, að minnsta kosti svo að hann geti greitt fram úr öllum vandamálum, sem fyrir kunna að koma. Nú finnst þeim oft að karlmennirnir hafi yfirgefið þær, skilið þær eftir i einskonar siðferðislegu tóma- rúmi. Þetta hefur auðvitað haft í för með sér talsvert ráða- og öryggisleysi. Áður ákváðu erfðavenjurnar hvernig börn- in skyldu alin upp, nú er eng- inn framar viss um hver upp- eldisaðferðin sé rétt. Mæðurn- ar eru orðnar dauðhræddar við að vera of strangar við börnin og niðurstaðan verður taum- laust eftirlæti. Félagsfræðingurinn Jean Mauduit segir: „Franska nú- timakonan leysir ekki vanda- málin. Hún skáskýtur sér fram hjá þeim. En ekki með góðri samvisku. Séu þær spurðar hvernig þær séu til heilsunn- ar, kvartar stífur helmingur yfir „stöðugum taugaóstyrk“. „Ég kæri mig fjandann ekk- ert um neitt jafnrétti við karl- menn“, segir Liliane Gallifet, tuttugu og sex ára gamall kven maður frá Grenoble. „Ég hef búið í París í þrjú ár og hef ágætar tekjur sem þýðandi og fréttamaður. Við foreldra mína gat ég ekki rætt kyn- ferðismál. (Nærri þrjár af hverjum fjórum frönskum kon- um hafa þá sögu að segja.) Ég var orðin átján ára þegar ég vissi allt það nauðsynlegasta um þau mál. (Yfir sjö af hverj- um tíu frönskum konum telja sig meðmæltar kynmökum fyr- ir hjónavígslu, en helmingur- inn fer þó hreinar meyjar í Framhald á bls. 48. ■* 26 VIKAN 3.TBL. 3.TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.