Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 40
fc 4 í k> 4. : L 4. ] L 4 1 L i. b 4 4 • #" 4 « b 6 4 4 L *i l m t 4 4 4) 4- * » . & • • • « • • • • • • • • .fe;: fc' * *' * ■ ■ i « ■* « « 4 4 • 4 • yp í*' • Loftlampar, vegglampar, borðlampar, fallegir skermar Mjög mikið úrval Ennfremur gjafavörur H.C. CUÐJÓNSSON Stigahlíð'45—47 Suðurver, sími 37637 — Hvað heitir kötturinn? spurði ég til að hefja einhverj- ar samræður. — Grissom. Hann leit feimn- islega á mig. — Jacky á hann. Það var alltaf nokkuð, hann sagði þó meira en hann var beinlínis spurður um. Ég fann hjá mér skyndilega löngun til að tala við einhvern og heyra mina eigin raust. Finna að ég væri á lífi. Ég kom aug á úr- klippu úr blaði, sem lá við hlið drengsins . — Hvað ertu að lesa? spurði ég. — Er það eitthvað frétt- næmt? Drengurinn hikaði andartak, en svo tók hann blaðið og rétti mér það. — Ég yrki ljóð, sagði hann feimnislega. — Mooney finnst það kjánalegt og það finnst skipstjóranum líka, svo hann vill ekki láta mig hafa skrif- pappír. Ég leit á blaðið, það var rifið úr þriggja daga gömlu „Sun“. Drengur hafði skrifað á allar spássíur og milli dálka, yfirleitt allsstaðar sem auður blettur var. Ég las vísurnar, sem allar voru um stjörnur á nætur- himni og voru svo frámunalega lélegar að ég vissi ekki hvað ég átti að segja. — Það er annað ljóð á bak- síðunni, sagði drengurinn, en það er nú ekki eins gott. Ég sneri blaðinu og rak þá augun i fyrirsögn með stórum stöfum. Fln tti úr Longridge- fangelsinu! Tveir fangar sleppa! Ég leit lauslega á myndina, sem fylgdi fréttinni og las svo ijóðið. Það var ennþá verra en hitt. Ég lagði blaðið þegjandi frá mér og drengurinn leit eft- irvæntingarfullur á mig: — Þér sem eruð listamaður, hljótið að vera hrifinn af ljóðum. Hvað finnst yður? — Jú-ú, það er töluverð til- finning í þessu. Hvað átti ég að segja. Egjagði blaðið frá mér, en hann tók ekki við því. — Þér megið eiga það, sagði hann, iíklega himinlifandi yfir dauflegu hóli mínu. — Ég kann þetta allt utan að. Hann strauk bak kattarins og og við þögðum um stund, en allt í einu rétti dýrið úr sér og stökk niður á gó’fið. Dyrnar höfðu opnast og hinn drengur- inn kom niður reipstigann. Hann fór úr sjóstakknum og tók af sér prjónahúfuna, og ég varð hálf lamaður af undrun. Sítt, ljóst.hár féll niður á grannar axlir og ég sá að augun voru skærblá, munnurinn hálfopinn og rjóður, hakan ávöl og grann- ur likami í síðbuxum og viðri peysu. Þetta var stúlka! Og stúlkan rak upp skæran en stríðnisleg- an hlátur. — Þú gónir á mig, eins og þú hafir ékki séð mig fyrr, og þó varstu uppi í stýrishúsinu hjá mér rétt áðan. Ég heiti Jacky og ég er dóttir skipstjórans. Ég var of undrandi til að geta svarað. Mér hafði aldrei dottið í hug að Jacky væri nafn á stúlku. En nú, þegar ég virti hana fyrir mér, fannst mér furðulegt að ég hefði getað tek- ið hana fyrir dreng, þótt hún hafi verið í strákafötum. Hún settist við borðið and- snænis mér: — Pabbi sagði að þú værir kominn til San Se- bastian til að mála. Finnst þér fallegt þar? — Nei. en ég á að mála eftir röntun. Ég mála mest manna- myndir. Hún var miklu vin- gjarnlegri við mig nú. þegar faðir hennar var ekki viðstadd- ur, og það hvarflaði að mér að ef til vill hefði faðir hennar verið svona kuldalegur hennar vegna. Mér var ljóst að hann leit ekki beinlínis upp til lista- manna. Það gat verið að hann væri hræddur um dóttur sína fyrir mér og þessvegna beðið mig að hafa hægt um mig. Það var reyndar nokkuð langsótt, en það gat samt verið skýring- inn. En þar sem Jacky var dóttir Querols, var ^örnleiki á að hún myndi geta : t áhrif á hann. Það gat verijft að hún gæti fengið hann til að skjóta mér inn til San SeJjastian. — Ég átti að mála David Farrelly, hélt ég áfram. — Þii þekkir hann kannski. Það va> iglingaklúbburinn hans, sem fékk mér þetta verkefni og þetta er gott tækifæri fyrir mig en mér heyrðist á föður þínum að við myndum ekki koma bangað í tæka tíð. Heldurði ekki að þú gætir fengið hann til að snúa við fyrir mig? Eg fæ góða borgun frá kiúbbnunt og ég get greitt fyrir það . . . Ég veit ekki hvort það var nafn Davids Farrellys eða til- boð mitt um greiðslu. sem gerði það að verkum að hún stirnaði upp og varð kuldaleg á svipinn. — Jú, ég þekki David Farr- e’iy, sagði hún, — og það e; líka sennilegt að þessi fíni klúbbur hans myndi greiða okk- ur úr eigin sjóði. En þú skalt gleyma þessu tilboði strax. Ef pabbi hefir sagt nei, þá er hon- um alvara. Hún sneri þannig að ég sá aðeins vangasvipinn. — Það. er enginn sem veit það betur en ég, sagði hún lágt. Siðustu orðin voru líklegu ekki mér ætluð, en þegar hún sagði þetta kom eitthvert ann- arlegt vfirbragð á grannvaxna líkamann. Ég gat ekki greint hvað það var. Það gat verið einskonar uopgjöf og það gaf líka verið þrjózka. Og þótt hún liti út fyrir að vera sterk og sjálfbjarga, þá hafði ég á til- finningunni að hún væri hjálp- arþurfi. Hversvegna. það vissi ég ekki. en þetta beit sig fast i hugskot mitt, þótt það væri nokkuð) hjákát'egt og þegar hún. nokkru siðar. smevgði sér inn í lokrekkju sína, þá var ég búinn að gleyma því að ég þurfti að komast til San Sebast- ian. Kulið, gráminn og kulda- leg framkoma feðginanna skipti ekki máli lengur. Ég vi’d’ dvelja um borð í þessum bát og reyna að kynnast Jacky. reyna að hjálpa henni, vernda hana . .. Drengurinn var kominn í koju og Mooney hafði lokið 40 VIKAN 3. TBL. i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.