Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 9
VJBf SMASAGA eftir o.h. leslie — Við viljum hafa samvinnu um þetta, sagði Adams. — En þið verðið að ákveða, hvað gera skal. — Þakka yður fyrir, hr. Adams. Nú tek ég þetta bréf og læt rann- sóknastofuna athuga það. Hver veit nema eitthvað hafizt upp úr því? Og undir eins og ég verð einhvers vísari í málinu, skal ég láta yður vita. — Ágætt, sagði Wally Adams og tók í höndina á Mike. — Ég þarf ekki að taka fram, að ég bíð í ofvæni. SVO leið nærri því vika þangað tii Mike Vegas kom aftur. En þá var Wally Adams ekki einn, en mörg fræg andlit hjá honum. — Þér hafið sjálfsagt séð þennan áður, sagði Wally brosandi og studdi hendinni á öxlina á Jake Jenkins. — Fásti gamanleikarinn í þættinum. Jenkins yppti öxlum og bretti upp jakkakragann, eins og hann væri að herma eftir hundeltum glæpamanni. Mike hló. — Og þetta er Bennet Ives, flokksstjórinn. Og Sally Burack og Lila Conway — þær eru í hópnum líka. Mike kinkaði kolli og reyndi að láta eins og sér væri sama um þetta fólk. Það kvaddi hann og fór hlæj- andi. Undir eins og dyrnar lokuðust, skellihló Adams og settist. Sýningin á morgun er tilbúin, sagði hann. — En hvernig gengur þetta? Hvað sagði saksóknari ríkisins? Mike ræskti sig. — Við höfum af- ráðið að gera tilraun, hr. Adams. En okkur langar til að þér skrifið mann- inum og hafið tal af honum fyrst. Undir fjögur augu vitanlega. Hver veit nema hann sé morðingi, þótt ótrúlegt sé. — Ég skil, sagði Adams. — En haldið þér að hann láti narra sig hingað? Mér sýnist á bréfinu að hann sé með fullu viti. — Ég sagði yður það, sagði Mike hálfgramur. — En ég hef ekkert við hann að tala. Ætli hann komi ekki — hann virðist vera svo áfjáður í að komast í sjónvarpið, og hver veit nema hann vilji veita yður viðtal. Og þá verðum við að nota tækifærið og grennslast betur um hann. Wally var auðsjáanlega vonsvik- inn. Hann yppti öxlum og sagði: — Jæja, ef lögreglan telur réttast að hafa það svona, þá gerum við það! — Þökk fyrir, Adams. Við grædd- um lítið á bréfinu. Engin fingraför nema yðar og mín, venjulegt blek og pappír. Sálfræðingur í lögreglunni var í rauninni sá eini, sem gat komið með upplýsingar. Hann telur að Rice sé sálsjúkur og kveljist svo mikið undir sekt sinni, að hann teljið óhjá- kvæmilegt að játa hana. n við er- um engu nær fyrir það. En Rice vill nota þátt yðar til þess að gera mestu opinbera játningu sögunnar. Og hann fær líka marga áhorfendur? — Eitthvað kringum fjörutíu mill- jónir, sagði Willy Adams. — Svo er mér sagt, að minnsta kosti. Mike blístraði. — Maðurinn er vit- laus, það er augljóst mál... Fjörutíu milljónir! FJÓRUM dögum síðar gat Mike sagt yfirmönnum sínum, að Rice hefði ekki gengið í gildruna. Hins vegar hafði hann skrifað Willy Ad- ams nýtt bréf: Kœri hr. Adams: — Svar yðar olli mér miklum vonbrigðum. Auðvitað dettur mér ekki í hug að gefa mig fram nema með þeim skilyrðum, sem ég nefndi í fyrra bréfinu. Þó að mér stafi ekki hœtta af að það vitnist hver ég er, kæri ég mig samt ekki um að lögreglan fari að rannsaka mig. Ég endurtek því, að ég er fús til að játa glœp minn og gefa allar upplýsingar í þœtti yðar — og að- eins þar. Ég vil ekki veita neinum viðtal fyrst, og ég kem ekki fyrr en fáeinum mínútum fyrir sýn- inguna. Ef þér takið ekki tilboði mínu, mun ég varðveita leyndarmál mitt og fara með það í gröfina. En ef þér hafið áhuga á þessu, bið ég yður að tiltaka nákvœmlega hve- nœr þátturinn á að fara fram. Með vinsemd. John Rice. — Hvað segja þeir nú, sem eiga að borga brúsann? spurði Mike, er hann hafði talað við skrifstofu saksóknar- ans. — Ef lögreglan fellst á þetta, þá föllumst við á það, sagði Wally Ad- Framhald á bls. 47. 3.TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.