Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 17

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 17
WINGS, hin nýja hljómsveit McCartney-hjónanna. Frá vinstri eru Paul, Linda, Danny Seiwell og Denny Laine. Þetta er fyrsta myndin sem tekin var af hljómsveitinni. Lengst til vinstri: Bítlarnir á blómaskeiðinu,* þegar þeir gerðu snilldarverkið ,,Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band". Frá vinsfri eru George, Ringo, Paul og John. Til vinstri að ofan: Frá þeim tíma er þeir léku i Starklúbbnum í Hamborg. Frá vinstri eru Pete Best, George, John, Paul og Stuart Sutchcliffe, sem lézt áður en þeir urðu verulega frægir. Að neðan: Frá hljómleikum í Bandaríkjunum þegar Bitlaæðið var í hámarki. Paul McCartney, fyrrverandi Bítill en núverandi fjárbóndi og hljómsveitar- stjóri WINGS, talar um ágreining Bítlanna, plötur sínar, Wings og margt fleira í mjög athyglisverðu viðtali. dískari og sagði Linda ástaeð- una fyrir þessari niðurröðun þá, að þá væri betra að spila plöt- una í partíum; ef fólk vildi dansa þá væri hægt að spila hlið A og ef það vildi sitja í keleríi væri upplagt að spila hlið B. Lögin á „Wild Life“ eru að- eins átta, en þau heita: ,,Mumbo“, „Bip Bop“, „Löve Is Strange" (sem er eftir Ev- erly-bræðurna), „Wild Life“, „Some People Never Know“ (sem sagt er standa jafnfætis Yesterday og Michelle), „I Am Your Sinner“ (í svipuðum dúr), „Tomorrow" og „Dear Friend“. Er þessi plata sögð töluvert betri en bæði „McCartney" og „Ram“, en hvorug þeirra platna hlaut mjög góðar viðtökur með- al gagnrýnenda, enda þótt þær seljist í gífurlegum upplögum. Fer viðtalið við Paul McCartney þá hér á eftir. „Ég vil einfaldlega að við fjórir komum saman til að skrifa undir skjal til staðfest- ingar því að allt sé búið okkar á milli og að peningum okkar sé skipt í fjóra hluta. Engir yrðu þar utan okkar fjögurra, hvorki Linda, Yoko né Allen Klein. Við myndum einfaldlega skrifa undir og koma síðan skjalinu í hendur þeirra manna sem sjá um fram- haldið. Þetta er allt og sumt sem ég vil gera, en John sam- þykkir það ekki. Allir halda mig eiga sökina á ósamkomu- laginu, en svo er ekki. Ég vil bara hætta.“ Danny Seiwell og Denny Laine, nýju meðlimirnir í WINGS, eru greinilega ekki of ánægðir yfir því að Paul skuli sífellt vera að minnast á fortíð sína með Bítlunum og klögu- mál þau, sem þeir standa nú í, og því síður Linda, kona hans, sem sleppir aldrei af honum hendinni í orðsins fyllstu merk- ingu. Það sama má segja um Shelley Turner, einkaritara Mc Cartneys. „Nú talar hann bara um pen- inga. Það eru hans ær og kýr. Hann hættir því aldrei. Danny og Denny mótmæla þessu en það er ekki hægt að stöðva hann,“ segir Turner. „Reynið að fá hann til að tala um Wings. Til þess erum við hér (viðtalið var tekið þegar blaðamönnum var boðið að hlusta á plötuna, eins og áður segir). Hinir geta engan þátt tekið í að tala um Bítlana.“ Biturleiki Pauls gagnvart Allen Klein er greinilegur, en gagnvart hinum Bítlunum virð- ist afstaða hans frekar vera umhyggja en óbeit. Hann hefur áhyggjur af málum þeirra en er orðinn þreyttur á áð vara þá við. Þeir eru lika þreyttir á að vara hann við, svo að nú vill hann hætta. Losna við að vera samningsbundinn Bítill. Hann er ekki bitur þegar hann talar um John Lennon, sem þó hefur látið sér ýmislegt miður fallegt um munn fara, þegar Paul á í hlut. „John og Yoko eru ekki nærri eins snjöll og frumleg og þau halda,“ segir hann. „Ég sá þau í sjónvarpinu nú nýlega og ég heyrði ekki betur en þau væru að tala um það sama og við Linda tölum um. Þau vilja gera nákvæmlega það sama. ímynd hans núna er mjög opin og heiðarleg. Það er allt í lagi með John. Mér fannst „Imagine" góð plata, en hinar plöturnar hans hafa mér ekki þótt eins góðar. „Imagine“ er John eins og hann i rauninni er, en á hinum plöt- unum hefur verið of mikil póli- tík. Annars hlusta ég aðeins á Framháld á nœstu síðu. 3. TBL. VIKAN 1>

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.