Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 41
uppþvottinum. Ég sá spjald og griffil á veggnum, svo ég skrif- aði: — Er Jacky alltaf með i ferðuvi? Mooney las það sem ég skrif- aði og hristi höfuðið. — Áður var hún alltaf með, en ekki síðan hún var fullvaxin. Hann er eins tregur að taka hana nú, eins og hann var glaður yfir því hér áður. Það hlýtur að hafa verið eitthvað sérstakt i þetta sinn, því að nú gafst hún ekki upp fyrr en hann lét sig og lofaði henni að koma með. Ég held að það hafi verið ein- ’1ver ástarsaga. Einhver óþokki, ■æm skipstjórinn vill að hún Heymi. Ja, að vísu veit ég það ekki, en mig grunar það. Ég veit varla það sem skeður hér úm borð. Þegar maður er heyrn- arlaus, þá lendir maður ósjálf- átt í eigin hugarheimi. ég skal 'egja þér . . . Hann þagnaði. — Ég tala víst of mikið, sagði hann svo. — Nei, ég veit ekki hversvegna Tacky er með núna en svo 'iikið er víst að betri sjómaður r varla til um þessar slóðir! Tg nú held ég að hann aetti að ieggja sig. Ég gerði eins og hann sagði. ha’Iaði mér út af í koju skip- :iórans. En það leið drjúg <und, áður en ég gat fest blund. Ég hugleiddi hvernig þessi ná- ungi liti út, sá sem ekki hafði fundið náð fyrir augum (,)ue - ■ls. Og það augnablik var méi eiginlega hlýtt til gamla ís- bjarnarins. Þegar ég vaknaði var kaffi- ilmur í klefanum. Mooney var á fótum og þegar hann sá að ég var vaknaður, rétti hann mér éönnu fulla af kaffi. — Þetta er siður, sagði hann flissandi. — En nú skaltu sjá sirkus, þegar ég fer að ræsa skipstjórann. Hann fvllti aðra könnu og gekk að koju skipstjórans. Hann íallaði sér yfir Querol og öskr- aði í eyra hans: Vaknaðu Hektor, kaffið er til! Querol urraði og þaut á fæt- ur. svo snöggt að Mooney átti ullt í fangi með að koma sér undan og bjarga kaffinu. en begar hann svo rétti könnuna til Querols. tók hann hana og fór strax að sötra sjóðandi heitt kaffið. En svo stökk hann á fætur. — Hvað er að? spurði Moon- ey hræðslulega. — Er eitthvað að kaffinu? — Nei, það er ekkert að kaffinu, en það er eitthvað Bók sem vekur menn til um- hugsunar HILMIR HF. annað hér um borð, sem er ekki í lagi... Querol skellti könnunni á borðið. — Við erum ekki á réttri leið, öskráði hann, þetta er röng steína! Hver andskotinn geng- ur að — Jacky! Hún hefur breytt um stefnu! Hann var kominn upp stig- ann í þrem skrefum og ég greip rifíilinn, sem lá á borðinu. Röng stefna, skrifaði ég á spjaldið og hélt því fyrir fram- an Mooney. Hann las það og það komu kippir i andlitið á honum. — Ó, hamingjan sanna! sagði hann lágt og hræðslulega. Framhald í nœsta blaði. FREMSTI BORGARI FÍLADELFlU Framhald af bls. 7. Readsfólkið bauð Franklin giarnan heim og spurði hann ráða í málefnum fjölskyldunn- ar. Hann varð var við, að De- bora var vansæl. Það lá oftast illa á hénni; hún fór einförum og íorðaðist allt samneyti við annað iólk. Franklin kenndi i brjósti um hana og hafði sam- vizkubit hennar vegna. Hann leit svo á, að óstöðuglyndi sitt í Lundúnum væri undirrótin að óhamingju hennar, þótt móð- ir hennar héldi öðru fram. Ástir tókust með þeim á nýj- ap leik. Og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem stöfuðu af fyrra hjónabandi hennar, giftu þau sig hinn 1. september árið 1730. „Hún reyndist mér trygg og góð kona, og var mér til mik- illar aðstoðar," skrifar hann. „Okkur vegnaði vel, og við reyndum til þess að gera hvort annað hamingjusamt. Þannig bætti ég úr minni miklu yfir- sjón eftir þvi sem auðið var.“ Skömmu eftir giftinguna leyfði Debora manni sínum að taka William inn á heimilið, og hét því að ganga honum í móð- ur stað. Þegar Benjamín Franklin stofnaði heimili sitt, hafði hann nýverið komið á fót eigin prentsmiðju í félagi við annan mann. Þeir keyptu nýjar vélar frá Englandi, svo að prent- • smiðjan var betur búin tækj- um en hinar smiðjurnar tvær, sem fyrir voru. En byrjunar- örðu^leikar voru miklir og ekki skorti hrakspár annarra. í ævisögu sinni minnist Frank- lin á einn óheillaspámann. Hann hét Samuel Mickle, var vel metinn maður í Fíladelfíu, ágætlega gefinn og tal hans þrungið alvörugefni og ábyrgð- artilfinningu. Hann staðnæmd- ist eitt sinn við dyrnar á nýju prentsmiðjunni, rak nefið inn og spurði Franklin hvort hann væri þessi ungi maður, sem ný- lega hefði stofnað hér prent- smiðju. Franklin kvað svo vera. „Mikið þykir mér það leitt yðar vegna,“ sagði hann. „Þetta er dýrt fyrirtæki, og pening- arnir sem ganga til þess eru tapað fé. Fíladelfíu er að fara aftur. Fólkið er að verða að öreigum eða því sem næst.“ Franklin maldaði i móinn og benti bölsýnismanninum á öll nýju húsin, sem verið væri að byggja; stöðugt hækkandi húsa- Framhald á bls. 46. 3. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.