Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 20
Prédikarinn á Lœkjartorgi TALA Andartak nem ég staðar á þröskuldinum og virði fyrir mér herbergið. Það er ljósmál- að og bjart þar inni. Stór gluggi gegnt dyrum og tjöld fyrir úr fölvu hýalíni, sem milda skinið frá lágri, starandi aprílsól á gólfi og veggjum, svo að minn- ir á bjarma hnígandi haustsól- ar. Og mér kemur í hug að það sé einmitt táknrænt fyrir það haust, sem heldur völdum inn- an ljósra herbergisveggja elli- heimilisins að Sólvangi þó að vori úti fyrir og ég hafi séð örla fyrir hlýgrænum litbrigðum í grámóskulegum mosafeldi hraunsins við Hafnarfjarðar- veginn á leiðinni hingað. Gamli maðurinn í rekkjunni næst dyrum snýr sér snarboru- lega til veggjar, þegar hann verður gestakomunnar var; kippir sænginni upp að eyrum svo að ekkert sést af honum nema leirljós hárkraginn í hnakkanum, smáhrokkinn og minnir á lambsbjór. Eitthvað er hann að tuldra þarna undir sæng sitmi, svo lágt að ekki heyrist hvort heldur sé uml eða orð, en gefur þó til kynna að lítt muni honum um heimsókn gefið, þessa stundina. Við vegginn gegnt dyrunum stendur uppbúið rúm og mó- leitt brekán yfir, og úti við gluggann situr lotinn öldung- ur, klæddur kufli úr svörtu silkilíni með flosuðum rósum og ber á höfði kollhúfu úr sama efni. Hann situr þarna við lág- an skáp og fágar glerplötuna ofan á honum án afláts með hvítri dulu, hægum, háttbundn- um og vélrænum hreyfingum, eins og þetta sé honum ósjálf- ráð iðja, en þó viti hann bæði tilgangsleysi hennar og um leið óskiljanlegt mikilvægi þess að hvíta dulan nemi ekki staðar brot úr andrá á skyggðum gler- fletinum. Sólargeislarnir leika um gráan skegghýjunginn á höku hans og vöngum; marka hrukkótt, hvelft ennið, bjúgt nefið og innfallnar öldungsvar- irnar hvikum andstæðum ljóss og skugga. En það verður ekki á neinu séð, að hann viti þenn- an hvikula geislaleik. Það er sem öll hans athygli, öll hugsun hans beinist að einhverju óræðu viðfangsefni, svo undur nálægu og víðsfjarri í senn að það verð- ur einungis greint blindum aug- um frá þeim sjónarhóli þar sem allar ómælisvíddir tíma og rúms renna saman í eitt í ljósu húmi, sem hvorki er dags né nætur. Og hver veit nema þarna sé að einhverju leyti að finna skýr- inguna á mikilvægi tilgangs- lausrar iðju hans. Ef til vill er þessi óaflátanlega hreyfing hvítu dulunnar um skyggðan glerflótinn honum ósjálfráð nauðsyn sem staðfesting þess að hann sé samt sem áður enn staddur í þeim heimi, þar sem hann vissi áður sólarupprás og sólarlag, skin og skugga dags- ins og stjörnublik næturinnar. Þar sem hann átti sitt vor og sitt sumar ... Það er ekki svo ýkjalangt síðan þessi blindi, níræði öld- ungur setti öðrum fremur sér- stæðan svip á miðbæ Reykja- víkur. Sigurður Sveinbjörnsson, sem um áratuga skeið prédik- aði á hverjum sunnudegi ef veður leyfði og stundum oft í viku yfir lýðnum af sólskins- sápukassa sínum á Lækjartorgi. Hann var fljúgandi mælskur og svo ófeiminn við að nefna hvern hlut sínu rétta nafni, að mörg- um fannst nóg um; þuldi við- stöðulaust upp úr sér ritningar- greinar máli sínu til stuðnings, og svo snöggur til svars og orð- heppinn ef því var að skipta, að enginn, sem gerðist til að grípa fram í fyrir honum, óx við það í augum áheyrenda. Rödd hans var hvell og þrótt- mikil og langdræg með ólíkind- 20 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.