Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 18
IPMHL
TTAfiJm
þær til að vita hvort þar er
eitthvað sem ég sett út á
i hlær).
Mér, þótti „How do you
sleep?“ kjánalegt. Hvers vegna
má ég ekki lifa með venjulegu
fólki (straights)? Mér líkar vel
við verijulegt fólk. Börnin mín
eru venjuleg. Honum kemur
það ekki við. Hann segir mig
aldrei hafa gert neitt nema
„Yestei day“, en hann veit að
það er ekki rétt. Það var ein-
mitt í þessu sama húsi og við
erum í núna (stúdíóinu á Abbey
Road) að ég spilaði fyrir hann
heilu dagana. Hann sat bara og
hlustaði og var verulega hrif-
inn. Hann getur ekki sagt að
ég hafi ekki gert neitt nema
„Yesterday" vegna þess að hann
veit fullt eins vel og ég að það
er ekki rétt."
Það er einmitt ,,Yesterday“
sem manni dettur fyrst í hug
þegar maður heyrir nafn Pauls.
Hann rí ekki það lag. en telur
sig eiga rétt til að eiga það og
gera við það sem honum sýnist.
„Ég á ekkert af því sem ég hef
samið vegna gamalla samninga.
Við fáum jú einhverjar greiðsl-
ur fyrir lögin okkar, en nú, þeg-
ar ég er farinn að semja með
Lindu, er mér stefnt, þar sgm
því er haldið fram að hún geti
ekki samið. Ég veit aftur á móti
að hún getur það.
Útgefendur laganna, North-
ern Songs, halda því fram að
það sé þeim að þakka að lögin
urðu svona vinsæl! Auðvitað er
það tóm vitleysa, vift sömdúm
þau. Ég kem aldrei til með að
eignast „Yesterday", en ég er
reiðubúinn að gleyma því. Ég
vil einfaldlega eiga það sem ég
geri núna, en það er ekki hægt
vegna samninga Bítlanna."
Samkvæmt samningunum
verða Bítlarnir löglega til í 7
ár enn. Þar til verður Paul
Bítill og í augum alheimsins
verður hann það alltaf. „Á
meðan við vorum bara venjuleg
hljómsveit gátum við gert það
sem okkur sýndist, en nú getum
við eiginlega ekkert. Við get-
um ekki eini sinni hætt hjá
okkar eigin fyrirtækjum! Það
er búið að stefna mér bæði í
Londor. og New York af North-
ern Songs. Á hvorum stað vilja
þeir fá milljón pund!“
Paul ypptir öxlum og gefur i
skyn að hann vilji ekki tala
meira um peninga, en hann
kemst ékki hjá þvi að nefna þá
hvað eftir annað. Það sama
skeður með Lennon, Klein og
Bítlana sem heild. Paul talar í
sífellu ...
„Ég var beðinn- að spila á
hljómleikunum sem George hélt
fyrir Bangla Desh en ég gerði
það ekki. Klein kallaði þá sam-
an blaðamannafund og lýsti þar
yfir að ég hefði neitað að hjálpa
flóttafólkinu. Það var rangt. Ég
sagði George að ég gæti það
ekki vegna þess að þar með
myndi heimspressan fara af stað
með risafyrirsagnir bess efnis
að Bítlarnir hefðu spilað saman
aftur og ég veit að það hefði
gert Klein mjög hamingjusam-
an. Það hefði orðið mjög sögu-
legur atburður og Klein hefði
þakkað sér og engurrí öðrum.
Annars leizt inér ekkert of
vel á hugmyndina hvort eð var.
Ef ekki hefði verið fvrir Kiein
hefði ég kannski hugsað mig um
tvisvar, en annars veit ég það
ekki. Allen hefur.gott kjafta-
vit. Hinir hafa ofurtrú á hon-
um en ég hef gert þau mistök
að reyna að ráðleggja þeim hið
gagnstæða og það hefur sett þá
á móti mér. Þó veit ég ekki
nema að þeir viðurkenni innra
með sér að ég hef rétt fyrir mér.
Fyrsta lygin sem við létum
prenta um okkur var þegar „Let
It Be“ kom út. Þá stóð aftan á
umslaginu að nú væri að renna
upp nýtt skeið hjá Bítlunum
en ekkert gat verið fjær sann-
leikanum. Á þeim tíma var
samkomulagið hjá okkur erfitt
og engum þótti gaman. Þetta
var síðasta Bítlaplatan og allir
vissu það. Klein lét „pródúséra"
hana upp á nýtt; sagði að hún
væri ekki nógu mikil söluvara
eins og við gengum frá henni."
Talið snerist að hljómleika-
haldi Bítlanna síðustu árin sem
þeir voru saman — eða öllu
heldur ástæðuna fyrir því að
þeir héldu ekki hljómleika.
„John vildi halda stóra og mikla
hljómleika í Toronto en mér
leizt ekkert á það. Ég hef heyrt
að hann hafi kastað upp áður
en hann kom fram í Toronto og
það er akkúrat það sem ég vildi
ekki. Eins og hinir hefði ég
orðið ákaflega taugaóstyrkur.
Ég vildi einfaldlega fara í
einhvern klúbb og spila þar eitt
laugardagskvöld algjörlega án
auglýsinga. Við hefðum kallað
okkur Rikki & The Red Streaks
eða eitthvað í þá áttina og ein-
faldlega spilað þar fyrir dansi.
Engir blaðamenn og ekki neitt.
John fannst þetta kolómöguleg
hugmynd.
Rétt áður en John sagði okk-
ur að hann væri að hætta, lá
ég í rúminu mínu heima og var
að hugsa um að ég ætti að
stofna hljómsveit eins og þetta
„Plastic Ono Band“ sem hann
er með. Mér fannst virkilega
þörf á þvi, þar sem ég hafði
ekki komið fram opinberlega í
fjögur ár. Við vildum allir
koma fram en ekki sem Bítlarn-
ir, það hefði orðið allt of stórt
i sniðum. Við hefðum þurft
milljón sæta sal.
Skemmtilegast þótti mér þeg-
ar við vorum í Cavern. Þá gát-
um við leyft okkur að fara á
sviðið með sígarettur og brauð-
sneiðar; okkur fannst við vii ki-
lega vera að gera eitthvað af
viti þar í þá daga. Magnararnir
okkar sprungu hvað eftir ann-
að og á meðan gert var við þá,
sungum víð lög úr sjónvarps-
auglýsingum.1'
Talið snerist að tveimur sóló-
plötum McCartneys, sem báðar
voru gagnrýndar harðlega við
útkomu. „Fyrsta platan var eig-
inlega ekki annað en það, að
ég var að reyna nýja stúdióið
mitt. Ég spilaði allt sjálfur og
gerði allt sjálfur. Það var mjög
einfalt og ég var bara að leika
mér.
„Ram“ var öðruvísi, meiri
heild. Ég lagði mig allan fram
þegar ég gerði þá plötu og ósk-
aði þess mjög heitt að fólk yrði
hrifið af henni. Mér sjálfum
fannst platan góð og finnst það
ennþá. Sennilega hefur það ver-
ið mér of mikilvægt, að finnast
að fólki ætti að líka vel við
músíkina mína, en ég batt mikl-
ar vonir við „Ram“. Mér fannst
ég hafa gert mjög góða plötu.
Mér stendur eiginlega á sama
um þessa plötu (Wild Life). Ég
veit hvenær ég er í réttu formi
til að gera góða hluti og ég veit
að það eru nokkrir mjög góðir
kaflar á „Ram".
Ég get ekki skilið hvernig
einhver getur spilað plötuna
einu sinni og sagt síðan: „Þetta
er ekki gott.“ Eftir nokkrar
vikur geta viðhorfin hafa gjör-
breytzt."
Ef til vill komu Wings fram í
gærkvöldi, ef til vili koma þeir
fram á morgun, kannski eftir
eitt ár og kannski aldrei.
Hljómsveitin virðist mjög laus
i reipunum og ekkert hefur
verið ákveðið um hljómleika.
En sá möguleiki er ekki úti-
lokaður að Paul mæti með
menn sína (og konu) einhvers-
staðar og spili opinberlega.
„Ég veit ekki hvernig við
förum að því. Ég veit það eitt
að við viljum ekki byrja með
hljómleikum í Albert Hall i
London og hafa allan heiminn
glápandi á okkur til þess eins
að rífa okkur niður, nótu fyrir
nótu. Við viljum spila á litlum
dansleik og rokka dálítið.
Sennilega byrjum við með
þvi að heimsækja einhvern góð-
an klúbb og spila þar rétt eins
og hver önnur hljómsveit.
Kannski notum við annað nafn
til að halda þessu leyndu. Við
höfum æft saman „live“ og satt
að segja hljómar það bara nokk-
uð vel.
Ég vil ekki að Wings verði
hljómsveit af því taginu sem
selur áritaðar buxur í auglýs-
ingaskvni. Ég er búinn að fá
nóg af svoleiðis löguðu. Það er
allt búið. Ég var ánægður með
ástandið í Bítlunum en það dó
allt út Við erum að byrja sem
ný hljómsveit og ég forðast þá
tilhugsun að við eigum ef tii
vill eftir að verða jafn stórir
og Bítlarnir."
Linda, kona Pauls og píanó-
leikari nýju hljómsveitarinnar,
er bandarísk og þar fyrir vest-
an eru þau hjónin mjög mikið.
Þegar þau koma til Evrópu eru
þau aðallega á búgarði sínum í
Skotlandi, sem Paul keypti fyr-
ir nokkrum árum, ti) að geta
verið þar í friði og ró. Hann
vill ekki tala mikið um líf sitt
þar, en þó er ljóst að nágrannar
hans taka hann sem venjulegan
mann og gefa honum góð ráð í
sambandi við tómatarækt og
járnun hesta. Þau hjón voru
ánægð yfir að fá tækifæri til
að segja þetta:
„Það er stórkostlegt að vera í
Skotlar.di en við erum ekki
hrifin af því að fá gesti. Þetta
eru 60 ekrur af mjög hrjóstrugu
iandi og satt að segja höfðu
fleiri bændur gefist upp á að
eiga við þetta býli áður en ég
keypti það. Við erum með rúm-
lega 100 kindur — sem ég rýi
sjálfur — og 5 hross. Ullina
seljum við eins og nágrannar
okkar gera.
Mér finnst gott að vera þarna.
Loftið er tært og grasið er
grænt og börnin eru yfir sig
hrifin í hvert skipti sem við
förum „í sveitina“. Um daginn
fór ég í gönguferð i Central
Park i New York og hvar sem
maður leit var moldar- og ryk-
lag á grasinu. Svoleiðis nokkuð
er ekki tii i Skotlandi. Annars
erum við frekar afskekkt og
það er erfitt að komast þangað
Framhald á bls. 50.
18 VIKAN 3. TBL.