Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 50
— Hann er mjög nákvœmur
með að starjsjólkið komi
stundvíslega!
á óbrotinn hátt en sportlega:
sterka og skæra liti notar hún
aðeins í fríum. Hún farðar sig
í framan á hverjum degi. Án
andlitsfarða finnst henni hún
vera nakin.
Hádegisverðinn hefur hún
fábreyttan, enda er maður
hennar þá á skrifstofunni.
Klukkan þrjú eftir hádegi fer
hún í heimsóknir til ættingja
og tengdafólks. Þá kaupir hún
líka inn fyrir kvöldverðinn,
alltaf hjá smákaupmönnum,
sem hún hefur þekkt í mörg
ár, aldrei í kjörbúðum eða
vöruhúsum. Hún er að minnsta
kosti fjörutíu og fimm mínútur
að undirbúa kvöldverðinn.
Um sjöleytið kemur herra
Amaury heim. Þau hjónin fá
sér þá APÉRITIF og ræða
mál dagsins. Þau borða ásamt
börnunum og horfa síðan á
sjónvarp til klukkan ellefu.
Einu sinni í mánuði bjóða þau
vinum heim.
Monique Amaury getur leyft
sér að hafa vinnukonu, og mað-
ur hennar á nýjan bíl af dýrri
gerð. Fríunum verja þau inn-
anlands, og það gera nærri níu
af hverjum tíu Frökkum.
Þannig er dagur þeirra
frönsku kvenna, sem kallast
verulega hamingjusamar. Mon-
ique Amaury segir: „Hvers get-
ur kona frekar óskað sér en
eiginmanns ,barna og húss sem
hún á sjálf“?
★
PRÉDIKARINN A
LÆKJARTORGI
Framháld aj bls. 22.
Sigurður starir framundan
sér blindum augum. Svarar
ekki viðstöðulaust eins og áður.
En svo er eins og hann hækki
í sætinu, og þegar hann tekur
aftur til máls, er röddin bjart-
ari og þróttmeiri en áður.
— Jú, ég ætla að segja þér
það, því að Andinn býður mér
að tala. Hafi mér nokkurntíma
lánazt að gera það, sem Guði
var þóknanlegt, þá gerðist það
einmitt nokkrum dögum áður.
Þá vann ég sigur á sjálfum mér
— en sá sigur ætlaði mig alveg
lifandi að drepa. Þá leigði ég,
ásamt bróður mínum, hjá
skozku fólki, er kemur þó ekki
þessu máli við, en ég verð að
segja þér allt nákvæmlega rétt.
Sigurinn ætlaði mig lifandi að
drepa, en ég hef aldrei séð eftir
honum. Mig langaði svo til að
eignast stúlku, sem þama var;
hún var íslenzk og ljómandi
falleg, svo gullfalleg, að ég varð
bráðskotinn í henni, skilurðu.
En þó var eitt að henni, sem
kom illa við mig. Þegar hún hló
— það var ekki skemmtilegur
hlátur, skilurðu. Samt sem áð-
ur langaði mig til að eiga hana,
en þegar ég gerði mér þetta
ljóst, þá sagði ég við sjálfan
mig: „Það skal aldrei verða!“
— En taktu nú eftir. Þær
voru þarna tvær, gullfallegar
stúlkur, og svo gerðist það ein-
hverntíma, að þær buðu mér að
sitja á milli sín, en ég var feim-
inn og þáði það ekki. Þá reidd-
ist þessi stúlka, en svo sá hún
eftir því, og til þess að bæta
fyrir það kom hún á eftir og
fór að spila við mig. Og hún
kunni að halda á spilunum —
líka þannig, að ég mætti vita ..
þú skilur það. En þá var það,
sem ég sagði þetta við sjálfan
mig. Og nú hef ég sagt þér til-
drögin.
Þegar svo Andinn talaði til
mín, ég verð líka að segja þér
það. Þá var ég að vinna þau
störf, sem mest niðurlæging
máttu þykja, ég var að hreinsa
kamra, sópa stigaþrep og annað
þessháttar. Og sem ég stend þar
og sópa niður fyrir mig, heyri
ég Andann segja: „If you are
not willing to take one step of
the despised way with your
Savior, you are not worthy to
live with him.“ Ef þú ert ekki
fús að taka eitt niðurlægingar-
spor með frelsara þínum, þá
ertu ekki verður þess að lifa
með honum — þannig hef ég
þýtt það.
Annaðhvort allt — eða ekkert
En nú gerist Sigurður Svein-
björnsson frá Háreksstöðum
þreyttur, enda hefur hann farið
langa leið þessa stuttu stund,
níræður og blindur öldungur-
inn. Þessa stuttu stund, sem
hann hefur brotið af sér viðjar
ellimóksins; öslað bæjarlækinn
á björtu vori uppi í Hálsasveit,
lítill hnokki; hlaupið við fót
með bakhlaðninginn á hvítu,,
glitrandi hjami í hörkufrosti
uppi við Ok; innbyrt spriklandi,
feitan og kviðljósan gönguþorsk
á miðum úti fyrir Vatnsleysu-
strönd...
En nú er hann tekinn aftur til
við þar, sem frá var horfið, að
fága glerplötuna ofan á skápn-
um. Hvíta dulan mjakast eftir
skyggðum fletinum, hring eftir
hring; sólargeislarnir leika um
gráan skegghýjunginn á vöng-
um hans, þar sem hann starir
blindum augum út í myrkirð
og fágar glerið hægum, hátt-
bundum hreyfingum.
Ef til vill situr hann nú á
Skjóna sínum og rennir honum
á hlemmiskeiði upp Norðurár-
dalinn í lognværu sumarkvöldi,
öðrum mesta skeiðgamminum,
sem þá var uppi sunnan heiðar.
Eða hann sér augu hans horta
til sín utan úr myrkrinu, skær
og ásakandi eins og við Rauðs-
gilsrétt forðum. Eða hann lítur
fyrir alsjáandi hugskotssjónum
gullfallegu, íslenzku stúlkuna,
sem hann langaði svo til að
eiga vestur í Winnipeg, þar sem
hún situr gegnt honum við
borðið og lítur til hans hýrum,
eggjandi augum á milli þess
sem hún athugar spilin...
heyrir hlátur hennar — þennan
heldur ófallega hlátur, sem réði
örlögum hans ...
.Og ef til vill heyrir hann líka
Andann tala til sín eins og
forðum: „If you are not willing
to take one step of the despised
way with your Savior ...“
Ég þykist sjá að hann muni
ekki lengur nálægð hins spur-
ula gests og það hvarflar að
mér, að ef til vill hafi hann
aldrei gert sér fyllilega grein
fyrir því meðan á samtali okk-
ar stóð, að hann var þar að
ræða við bláókunnugan mann,
og þessvegna sýnt mér meiri
trúnað en ég eigi rétt á að not-
færa mér. Ég spyr hann því
um leið og ég kveð hann, hvort
ég megi ekki birta að minnsta
kosti eitthvað af samtali okk-
ar; hugsa sem svo að hann geti
þá, nái rödd mín til hans yfir
landamærin öðru sinni, undan-
tekið það sem honum kunni að
vera of viðkvæmt til að vita
það hrópað út yfir fjöldann,
sem forðum lagði dauf eyru við
hressilegum og velmeintum
reiðilestrum hans á Lækjar-
torgi.
Og ég þarf ekki lengi svars
að bíða, því að allt í einu bregð-
ur fyrir þeim gamla Sigurði
Sveinbjörnssyni, eins og hann
var og hét og jafnvel níræð
röddin fær nokkuð af sinni
björtu hljómfyllingu og mynd-
ugleik, sem áður vakti bergmál
í veggjum Útvegsbankans og
Stjórnarráðsins. „Annaðhvort
allt eða ekki neitt," segir hann,
„allt eða ekki neitt, því að allt
þar á milli er af hinum vonda.“
Hann þagnar við. Hefur og
sagt það, er honum býr í brjósti,
afdráttarlaust og óhikað, rétt
eins og hann stæði á „kassanum
sínum“. Allt eða ekki neitt, því
að allt þar á milli er af hinum
vonda.
PAUL McCARTNEY
Framháld aj bls. 18.
nema á jeppa. Heitt vatn feng-
um við ekki fyrr en í sumar,
svo að það er ekki mikill lúxus
hjá okkur. Við erum venjulegt
bændafólk þegar við erum í
Skotlandi og þurfum að stríða
við veðrið þar eins og hver
annar.“
Paul var spurður hvort hann
héldi sérstaklega upp á ein-
hverja hljómlistarmenn í
augnablikinu. Hann er fljótur
til svars og slær reggae-tempó
í borðið með hnúunum. „Já, ég
vil svona bít. „Love Is Strange"
á plötunni okkar er í þessu
tempói. Mér finnst þetta stór-
kostlegt. Gilbert O’Sullivan er
góður líka.
Mér finnst líka gaman að T.
Rex. Þeir virðast vera á góðri
leið með að verða Bítlar þessar-
ar kynslóðar. Stelpurnar missa
stjórn á sér, þegar þeir birt-
ast og þar fram eftir götunum.
Þetta er gaman í byrjun en
þeir verða fljótlega þreyttir á
því.
Graham Nash er að gera góða
hluti. Við hittum hann í boði
í Los Angeles en andrúmsloftið
þar var dálítið stressað svo við
gátum ekki kynnst nægilega
vel. Hann spilaði plötuna sína
fyrir mig og spurði mig hvort
mér þætti hún góð, en ég gat
ekkert sagt um hana þá, vegna
þess hve lítið ég hafði heyrt af
henni. Nú finnst mér hún mjög
góð.
Hafið þið heyrt nýju plötuna
með Beach Boys, „Surf’s Up“?
Það er góð plata.“
Að lokum var Paul spurður
hvort hann vildi halda áfram
að vera í tengslum við Apple.
„Tja, það verður einhver
dráttur á því að platan komi
út, vegna þess að við vildum
ekki hafa myndina af eplir.u á
plötumiðanum. Nú virðist það
samt ætla að fara þannig. Við
vildum ekki setja Wings á
Apple, en annað verður víst
ekki hægt.
Nafn mitt verður ekki á urn-
slaginu. Allir vita hverjir eru
í Wings og það er ekki mikil
ástæða til að segja fólki hver ég
er, eða hvað?“
Ætli það.
50 VIKAN 3.TBL.