Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 39
hann máli, síðan þau fóru frá áótelinu i Feneyjum. Hann gekk að blaðsölu- borðinu og keypti „Tirnes". Londonarblöðin voru rétt kom- in og lágu við borðið i stórum pökkum. Á forsíðunni var stór mynd af tankskipi, sem hafði strandað i Ermasundi. Þetta var eiginlega furðulegt slys og hann hafði hugleitt það, siðan fréttin um það barst fyrir nokkrum dögum. En þegar hann fór að ihuga það nánar, var það reyndar ekki svo furðulegt, eig- inlega skrítið að slík óhöpp væru ekki tíðari. Skip strandar á skeri, það hallast, sekkur og manneskjur drukkna. Þetta var gangur lífsins. Það er alltaf hættulegt að lifa. Námaverkamaður gengur ekkert að því gruflandi, að ein- hverntíma getur komið að því að göngin hrynji saman. Lög- reglumaður á alltaf á hættu að verða myrtur. Brunavörður getur látið lífið við störf sin. Læknir getur átt von á þvi að smitast af banvænum sjúkdómi. Og geðsjúkdómalæknir getur .. Lækninum leið hálf illa.f Hann hrukkaði ennið og hug- leiddi hvað gæti hafa komið honum til að leiða hugann að þessum málum. Tankskipið ... Nei, það var eitthvað annað. Blaðabunkinn á gólfinu. „Times“, sem hann hélt á. Við hliðina á dagblöð- unum voru tímarit og vikublöð. Á forsíðu „Life“ var mynd af froskmanni, sem synti með spjót í hendinni; kraftalegur maður, sem velti sér í öldum Kyrrahafsins. Já, bað hlaut að vefa þessi mynd, sem hafði leitt huga hans inn á þessar brautir. Einn af sjúklingum hans var ákafur froskmaður. Ameríski sjúkling- urinn, Don Kellog. Kellog saknaði þess að geta ekki stundað froskmennsku i London, þar sem hann var um þessar mundir, til lækninga. í Bandaríkjunum var ekki svo mikið um sálsjúkdómarann- sóknir, læknar þar höfðu ekki mikla trú á sálgreiningarað- ferðinni. Vesalings Kellog. Hann var sjúkur og hafði orðið að þola margar raunir. Hvernig skyldi honum líða, hugsaði Hannah. — Hvernig skyldi hann hafa tekið fjarveru minni? Það var eiginlega furðu- legt að i allri London skyldi ekki vera hægt að koma slikum sjúklingum fyrir, á sjúkrahús- um eða hælum. Með tilliti til öryggis samfélagsins átti þetta fólk að vera undir eftirliti, ætti alls ekki að ganga laust... Hann vissi reyndar ekki mik- ið um líf Kellogs. Sjúkdómur hans var of alvarlegur, til að hann hefði fram að þessu getað greitt úr spurningum, sem lagð- ar voru fyrir hann. Hannah læknir hafði fengið einhverjar upplýsingar frá lækni hans í Ameríku, þegar hann tók hann að sér sem sjúkling. Móðjr Kellogs var af auðugu, en ístöðulitlu fólki komin. Hún hafði fengið taugaáfall, þegar hún gekk með drenginn og eftir fæðinguna hafði hún fallið í þunglyndi og hugarvíl. Þegar hann var fimm ára, svipti hún sig lífi. Faðir hans var drykkjusjúk- lingur og kvennaflagari. Hann bjó með konu sinni í fjögur ár, en þá yfirgaf hann hana. Dreng- urinn var þá þriggja ára og frá þeim tíma losnaði hann ekki við þá tilfinningu að hann ætti að passa móður sína. Hann varð alltof snemma fullorðinn. f stað bess að þroskast á eðlileg- an hátt, hafði drengurinn ávalt líkt eftir fullorðnu fólki og þessvegna aldrei náð eðlilegum þroska. Hann var lika haldinn óstjórnlegu hatri til föður síns, sem algerlega hafði brugðizt honum. Hann reyndi að bera sig eins og þroskaður maður, en það varð ekki annað en eftirlíking. Skyndilega fann Hannah læknir fyrir miklum áhyggjum af honum. Það gat orðið Kellog örlagaríkt að hann hafði farið i þessa ferð. Það gat orðið til þess að sú tilfinning legðist á hann, að hann hefði verið svikinn og yfirgefinn ... Framhald í nœsta blaði. KONA UM BORÐ Framhald aj bls. 15. þetta ekki Yabbie? Þetta var þá Yabbie, sem ég hafði verið að skoða í höfninni í San Sebastian, Mooney, sem ég hafði séð á þilfarinu og rödd Querols, sem ég hafði heyrt. Hann horfði háðslega á mig. — Þetta er sannarlega karl í krapinu, sem við höfum dregið um borð. Hann er hálfdauður, en samt í standi til að lesa nafnið á bátnum sem bjargaði honum. — Ég sá bátinn í höfninni í San Sebastian, sagði ég hörku- lega. — Jaeja, svo þú sást hana í höfninni í San Sebastian. Hvað varst þú að gera þar, ef ég má spyrja? Annað en að bjálfast út á sjó, án þess að vera fær um það? — Ég heiti Ross Huntley og er listmálari. Ég mála andlits- myndir. — Jæja, það er og! Hann virti mig fyrir sér, án þess að leggja dul á háðið, meðan Mooney nuddaði mig með handklæðinu. Síðan sneri hann sér að drengn- um, sem stóð þarna líka. — Hvernig er það með vatnið? Er það ekki farið að sjóða? Helltu slatta af koníaki í það. Hann þarfnast þess. Og fáðu þér sjálfur koníak, þér veitir ekki af. Svo sagði hann við mig. — Þetta er pilturinn sem stakk sér eftir þér og dró þig upp. Jacky var á vakt og heyrði í þér öskrin. En þegar þú hættir að öskra, ætluðum við aldrei að finna þig. Þú hefðir ekki átt að hætta að öskra. Ég hugleiddi hvernig ég hefði átt að fara að því á bólakafi, en sagði ekkert. Ef þessi sjóræn- ingi hefði legið jafnlengi í sjó, þá; já, hve lengi skyldi ég hafa legið í sjó? Ósjálfrátt leit ég á armbandsúrið, en það hafði stoppað klukkan tvö. Líklega var það þegar stormsveipurinn skall á bátnum. Querol skipstjóri sá hvað ég hafði í huga. — Við drógum þig um borð klukkan hálf þrjú. Jæja, hér kemur groggið, reyndu að koma því í þig. Pilturinn rétti mér krús, með hönd sem ennþá skalf af kulda. Hann var mjósleginn og magur og ég hugsaði með mér að £>að væri táknrænt fyrir ribbalda eins og þennan skipstjóra að láta hann kafa eftir mér í stað þess að gera það sjálfur. — Ég veit ekki hvernig ég á að þakka þér. . . hóf ég mál mitt, en skipstjórinn tók fljótlega fram í fyrir mér: — Það skal ég segja þér. Með því að láta lítið fara fyrir þér. Þú ert samt til óþæg- inda, það sé ég á þér. En reyndu bara að láta fara svo lítið fyrir þér sem hægt er, þangað til við komum í höfn. — Og hvenær verður það? Ég verð að vera kominn til San Sebastian þann fjórða septem- ber. Skipstjórinn lyfti brúnum. — Jæja, svo þú þarft þess? Já, þá vona ég að þú sért betri sund- maður en þú hefir sýnt fram að þessu. Á þessum bát er það ég sem ræð og stjórna. Ef þú hagar þér skikkanlega og ferð í þessi föt, sem Mooney er bú- inn að finna handa þér. þá get- ur þú lagt þig í koju Jacky þangað til ég fer á vakt. Þá tek ég við af henni, svo þú getui þá lagst i mína koju. Kojan er aftast. Svo bætti hann háðslega við: — Þar er líka skuturinn, ef þú veizt ekki hver stefnan er. Ég vissi það fullvel, en ég var fjúkandi vondur. Ég þekki ekki til hátta sjómanna, en ég héll ekki að maður þyrfti bókstaf- lega að biðjast afsökunar á því að hafa verið bjargað frá drukknun. Ég hafði heldur ekki hugsað mér að skipa Querol skipstjóra að fara með mig í land, ef það kæmi í bága við starf hans. En ég hélt að við værum ekki það langt frá San Sebastian að það ætti að skipta miklu máli, þótt hann skyti mér í land, enda hafði ég peninga til að greiða fyrir mig. Ég hafði ekki ennþá fengið tækifæri til að þakka honum björgunina, en nú var ég búinn að missa alla löngun til að gera það. En ég hafði hugsað mér að þakka hinum drengnum, Jacky, sem var á vakt. Það var töluvert kul, þegar ég kom upp á þilfarið. Ég var búinn að gleyma hve kalt var i veðri á þessum slóðum. Stýrishúsið var innbyggt og pilturinn, sem stóð við stýrið, leit ekki einu sinni við, þegar ég kom inn. Það var dimmt þarna inni og ég sá ekki annað en gljáandi sjóstakkinn og rétt móta fyrir vangasvipnum. — Jacky! — Já, hvað er það? Röddin var barnalegri en ég hafði bú- izt við. — Ég kom til að þakka . .. Svo varð þögn, en eftir and- artak spurði hann: — Fyrir hvað? — Fyrir björgunina. Aftur þögn. Að lokum sagði hann, hálf ergilegur: — Það var ekki ég sem bjargaði þér, að minnsta kosti ekki ég sem stakk mér í sjóinn. Ég heyrði aðeins til þín. Þar fékk ég það framan í mig. Það var furðulegur far- kostur sem ég hafði lent á. Ég sagði lágt: — Þakka þér samt. Ekkert svar. Og hann hafði ekki einu sinni litið á mig. Eft- ir stundarþögn, dró ég mig i hlé í káetunni. — Þú kemur passlega, sagði Querol, — ég á að taka við stjórn. Þú getur lagst. í mína koju. Káetan var snöggtum rúm- betri, þegar hann var farinn og það var ekki eingöngu i bók- staflegöm skilningi. Ég leit í kringum mig. Þarna var ákaf- lega einfaldur en snyrtilegur búnaður. Pilturinn, sem hafði dregið mig upp úr sjónum, sat á einum kojustokknum og gældi við kött. 3. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.