Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 21
um -—• heyrðist í logni yfir um- ferðarskarkaiann og dægurþys- inn lengst upp í Þingholt og suður undir kirkjugarð. Og þannig gat hann talað án afláts tímunum saman; varla að hann tæki sér málhvíld á meðan hann tók ofan mórauðu loðhúfuna og brá vasaklút sínum á beran skallann til að þerra svitann. Hann tekur dræmt undir er- indi mitt, heldur áfram að fága skyggðan glerflötinn ofan á skápnum, og ég sé þess engin merki að mér hafi tekizt að beina athygli hans yfir landa- mærin, sem skilja þá ómælis- víðáttu þar sem hugur hans dvelzt og þá þröngu veröid þar sem allir baugar skerast undir hvítu dulunni í lófa hans. Það er ekki fyr en ég minnist á prédikanir hans á Lækjartorgi forðum, að hann skynjar að við hann sé mælt þeim megin landamæranna. — Já, þú manst eftir mér á kassanum mínum, segir hann. Og það bregður fyr- ir hlýju stolti í röddinni, rétt eins og aldinn biskup á eftir- launum minnist þeirra hátíð- legu stunda, þegar hann stóð í fullum skrúða í nrédikunar- stólnum í dómkirkjunni og las hálfdottandi ráðherrum og al- þingismönnum pistilinn af virðu’egri hógværð og hóf- stilltri hreinskilni, áður en hann lagði blessun sína í drottins nafni yfir þá og alla þeirra at- höfn. Að vísu mun það lítt hafa hent Sigurð Sveinbjörnsson, öll þau ár sem sólskinssápukassinn var hans prédikunarstóll og dómkirkja hans að Lækjartorgi, að hann legði sérstaka áherzlu á að stilla í hóf hreinskilni sinni; aldrei fór heldur orð af örlæti hans á blessun í drottins nafni, sízt af öllu við þingmenn eða þá höfðingja, sem höfðu embættisaðsetur sitt í „hvíta húsinu‘‘ hinum megin við göt- una. Kannski er það einmitt þess vegna, að stolti bregður fyrir í röddinni þegar hann minnist á „kassann sinn“. Og nú þarf ég ekki að orð- færa erindi mitt frekar. Hvíta dulan nemur staðar á skyggðu g'erinu; Sigurður Sveinbjörns- son tekur að rifja upp endur- minningar frá löngum æviferli, rekur atburðina í réttri tíma- röð og ég þarf sjaldan að spyrja. Minni hans er óskeikult þó að hann eigi níu áratugi að baki, hugsunin skörp, mál hans rök- visst og skipulegt með hnitmið- uðum áherzlum, svo að margur ungur maður, sem er að hefja feril sinn í ræðustól, mætti öf- unda hann af. Og þó að ekki komi tiJ þess að hann beiti rödd- inni, er ekki nein þreytumerki á henni að heyra, fremur en frásögn hans. Þevr voru miklir karlar á Vatnsleysuströndinni . . . — Ég er fæddur í Hálssveit- inni í Borgarfirði 2. apríl,1875, en fluttist tíu ára gamall með foreldrum mínum á eignarjörð föður míns, Háreksstaði í Norð- urárdal. Þeir standa við Hvítá, beint gegn Hvammi; þar bjó þá Eyjólfur hreppstjóri, faðir Jó- hanns alþingismanns í Sveina- tungu og þeirra systkina. Var Eyjólfur hreppstjóri hagmælt- ur vel, og urðu fleygar sumar af stökum hans. „Illa fór hann Gvendur grey“, þá vísu kunna allir. Hann átti það til að vera dálítið níðskælinn — fylgistu með — og ekki lærðu menn kveðskap hans síður fyrir það. Einn bróður átti ég, mjög jafnaldra. Kallaði mamma hann ,,hógværðina“ sína. Hann lézt, kominn um tvítugt. Við áttum það til, þegar við vorum litlir, að vera að busla í bæjarlækn- um; var þá annar hestur, sem hinn reið yfir lækinn — þá höf- um við eflaust verið að sund- ríða hana Hvítá — fylgistu með? En það var ekki hægur nærri að þurrka vosklæði í þann tíð; varð að rífa fjalldrapa til eldsneytis og þurrka við á lúóðum, svona var það þá. Veiktist ég hættulega af vosinu, en séra Magnús á Gilsbakka, sem var heppinn hómópati, var sóttur til mín, og víst var það tvívegis, sem hann bjargaði lífi mínu og heilsu, þegar þannig stóð á. Og þeir virðast ekki hafa ver- ið bráðónýtir, hómópatadrop- arnir hans séra Magnúsar á Gilsbakka, því að Sigurður á Háreksstöðum gerðist brátt með vaskari mönnum í uppsveitum Borgarfjarðar. Hann þótti harð- duglegur til allra verka, fjör- maður og fylginn sér, lagði stund á glímur og þótti frábær sundmaður í þann tíð, enda kenndi hann mörgum sund um árabil, þar í Borgarfjarðarhér- aði. Þá var hann og hestamaður góður, eins og margir af frænd- um hans, og hafði yndi af að láta þann skjótta sinn geysa um grundir, mesta skeiðgamm, sem sögur fóru af í Borgarfirði og nálægum sýslum. En svo verða snögg þáttaskil í lífi Sigurðar, er hann kveður Norðurárdalinn, hina lífsglöðu og vösku félaga sína — og Skjóna sinn. — Hvenær fórstu svo til Vesturheims, Sigurður? — Þá hef ég verið um þrí- tugt. Veturna áður reri ég á Vatnsleysuströndinni — fylg- istu með? Þar var þá hið mesta sældarpláss. Var á útgerð fjög- urra þar. Ég man vel eftir Guð- mundunum þar — Guðmundi „glugga", sem alltaf reri, og honum Guðmundi í Landakoti, en hann var bæði organist og kenndi dönsku og þvíumlíkt, sítyggjaodi tóbak — og síbölv- andi. Hann kenndi þá frænku sinni að leika á orgel, en hún var fallegasta stúlkan þar í héraði og voru mjög áhöld um aldur okkar. Hún er nú löngu látin. — Þeir voru miklir karlar þá á Vatnsleysuströndinni. Sóttu sjóinn og vinnuþjarkar í landi, Framhald á nœstu síSu. Hann setti öðrum fremur svip á miðbæ Reykjavíkur. Um ára- tuga skeið prédikaði hann á hverjum sunnudegi og stundum oft í viku. Hann var fljúgandi mælskur og svo ófeiminn að nefna hvern hlut sínu rétta naíni, að mörgum fannst nóg um. Hann þuldi viðstöðulaust upp úr sér ritningargreinar máli sínu til stuðnings, og var svo orðhcppinn, að enginn sem greip fram í fyrir honum, óx við það í augum áhcyrenda . . . Allir Reykvíkingar þekktu SigurS Svein- björnsson, prédikarann á Lækjartorgi. Hann er látinn fyrir nokkru, en Loftur Guðmundsson, rithöfundur, segir hér frá því, þegar hann heimsótti hann níræðan á Sólvangi. Þá rifjaði Sigurður upp endurminningar sínar frá löngum æviferli. Eftir Loft Gudmundsson 3. TBL. VIKAN 21 i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.