Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 49

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 49
— Við spörum bæði, ég seldi þvottavélina og maðurinn minn er hœttur að reykja! voru Frakkar lengi eftirbátar rnargra annarra þjóða. Þannig fengu konur þar ekki kosninga. rétt fyrr en eftir frelsunina undan Þjóðverjum, 1944, og fullt jafnrétti að lögum fyrst 1946. Pillan var að vísu gefin frjáls í Frakklandi 1967, en að- eins konum yfir tuttugu og eins árs aldri. Og umráðarétt yfir börnum fengu franskar konur til jafns við eiginmenn sína ekki fyrr en 1970. Nærri níu af hverjum tíu frönskum konum fullyrða að þær hafi aðeins Iegið með ein- um karlmanni um æfina, en hæpið er að leggja trúnað á það. Frjálslyndi í ástamálum var lengi franskt þjóðarein- kenni, svo sem víðfrægt er. Öldum saman hafði hjónaband- ið í Frakklandi fyrst og fremst félagslegt gildi, og annar meg- intilgangur þess var að halda ættinni við. Ástin hafði lítið að segja í því sambandi, og með- al borgarastéttarinnar var meira að segja talið fráleitt að ástfangið fólk gengi í hjóna- band. Hinsvegar þótti ástæðu- laust að taka hjúskaparheitið of hátíðlega. Á 17. öld var sú eiginkona frönsk, sem eng- an elskhuga átti, talin vonlaus einfeldningur. Og enn þann dag í dag taka Frakkar fram- lijáhaldi af meira umburðar- Iyndi en flestir eða allir aðrir. — En pabbi minn hejur miklu meiri vöðva á maganum! Meira en helmingur franskra eiginkvenna segjast fyrirgefa eiginmanni sínum tafarlaust, þegar hann haldi framhjá þeim. Hjónaskilnaðir vegna framlijálialds eru sjaldgæfir. Hinsvegar munu franskar konur — þótt undarlegt kunni að virðast — ekki eins fjöl- lyndar og þær þýzku og aðrar norður-evrópskar. Fjöllyndi í ástamálum er háð tízkuduttl- ungum eins og annað. Áður var fínt að vera fjöllyndur í Frakklandi, nú er komið í tízku þar að vera ektamakan- um trúr. Þetta á einkum við um unga fólkið. Sennilega taka Frakkar lijónabandið hátíðleg- ar nú en nokkru sinni fyrr. Hjónaskilnuðum fjölgar þar ekki, gagnstætt því sem er víða annarsstaðar. Franskir félagsfræðingar þakka þetta meðal annars því, að samlif kynjanna þar í landi hafi alltaf verið náið og skiln- ingsríkt, burtséð frá öllum lög- um. Sá frægi lagabálkur Napó- leons keisara mikla gerði eig- inkonuna að ambátt eigin- mannsins, en konan var engu að síður áfram húsmóðir á sínu heimili, réði mestu um fjár- mál þess og yfirleitt öllu inn- anstokks, eins og enn er regl- an á flestum frönskum lieimil- um. Önnur gild ástæða til að fá- ir Frakkar skilja er að það er mjög dýrt þar í landi. Það kostar þetta frá áttatíu til hundrað og fimmtán þúsund krónur. Frönsk lög um lijóna- skilnaði eru líka að margra á- liti hreint hneyksli. Hjón sem vilja skilja verða ekki einung- is að tilfæra ástæðu, heldur og að sanna hana pottþétt fyrir rétti. Réttindi kvenna í sam- bandi við skilnaði eru líka mjög takmörkuð. Fyrir utan það litur almenningur á frá- skilda konu næstum því sem lirhrak. Hér segir auðvitað til sín hinn kaþólski mórall frans- aranna, þótt ástandið í þess- um efnum sé hjá þeim hrein hátíð miðað við önnur kaþólsk !önd. „Ég fæ stöðugt að finna fyrir þvi að vera fráskilin“, segir Colette Barles, þrjátíu og þriggja ára gömul, frá Nizza. Nágrannarnir eru sífellt nöldr- andi yfir einu eða öðru: að ég fari í bað oft á nóttu, að of hátt heyrist í sjónvarpinu hjá mér, að hundurinn minn sé of stór. Eintómar átyllur til að gera mér lífið óbærilegt, svo að ég endi með að flýja blokk- ina. Það er hreint helvíti að vera fráskilin kona í Frakklandi, nema þá helzt í stórborgum eins og París, þar sem maður getur liorfið í fjöldann. Hjá okkur bíður kona meira að segja tjón á æru sinni ef hún fer ein á kaífihús. Ég gæti alls ekki afborið þetta, ef ég ekki léti sem mitt franska umhverfi væri ekki til. Kunningjar mín- ir eru næstum allir útlending- ar. Ég get ekki reiknað með því að kvænast frönskum manni aftur. Sárafáum frá- skildum frönskum konum tekst það“. Franskar konur eru heims- frægar fyrir glæsileik sinn og smekkvísi varðandi útlit og klæðaburð. Engu að síður eyða franskir karlmenn meira fé í fatakaup en konur þeirra. Það bendir til þess að þær kunni að fara vel með lítið, eins og raunar er einkennandi fyrir fólk með smekk. Þær eru líka sjálfstæðari í smekk sínum en flestar aðrar konur, hlaupa síður eftir duttlungum tízk- unnar. Nær allar franskar kon- ur segjast láta tízkuna lönd og leið, en klæðast einungis eftir eigin persónulega smekk. Á unga aldri eru franskar konur næsta kærulausar um hverju þær eru í innanundir, láta sig litlu skipta efni, lit og snið undirfata. Náttföt kaupa þær varla og sofa yfirleitt nakt- ar. Þetta breytist mjög kring- um þrjátíu ára aldur. Þær frönsku gefast sem sé ekki upp fyrir aldrinum fyrr en í fulla hnefana. Þá kaupa þær sér tæl- andi undirföt úr dýrum efnum í allrahanda litbrigðum. Brúnt er hvað vinsælast og öll af- brigði lioldslitar. Svart velja þær næstum aldrei. Þeim mun eldri sem þær verða, þeim mun meira er lagt í undirföt og nátt- föt. Það sem livað helzt þykir athugavcrt við vöxt þeirra frönsku og veldur kvenna- klæðskcrum þarlendum mest- um áhyggjum er að þær eru margar heldur brjóstalitlar en hafa á hinn bóginn tilhneig- ingu til að safna fitu á lend- arnar. Áttatíu og fimm er al- gengasta brjóstahaldanúmerið í Frakklandi — í Vestur- Þýzkalandi hinsvegar níutíu og fimm. Sú tízka að liafa alls engin brjóstahöld hefur ekki slegið í gegn í Frakklandi. Helzt leyfa franskar konur sér svoleiðis léttúð þegar þær fara í frí, og þá vanda þær líka — Hann spyr hvort það kosti nokkuð, ef hann sækir hana ekki! meir til undirfatanna en þess- utan. Franska konan hefur lengi haft orð á sér sem framúrskar- andi húsmóðir, en íhaldssemi hennar veldur því að ýmislegt vantar á að svo sé. Hún heldur sem sé þeim gamla vana að kaupa heldur inn hjá bakar- anum, slátraranum og kram- aranum á næsta homi en í stóm vöruhúsi, þar sem allt fæst á sama stað og á lægra verði. Hún kaupir aðeins inn fyrir daginn, og fá frönsk heim ili hafa cnnþá kæliskápa og frystikistur. Frakkar hafa nefnilega þá trú að maturinn sé því' aðeins fyrsta flokks að öll hráefni séu alveg fersk. Svo Iangt gengur þetta að húsmæð- ur þora ekki að segja eigin- mönnum sínum frá ef þær kaupa niðursuðuvörur, af ótta við aö þeir álíti þær þá léleg- ar matreiðslukonur. Og verra verður ekki sagt um franska húsmóður. Enda er hún senni- lega heimsins albczti kokkur. Monique Amaury frá Cler- mont-Ferrand er þrjátíu og tveggja ára og hefur þegar eignast allt, sem flestar fransk- ar konur telja að þurfi til að öðlast lífshamingju. Hún hefur í þrettán ár verið gift tryggingasala, sem hefur nærri áttatíu þúsund krónur í tekjur á mánuði. Hún á þrjú börn, sex til þrettán ára. Síð- ustu tvö árin liefur hún búið í eigin íbúð, sem er fjögur her- bergi, eldhús og bað. Á morgnana vaknar hún í fyrsta lagi klukkan átta. Elzta dóttir hennar hefur þá þegar gefið föður sínum og systkin- um morgunverð og hún færir líka móður sinni te inn í svefn- herbergið, sem í senn er íburð- armikið og smekklegt. Búnaði þess hefur húsmóðirin ráðið. Fram að hálfellefu er frúin aðeins í morgunslopp og gerir þá ýmislegt varðandi húshald- ið. Hún vökvar blómin, sem eru ótalmörg. Hún þurrkar af ryk af mikilli natni, einkum af kristalsljósakrónunum tveimur. Um ellefuleytið klæð- ir frúin sig fyrir daginn, alltaf 3.TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.