Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 24

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 24
Hvernig eru franskar konur? Þær hafa orð á sér sem fegurstu og smekklegustu konur veraldar og þar á ofan heimsins beztu ástmeyjar. Léttúð í ástamálum hefur líka verið talin franskt þjóðareinkenni. Stendur þetta allt heima Ekkert kvenfólk í heimi hefur á sér jafn þjóðsagna- kennt orð og það franska — nema þá að það sænska sé farið að slá það út upp á síðkastið. Um langan aldur hefur það verið trú manna að þær frönsku séu afbragð allra annarra kvenna hvað snertir glæsileik, kyntöfra og fágun í ástaleikjum. En margir einkum þó konur hafa einnig haft fyrir satt að þær væru drykkfelldar, kaldrifjaðar og oft kynóðar. Hvort er rétt kannski hvorttveggja? Hvernig eru franskar konur í raun og veru? Ýmsir aðrir eiginleikar þeirra eru miklu síður gerð- ir að umtalsefni. Til dæmis sú staðreynd að þær eru ein hverjar fróðleiksfúsustu og iðnustu konur Evrópu, ef ekki í öllum heimi. Víðtækar sam- anburðarrannsóknir, sem vestur-þýzkir aðilar gerðu fyrir skömmu á sínu kven- fclki og því franska, leiddu meðal margs annars í ljós að nærri helmingur alls náms- fólks í Frakklandi er kven- kyns, en aðeins rúmlega fjórðungur í Vestur-Þýzka- landi. Sömu rannsóknir sýndu að nærri fjörutíu og sjö af hundraði allra franskra kvenna unnu utan heimilis. Rannsóknimar staðfestu einnig ýmis atriði þjóðsög- rnnar um frönsku konuna. Hún leggur meira upp úr kynlífinu en kynsystur henn- ar yfirleitt. Um áttatíu og þrjár af hundraði franskra kvenna kváðu — samkvæmt téðum rannsóknum — ekki telja sig geta karlmannslaus- ar verið, en i Vestur-Þýzka- landi eru ekki nema fimm- tíu og fimm af hundraði þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að vera án karlpenings- ins. í samræmi við þetta leggja franskar konur með mesta móti upp úr útliti sínu. Nctkun þeirra á andlitsfarða er rúmlega helmingi meiri en þeirra þýðversku og ilmvatns- notkun næstum þriðjungi meiri. Eitt af því, sem mesta at- hygli vekur við franskar kon- ur, er hversu mikið þær eru fyrir dýr. Meira en helming- ur þeirra á annaðhvort kött eða hund. Á ýmsum sviðum, sem sér- staklega snúa að konum, cru þær frönsku settar eftir því sem bezt gerist. Þær fá ó- keypis fæðingarhjálp, tiltölu- lega mikið er borgað með börnum og algengustu mat- og hreinlætisvörur eru ívið ódýrari í Frakklandi en víð- ast í Norður-Evrópu. Engu að síður er sú skoðun algeng meðal franskra kvenna að þær búi við lakari kjör en kynsystur þeirra í germönsk- um löndum, og sú skoðun er ekki út í hött. 1 húsnæðis- málum eru Frakkar til dæm- is langt á eftir Þjóðverjum og Skandinövum; fjörutíu og fjórar af hundraði allra franskra íbúða hafa hvorki bað eða salerni. Heimilistæki eins cg ryksugur, þvottavél- ar og brauðristar eru líka 24 VIKAN 3.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.