Vikan


Vikan - 20.01.1972, Qupperneq 3

Vikan - 20.01.1972, Qupperneq 3
3. tölublaS - 20. janúar 1972 - 34. árgangur Ný hlið á sögu Bítlanna Saga Bítlanna er enn til umræðu. í fyrra birtum við langt viðtal við John Lennon. Nú er röðin kom- in að Paul McCartney. Hann segir sögu Bítlanna frá sínu sjónarmiði á blaðsiðu 16. Ný fram- haldssaga hefst í þessu blaði Við viljum vekja athygli á nýrri framhaldssögu, sem hefst í þessu blaði. Hún heitir Kona um borð, og við spáum því, að les- endum þyki hún ekki sið- ur spennandi og skemmtileg en fyrri sög- ur okkar. Sjá bls. 12. Já, hvernig er franska konan í raun og veru? Er hún lauslát og ástleitnari en konur annarra þjóða? Á bls. 24 segir frá nýrri rannsókn á frönskum kon- um, sem þýzkt vikublað lét gera fyrir skömmu. KÆRI LESANDI! Reykjavík breytir um svipmót smátt oy smátt, þótt við tökum ekki eftir því. Það er til dæmis orðið öðruvísi um að litast á Lækjartorgi en var fyrir ör- skömmum tíma. Fyrst hvarf símaklefinn, sem var skemmti- lega gamaldags i laginu. þótt hann kæmi sjaldan að gagni vegna atorkusemi skemmdar- varga. Og á nýliðnu ári var einn góðan veðurdag komið fyrir heilu húsi á torginu. Það var strætis- vagnaskýlið, sem vissulega er notalegt og ylríkt í vetrarkuld- um, en eykur óneitanlega þrengsl- in á torginu og prýðir það naum- ast. Þannig breytist allt i rás tímans, íhaldssömum sálum til saknaðar og hrellingar. Einn er sá maður, sem um ára- bil setti mestan svip á lífið á Lækjartorgi. Það var prédikar- inn á kassanum. Hann var óþreyt- andi við að þruma yfir lýðnum af kassanum sínum, oftastnær á sunnudögum, en einnig aðra daga, ef veður leyfði. Hann var svo mælskur að undrun sætti. Það var vonlaust fyrir gárunga að ætla sér að kveða hann í kút- inn með framíköllum. Hann svar- aði alltaf fyrir sig af bragði; ekk- eri fékk vikið honum um hárs- breidd af vegi sannleikans. Sigurður Sveinbjörnsson er lát- inn fyrir nokkru. En Loftur Guð- mundsson rithöfundur heimsótti hann niræðan á Sólvangi, og seg- ir frá þeirri heimsókn á bls. 20. EFNISYFIRLIT GREINAR bls. Fremsti borgari Fiiadelfiu, önnur grein um Benjamín Franklin 6 Paul McCartney talar, viðtal við Bítilinn, sem nú er stórbóndi og hljómsveitarstjóri Wings 16 Tviburar með tveggja mánaða millibili 19 Þegar Guð lætur skepnuna tala, Loftur Guð- mundsson skrifar um prédikarann á Lækjar- torgi 20 Hvernig er franska konan? 24 SÖGUR Á bak við grímuna, smásaga 8 1 skugga eikarinnar, næstsiðasti hluti 10 Ncrnanótt, síðasti hluti 32 Kona um borð, ný og spennandi framhalds- saga, fyrsti hluti 12 ÝMISLEGT Matreiðslubók Vikunnar, fjórar litprentaðar uppskriftir 29 Lestrarhesturinn, lítið blað fyrir börn i um- sjá Herdísar Egilsdóttur, kennara 43 Simplicity-snið 23 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 14 Myndasögur 35, 38, 42 Krossgáta 45 Stjörnuspá 34 FORSÍÐAN_______________________ Árið byrjaði með sumarhlýindum, svo að grös tóku að spretta um hávetur. Hlýindin standa enn, þegar þetta er skrifað. En hver veit nema vetur ríki á ný með snjó og frosti, þegar prent- svertan er þornuð? Hvað sem því liður una stúlkurnar á forsiðunni sér vel á skiðum — í há- fjöllum, þar sem aldrei leysir snjó. VIKAN Útgefandl: Hllmlr hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlltstelknlng: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigriður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Rltstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð I lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mal og ðgúst. 3. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.