Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 47
Þótt vísindin ættu hug hans
allan, skipaði þó hugsjón hans
um þjónustu í þágu almenn-
ings æðri sess í vitund hans.
Það hlaut því að reka að því.
að hann yrði bendlaður við
stjórnmál fyrr eða síðar. Árið
1751 var hann kosinn á þing
Pennsylvaniunýlendunnar.
Þar með hófst nýr þáttur í
ævi hans — og ef til vill hinn
merkasti. ☆
Á BAK VIÐ GRÍMUNA
Framháld af bls. 9.
ams og var nú vonbetri en áður.
— Við gerum það, sagði
Mike. — Það er aðeins um eitt
að ræða ... en hvernig lízt yður
á þetta, Adams? Það eruð þér,
sem eigið að sitja við hliðina á
þessum manni, og kynna hann
— og kannski er það geðveikur
morðingi. Mér finnst það
ískyggilegt.
ÚR eftirlitsklefanum sá Mike
sex mismunandi útgáfur af
Wally Adams á skerminum.
Adams var að rausa formála
að sýningunni og fólkið í saln-
um hló dátt að bröndurum
hans.
En meðal áhorfenda sá Mike
sex andlit, sem voru eins og
höggin í tré — sex óeinkennis-
búna lögreglumenn, sem var
dreift á áríðandi stöðum við út-
göngudyrnar, reiðubúnir til að
gera aðsúg að hinum fræga
gesti, ef hann reyndi að strjúka.
Og bak við leiksviðið biðu
tveir lögreglumenn eftir Rice.
Adams virtist ekkert smeyk-
ur við það, sem í hönd fór.
Hann brosti út undir eyru, er
hann settist við borðið hjá
flokknum.
Þátttakendur voru kynntir og
settust, en fólkið klappaði.
Bennet Ives brosti og deplaði
augunum bak við gleraugun og
dró fram stól handa Sally Bur-
ack, og Jake Jenkins strauk af
sætinu, sem Lila Conway átti
að setjast á. Leiksviðsstjórinn
færði til hljóðnemann og gaf
merki um að allt væri tilbúið!
Hár maður með svarta grímu
kom inn á leiksviðið og þulur-
inn ósýnilegi sagði: — Dag
nokkurn í síðustu viku vann
þessi maður afrek í Chicago.
Nafn hans birtist í öllum blöð-
um... Hver er maðurinn?
Svo heyrðist lagið, sem alltaf
fylgdi þessum þætti. Og síðan
byrjaði þulurinn aftur og fór
nú að segja frá öllum kostum
sápunnar, sem firmað seldi, er
borgaði þessa sýningu, og lauk
máli sínu svo: Nú hefst drama-
tískasti þáttur sögunnar, undir
stjórn Wally Adams ... HVER
ER MAÐURINN?
Adams stóð upp þegar áhorf-
endurnir í salnum klöppuðu, og
beygði sig hæversklega. —
Þökk fyrir, dömur og herrar.
Nú býð ég ykkur nýja dagskrá,
með nöfnum úr fyrirsögnum
allra blaða.
Svo kynnti hann hópinn sinn
og loks fyrsta gestinn, sem var
með grímu. Það var gömul, grá-
hærð kona.
Þegar Wally Adams sýndi
blaðafyrirsagnirnar, sem nafn
hennar var nefnt í, gall við
hlátur. Hún hafði unnið fyrstu
verðlaun í samkeppni um vín-
artertubakstur í Louisiana.
í þessum svifum kom leyni-
lögreglumaður inn í eftirlits-
klefann.
— Er nokkuð að? spurði
Mike. — Er náunginn kominn?
— Hann situr bak við leik-
sviðið með grímuna. Vill ekki
tala við nokkurn mann. Hann
verður síðastur á dagskránni.
— Hvað sagði hann?
— Hann spurði hvort lög-
reglan væri hér, en tók öllu
rólega.
— Gott, sagði Mike. — Hafðu
auga á honum og láttu hann af-
skiptalausan. Við getum beðið.
Það verður langt þangað til
hann fer að meðganga.
Njósnarinn fór og Mike leit
inn á sviðið aftur og heyrði
Sally Burack segja: — Bíðum
nú við! Þér segið, að það hafi
gerzt nýlega ... og fleiri voru
viðstaddir. Var þetta sam-
keppni?
— Já, svaraði gamla konan
og brosti undir grímunni.
— Voru aðeins konur þátt-
takendur?
— Já.
— Var þetta bökunarsam-
keppni?
— Já.
— Vínartertubökunarsam-
keppni’
— Já.
— Sem haldin var í fyrri
viku í Louisiana?
Nú heyrðist dynjandi lófa-
klapp, sem sýndi að Bennet
Ives hafði átt lcollgátuna og
Wally Adams notaði tækifærið
og minntist á kosti sápunnar,
sem borgaði brúsann. Næstu
þrír grímumennirnir voru öku-
gikkir — þeir einu, sem höfðu
komizt lífs af úr kappakstri sjö
bíla. Lily Conway gat sagt deili
á þeim í fyrstu umferð. Svo
kom kvikmyndadís, sem hafði
fótbrotnað við kvikmyndatöku.
Mike fékk sinadrátt, þegar
Wally Adams gekk fram til að
kynna síðasta atriðið á dag-
skránni.
—■ Áður en lengra er farið,
tel ég rétt að aðvara áhorfend-
ur. Hér hafa verið margir gest-
ir, sem hafa gert margt merki-
legt. Næsti gestur okkar er
óvenjulegur og það er ekki
skemmtilegt leyndarmál, sem
hann býr yfir. Ég þekki ekki
nafn þessa manns — enginn
þekkir nafn hans, en ég skal
ábyrgjast, að nú skuluð þið
upplifa spennandi atriði.
Hann kinkaði kolli til leik-
sviðsstjórans. — Látið herra X
koma inn.
MIKE hélt niðri í sér andan-
um. Maðurinn, sem kom inn,
var meðalmaður á vöxt, grann-
ur, hárið skolrautt, sem sást
yfir svörtu grímunni. Hann var
ofur hversdagslega klæddur, í
hvítri skyrtu og með hálsbindi.
Og virtist rólegur og stillilegur.
Wally Adams sneri sér að
flokknum. — Við höfum nú
aðra aðferð en vant er. Engar
upplýsingar verða gefnar og
áhorfendur fá ekki að vita hvað
maðurinn hefur gert. Jake
Jenkins byrjar að spyrja.
Jenkins leit hvasst á mann-
inn. Vitanlega vissi hann ekki
hvað í vændum var. Það voru
aðeins lögreglumennirnir og
Wally Adams, sem vissu um
það.
— Þetta var dágóð kynning!
sagði Jenkins. — Þér munuð
ekki vera forstjóri fyrirtækis-
ins, sem borgar þessa dagskrá?
Einhverjir skriktu. Enginn
vildi hlæja hátt eftir formála
Willys. Grímumaðurinn hristi
höfuðið en þagði.
— Eruð þér nokkuð við
stjórnmál riðinn?
— Nei.
— Hafið þér gert eitthvað
mjög óvenjulegt?
— Já, í rauninni hef ég það.
Þó hafa margir gert það á und-
an mér.
— Hafið þér sett met?
— Nei.
Nú var mínúta liðin og Sally
Burack átti að spyrja næst. —
Kemur atvinna yðar nokkuð
þessu máli við. Mundi það létta
fyrir okkur að vita hvað þér
starfið?
— Ekki held ég það.
Rödd grímumannsins var ró-
leg og hæg.
— Eru aðrir við mál yðar
riðnir? spurði Sally.
Grímumaðurinn hikaði og
hvíslaði einhverju að Wally Ad-
ams, sem sat fyrir innan skrif-
borðið. Wally stóð upp.
— Það er ein manneskja að
— Allt í lagi, stíflan er farin!
auki við það riðin, sagði hann.
— En gestur okkar telur þýð-
ingarlaust að þekkja nafn henn-
ar.
— Hafið þér gert eitthvað
með eða móti þeirri manneskju?
Mike hallaði sér fram. Grímu-
maður hreyfði höndina. — Já,
móti.
Nú heyrðist umlað í salnum.
— Bennet Ives, sagði Wally.
Bennet lagaði gleraugun og
setti á sig stút. — Þessi mann-
eskja — er þessi manneskja
sælli nú, eftir það, sem þér
gerðuð?
— Sælli? Ja, því ekki það!
— Við skulum svara nei við
þessari spurningu, tók Wally
fram í. Hann var orðinn lág-
værari. — Ég efast um að hann
hafi orðið sælli við það, sem
kom fyrir hann.
— Það hefur þá ekki verið
neitt skemmtilegt? sagði Ives.
Grímumaðurinn hló. Og
spyrjendurnir fór að verða
undrandi.
— Snertuð þér við þessari
manneskju?
— Nei.
— Þér gerðuð henni þá ekki
líkamlega þjáningu?
— Jú, það tel ég víst.
— En snertuð hana ekki?
Bennet datt í hug skotvopn en
vildi ekki nefna það. — Gerð-
ist þetta með einhverju fjar-
stýrðu?
NÚ heyrðist umlað í salnum.
Lila Conway tók við að spyrja,
og endurtók síðustu spurning-
una.
■— Ég mun verða að svara
þessu játandi, sagði grímumað-
urinn eftir dálitla umhugsun.
Lila leit vandræðalega á Wally
Adams. Svo varð hún sviplétt-
ari og spurði: — Var þetta ein-
hvers konar gaman?
— Alls ekki, sagði Adams
flausturslega. Mike sá svita-
dropa á enninu á honum. Hon-
3. TBL. VIKAN 47