Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 7
Benjamín Franklin var orðinn einn fremsti borgari í Fíladelfiu. Hinn aðlaðandi persónuleiki hans, hlýlegt við- mót og hjartagæzka, gerði ‘það að verkum, að sumir ímynduðu sér, að auðvelt væri að vefja honum um fingur sér. En þeim skjátlaðist. Fyrr en varði kom í ljós, að undir ljúfu yfirbragði leyndist heitt skap og járnharður vilji... inn lofaði að annast að öllu leyti undirbúning fararinnar. Franklin steig á skipsfjöl fullur eftirvæntingar og þótti sem ævintýri lífs hans væri að hefjast. Hann hafði engin með- mælabréf eða önnur gögn frá fylkisstjóranum í höndum. Keith hafði sagt honum, að hann mundi biðja einn af far- þegum skipsins fyrir bréfin. Franklin hafði kvatt Deboru nokkru áður en skipið leysti landfestar og heitið henni að koma aftur jafnskjótt og hann hefði lokið innkaupunum i Englandi. Hún kvaddi hann með tárum og var í öngum sín- um vegna brottfarar hans. I sjálfsævisögunni segir svo: „Eg hafði um þessar mundir biðlað til ungfrú Read. Ég var ástfanginn og bar mestu virð- ingu fyrir henni. Ég hafði lika nokkra ástæðu til að halda, að henni litist á mig. En af því að ég var í þann veginn að leggja af stað í langferð og við vorum bæði ung, tæplega átján ára, þá -þótti móður hennar væn- legra að fresta brúðkaupi þang- að til ég kæmi aftur. Það væri að öllu leyti þægilegra að halda það þá, og þá væri ég líka orð- inn sjálfstæður prentsmiðju- eigandi. Það getur líka vel verið, að henni hafi ekki sýnzt framtíðarhorfur mínar eins glæsilegar og mér sjálfum." Franklin naut sjóferðarinnar í fyllsta máta. Skömmu eftir að skipið lagði af stað, innti hann skipstjórann eftir skjöl- unum frá fylkisstjóranum. Hann sagði, að slík skjöl væru öll geymd í einum poka, og ekki væri auðvelt að ná til þeirra, fyrr en rétt áður en skipið kæmi til Englands. Franklin lét sér þetta lynda. Þegar skipið sigldi inn Ermar- sund, efndi skipstjórinn loforð sitt og leyfði Franklin að rann- saka bréfapokann Þar var engin bréf að finna frá fylkisstjóranum. Honum þótti þetta fjarska kynlegt, en lét þó eigi hugfall- ast, heldur hélt vongóður i land og vildi ekki trúa öðru en allt færi vel. En smátt og smátt rann upp fyrir honum ljós. Hann sá, hvernig í pottinn var búið. Fylkisstjórinn hafði ekki undirbúið ferðina hið minnsta. Hann hafði sagt Franklin, að hann gæti keypt vélarnar með lánskjörum. En þegar á reyndi hafði fylkisstjórinn alls ekkert lánstraust í Englandi. Benjamín Franklin stóð uppi einn og yfirgefinn í ókunnu landi, næstum alveg peninga- laus og varð að horfast í augu við þann bitra sannleik, að hann hafði látið blekkjast hrap- allega. f ævisögu sinni segir hann svo: „En hvað á maður að halda um fylkisstjóra, sem leikur slík þorparabrögð og beitir þeim við fáfróðan, fátækan dreng? Þetta var orðinn ósjálfráður vani hjá honum. Hann vildi koma sér vel við alla, og úr því að hann hafði lítið fémætt að gefa, þá gaf hann vonir.“ Franklin dvaldist átján mán- uði í Lundúnum og vann baki brotnu, fyrst í prentsmiðju, en síðan við verzlunarstörf. Hann eyddi litlu utan þess er fór í leikhúsferðir og bækur. En lausbeizlaður vinur hans sá til þess, að hann efnaðist ekki, fékk lánuð hjá honum 27 pund, sem var mikið fé, þar sem kaup var lágt, og greiddi skuldina aldrei. Margt var breytt í Fíladel- fíu, er Franklin kom þangað aftur. Keith var ekki lengur fylkisstjóri, en annar maður hafði tekið við embætti hans. Franklin komst að raun um, að ef hann hefði leitað ráða hjá öðrum, hefði ekki farið hjá því, að hann hefði fengið að vita allan sannleika um Keith. Þeg- ar áður en hann lagði af stað, var almannarómur, að fylkis- stjórinn væri óáreiðanlegur. Hann naut ekki trausts nokk urs manns. Franklin mætti Keith eitt sinn á götu, þar sem hann gekk um strætin réttur og sléttur borgari. Hann heils- aði Franklin, en hélt síðan leið- ar sinnar, án þess að segja nokkuð. Hann sýndist blygðast sín og mátti sannarlega gera það. Benjamín Franklin hefði líka blygðast sín, ef hann hefði mætt ungfrú Read á götu, því að hann hafði ekki skrifað henni nema eitt bréf frá Eng- landi. Hún örvænti því um, að hann kæmi nokkuð aftur, og gekk því að eiga leirkerasmið að nafni Roger. En hún var ekki hamingjusöm í hjóna- bandinu; skildi fljótlega við mann sinn, enda reyndist hann auðnulítill og óreglusamur. Fram til þessa tíma hafði Franklin verið efasemdarmað- ur í trúmálum. Margir vinir hans voru fríhyggjumenn og gagnrýndu trúarbrögðin óspart. En nú tók Franklin að hugsa meira en áður um þessi mál og endurmeta afstöðu sína til þeirra. Um þetta tímabil skrif ar hann eftirfarandi: „Ég varð sannfærður um, að eitt hið þýðingarmesta í lífinu væri sannleikur, einlægni og hreinlyndi í öllum skiptum manna á milli . . Hann samdi lista yfir ákvarð- anir og reglur á sviði siðgæði og reyndi að lifa eftir þeim. En það reyndist hægara sagt én gert. Hann vildi festa ráð sitt og leitaðist við að kynnast nokkrum fjölskyldum í því augnamiði. En hann komst fljótt að raun um, að prentiðn þótti ekki merkileg starfsgrein, enda voru flestir prentarar fá- tækir. Hann þurfti ekki að vænta heimanmundar með konuefni, nema því aðeins að konan þætti einhver gallagrip- ur. „Um þessar mundir steypti æskuástríðan, sem fáir ráða við, mér út í viðkynningu við götustúlkur, sem ég rakst á.“ skrifar hann. „Þessu fylgdi kostnaður og ýmis vandkvæði." Hann lenti í ástarævintýri með konu af lágum stigum og ól hún honum óskilgetinn son. Hann gekkst þegar við drengn- um og tók á sig fjárhagslega ábyrgð varðandi uppeldi hans. Hann lét skíra hann William. Þessi dýrkeypta reynsla varð til þess, að Franklin lagði kapp á að reyna að kvænast sem fyrst, áður en hann félli fyrir fleiri freistingum af slíku tagi. Kunningsskapur hafði hald- izt með honum og Reads-fjöl- skyldunni og vingjarnleg bréf farið á milli þeirra. Reads- fólkið bar virðingu fyrir Frank- lin og þótti vænt um hann, síð- an hann hafði búið í húsi þess. Þessi afstaða breyttist ekkert, þótt slitnaði upp úr trúlofun hans og Deboru. Móðir hennar áleit til dæmis, að dóttir henn- ar ætti sjálf sök á hvernig fór, fyrst hún hefði gifzt, áður en mannsefnið kom heim. Framhald á hls. 41. 3. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.