Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 33
FRAMHALDSSAGA EFTIR RONA RANDALL 9. HLUTI Aldrei hefði hana grunað að slíkt brjálæði væri til á þessum síðustu tímum, ekki einu sinni í draumi. Hér líkur sögunni af hinni furðulegu reynslu, sem Helen varð fyrir í heimsókn hennar til litlu, rólegu eyjar- innar í Ermasundi. Hljóðið sem loksins vakti hana til lífsins, var vælið í Sírenugjótunni. Það var það sem neyddi hana til veruleik- ans, sem hún gat ekki horfst í augu við. Svo opnaði hún augun og leit upp í dimman himinninn, þar sem við og við sáust birtublett- ir, þegar skýjabólstrarnir hleypt tunglskininu í gegn. Hún lá á einuhverju, sem var á floti og vaggaði henni fram og aftur. Hún reyndi að setjast upp, en hljóðaði þá upp yfir sig af kvöl- um. Einhver sagði: — Liggðu kyrr! Hún þekkti röddina. Það var rödd Johns. Nú varð hugsun hennar skír- ari og hún skildi að þau voru um borð í bát, sem mjakaðist hljóðlaust áfram, burtséð frá daufu áraglami. Hann hvíslaði og honum var mikið niðri fyrir. — Helen, hvað sem þú annars gerir, þá hreyfðu þig ekki, fyrir alla muni! Ef ábreiðan rennur af þér, getur verið að þau þarna uppi komi auga á þig, þegar tunglið kemur fram úr skýjum. Þau eru þar ennþá, þessvegna þori ég ekki að ræsa vélina og held mig hér upp við ströndina. Ef ég fer lengra út, sjá þau okk- ur. Ég lét reipið hanga — vona til Guðs að þau trúi því að það hafi slitnað og þú fallið í röst- ina! Helen lokaði augunum og mundi nú eftir blikandi hnífn- um og einhverjum sem greip um mitti hennar og hélt henni fastri. En hún hafði ekki séð höndina sem hélt á hnífnum og ekki arminn, sem hélt um hana. Hún opnaði þung augnlokin og horfði á vangasvipinn á John. Hann var í svörtum föt- um, með svarta hanska og svarta húfu dregna niður á and- litið. — Þegar við komumst fyrir þennan odda, verðum við að róa inn í gjótuna og halda okkur þar, þangað til þau eru farin, hélt hann áfram. — Það er of hættulegt að fara strax til Munkavíkurinnar, þau eru vön að halda þessum helvítismess- um áfram til dagmála. Helen fannst líða eilífðartími þangað til gutlið frá árunum hætti og hún skildi að þau flutu inn í gjótuna með flóðinu. Þar var bleksvart myrkur og öldurnar skullu við klettana og út aftur. En þarna voru þau örugg, það gat enginn fundið þau, vegna þess að enginn þorði að fara inn í gjótuna. John strauk vott hárið frá andlitinu á henni og gætti að hvort ábreiðan væri vel vafin um hana. Hann lyfti upp höfði hennar og eitthvað óskaplega sterkt rann inn fyrir var- ir hennar, eitthvað sem rak í burtu dauðakuldann. Svo mundi hún ekkert meir, fyrr en vélin fór í gang og hljóðið í henni vakti hana. Sólin var risin og allt var kyrrt og hljótt á eynni. Þau gátu nú óhindrað farið til Munkavikurinnar. John vafði ábreiðunni vel ut- an um hana og bar hana heim til sín, athugaði meiðslin og bjó vel um þau og kom henni í rúmið. Hún vissi ekki hve lengi hún svaf, en þegar hún vakn- aði, sat einhver á rúmstokkn- um. Það var ekki John, það var Alan! Alan skildi ekki hversvegna John vildi að hann sæti hjá þessarri stúlku, þangað til hún vaknaði, en þar sem hann var í mikilli þakkarskuld við John, fannst honum það sjálfsagt. John hafði hjúkrað honum, líklega bjargað lífi hans, þótt Alan myndi ekki hvað komið hafði fyrir hann. John hafði sagt honum að hann hefði fall- ið í Sírenugjótuna og að hann hefði fundið hann þar, meðvit- undarlausan og hálf drukknað- an. — Sem betur fór var að falla út og þú hafðir fallið niður á sillu, hafði John sagt honum. — Annars hefðirðu drukknað. Það halda þau að þú hafir gert og það er bezt að láta þau standa í þeirri trú, að minnsta kosti til að byrja með. Hvaða „þau“ hann hafði tal- að um, vissi Alan ekki. Nöfn eins og Charles Godfrey, Pene- lope, Rocky, sögðu honum ekki neitt, en þó höfðu einhverjar óljósar myndir flogið fyrir í huga hans síðustu daga. Sérstaklega var það eitt nafn, sem hann setti í samband við einhvern stað, — hótel, og í hvert sinn sem þetta kom í hug hans, varð hann glaður og eft- irvæntingarfullur. Hann reyndi af alefli að halda þessari minn- ingu fastri, koma henni í sam- band við eitthvert nafn, en það gufaði upp, áður en það hafði tekið á sig mynd. En þetta var örugglega kona. Einu sinni dreymdi hann að hann héldi henni í örmum sér, en þegar hann leit upp, hvarf sýnin í þoku. Hann vaknaði þá, í einu svitakófi. Læknirinn, sem John hafði 1 1 * l/i f w A A nWm'AW'lt’WKwW’A; wK’ Framhald á bls. 32. 3. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.