Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 46
leigu og fleiri tákn um vax- andi velgengni og framfarir. „Það er ekkert að marka,“ sagði maðurinn. „Mér er full- kunnugt um, að einmitt þetta og þvílíkt ríður okkur að fullu innan skamms." Hann sagði Franklin frá óförum svo margra manna, sem hefðu ýmist þegar farið á höf- uðið eða römbuðu á barmi gjaldþrots, að Franklin komst í illt skap. „Hefði ég þekkt mann þennan, áður en ég stofnaði prentsmiðjuna," skrif- ar hann, „þá hefði ég að öllum líkindum aldrei ráðizt í það.“ Þeir lögðu hart að sér og unnu í prentsmiðjunni myrkr- anna á milli. Dugnaður þeirra og kapp vakti athygli í borg- inni, jók álit þeirra smátt og smátt og aflaði þeim láns- trausts. í kaupmannaklúbbnum barst nýja prentsmiðjan eitt sinn í tal, og voru flestir sam- mála um, að hún hlyti að fara á höfuðið innan skamms, þar sem þrjár prentsmiðjur gætu naumast þrifizt í ekki stærri borg. Einn maður tók þó upp hanzkann fyrir Benjamín Franklin og sagði: „Kapp hans er meira en ég hef nokkru sinni vitað áður. Hann er að vinna, þegar ég kem heim úr klúbbnum. Og hann er farinn að vinna á morgnana, áður en nágrannar hans komast úr bælinu.“ Þessi ummæli urðu til þess, að margir kaupsýslumenn tóku að skipta við nýju prentsmiðj- una, enda spurðist brátt að hún prentaði betur en gömlu smiðj- urnar. Benjamín Franklin var vand- virkur og snjall prentari, og einnig hugkvæmur í viðskipt- um. Að minnsta kosti einu sinni beitti hann ofurlitlum brögðum til að fá fast og arð- vænlegt verkefni fyrir prent- smiðju sína. Lög og önnur op- inber skjöl voru prentuð í ann- arri af gömlu prentsmiðjunum. Eitt sinn var prentað mikil- vægt ávarp þingsins til fylkis- stjórans og voru í því ótal vill- ur og frágangur þess allur hinn sóðalegasti. Franklin varð sér úti um eitt eintak af ávarpinu, endurprentaði það villulaust og snyrtilega og sendi síðan hverj- um þingmanni eitt eintak. Það fór ekki hjá því, að þingmenn tækju eftir mismuninum á þessum tveimur útgáfum. Árið eftir prentaði nýja prentsmiðjan öll skjöl bæði fyrir þingið og fylkisstjórann. Þrátt fyrir dugnað Franklins stóð rekstur prentsmiðjunnar í járnum og stafaði það meðal annars af því, að félagi hans brást með öllu; reyndist léleg- ur verkmaður og sjaldan ódrukkinn. Síðar keypti Franklin hlut hans og eignað- ist prentsmiðjuna einn. En það var ekki fyrr en Franklin hóf útgáfustarfsemi, sem hagur hans vænkaðist. í Fíladelfíu var aðeins gefið út eitt blað, sem að auki var fjarska lítil- mótlegt; illa skrifað og alveg laust við að vera skemmtilegt. Samt var það mikið keypt og skilaði ágóða. Franklin var sannfærður um, að gott blað hlyti að fá afbragðs undirtekt- ir. Hann stofnaði blaðið „Penn- sylvania Gazette" og hlaut það á örskömmum tíma meiri út- breiðslu en nokkurt annað blað. sem gefið var út í brezku ný- lendunni. Blaðið var nýstárlega uppsett, letur og prentun betra en menn áttu áður að venjast og allur frágangur til fyrir- myndar. Og ekki spillti inni- haldið fyrir. Benjamín Frank- lin var að sjálfsögðu sjálfur ritstjóri og skrifaði mest í blað- ið. Hann lét gamminn geysa, fór tíðum á kostum; fjölmarg- ar greinar hans og ritgerðir leiftruðu af snilldarlegri kímni. Blaðið birti reglulega bréf frá ýmsum tilbúnum persónum, og áttu þær langmestum vin- sældum að fagna. Af þeim má nefna Antony Afeterwit, sem átti svo eyðslusama eiginkonu, að hún gerði hann gjaldþrota; skassið Celiu Single og kjafta- kindina Alice Eiturtungu, sem var sérfræðingur í öllu því, er að slúðursögum og rógi laut. Kaupendatalan óx jafnt og þétt. Stjórnmálamenn sáu brátt, að hér var komið fram á sjónarsviðið blað með rit- stjóra, sem kunni að halda á penna. Þeir gerðu sér grein fyrir áhrifamætti slíks blaðs og þótti því vænlegast að eiga vingott við Benjamín Franklin. Hann gaf út sitthvað fleira en blaðið, svo sem „Almanak hins snauða Ríkharðs", sem náði mikilli útbreiðslu og þótti afburða skemmtilegt. Bæði blaðið og almanakið skreytti Franklin gjarnan með máls- háttum og orðskviðum, ýmist eftir sjálfan sig eða aðra. Hann var sannkallaður snillingur í að betrumbæta og skrumskæla spakmæli. En kímnigáfan var aðeins einn þátturinn í persónuleika hins fjölhæfa Benjamíns Frank- lins. Þegar áður en útgáfa blaðsins hófst, hafði hann stofnað félag eða klúbb, sem átti að berjast fyrir sameigin- legum framförum og endurbót- um í þjóðfélaginu. Félagið hlaut nafnið „Junto“ og lýsir Frank- lin því á þessa leið: „Við héldum samkomur á föstudagskvöldum. í félagslög- unum, sem ég samdi, var það ákveðið, að hver félagi skyldi, er röðin kæmi að honum, leggja eina eða fleiri spurningar fyr- ir félagsmenn viðvíkjandi sið- gæði, stjórnmálum eða náttúru- fræði, og skyldu félagarnir síð- an ræða spurningar þessar. Þá skyldi hver félagi á þriggja mánaða fresti lesa upp ritgerð, sem hann hefði sjálfur samið um sjálfvalið efni. Forseti skyldi stýra umræðum, en ann- ars skyldu þær stjórnast af einlægri leit eftir sannleikan- um í hverju máli, án þess að lenda í stælum og deilukeppni. Til þess að komast hjá illdeil- um, fullyrðingum og mótmæl- um, var allt slíkt bannað eftir nokkurn tíma og smávægileg fésekt lögð við, ef út af var brugðið." Franklin tilgreinir alla stofn- endurna og lýsir hverjum um sig í ævisögu sinni, en segir síðan um félagið: „Það var bezti skólinn í heimspeki, siðfræði og stjórn- málum, sem þá var til í fylk- inu. Spurningar okkar lásum við upp vikutíma áður en þær voru ræddar. Þetta kom okkur til að lesa ýmislegt með sér- stakri athygli, sem mætti koma að gagni í viðræðum okkar. Þá vöndumst við á betri umræðu- siði, því að við veittum því öllu vandlega eftirtekt, sem gat orðið til þess að styggja þann, sem rætt var við og bönnuðum það í ræðureglum okkar. Þetta átti sinn þátt í því, að félagið varð svo lang- líft.“ Málfundafélag Benjamíns Franklins varð síðar öflugt stjórnmálatæki. Með hjálp þess og blaðsins tókst honum að koma á laggirnar slökkviliði sjálfboðaliða og áskriftarbóka- safni, en hvort tveggja var nýj- ung í Ameríku. Hann var einn- ig helzti hvatamaður að stofn- un sjúkrahúss í Pennsylvaniu og Akademíu Fíladelfíu, sem var vísir að háskóla fylkisins. Hann aðstoðaði við að skipu- leggja fyrsta landvarnarlið ný- lendunnar og svo mætti lengi telja. Hann var póstmeistari Fíla- delfíu samfleytt í sextán ár, og tók það starf að sér fyrst og fremst til að vernda hagsmuni blaðs síns. Póstmeistarinn, sem hafði verið á undan honum, hafði einvörðungu leyft póst- sendingar- þeirra blaða, sem honum féll vel við eða átti á einhvern hátt hlutdeild í. Árið 1753 var Franklin gerð- ur að aðstoðarpóstmálastjóra, og í krafti þess embættis end- urskipulagði hann allt póst- málakerfið frá rótum. Endurbætur hans voru ekki svo litlar. Hann stytti til að mynda sendingartíma bréfa milli Boston og Fíladelfíu um helming, úr sex vikum í þrjár. Hann leyfði að sjálfsögðu póst- Sendingar allra dagblaða, án nokkurs tillits til þess, hverjir útgefendur þeirra væru. Hann lét reisa vörður við póstleiðir, svo að hinir ríðandi bréfberar gætu betur hugað að því, hvernig þeim sæktist ferðin. Hann gerði áætlanir um nýja vegi, ný vöð á ám og nýjar ferjur. Á þremur árum hafði honum tekizt að hrinda í fram- kvæmd geysimiklum endurbót- um á póstþjónustunni. Fjórða árið var hagnaður af henni í fyrsta sinn í sögu hennar. —0— Benjamín Franklin var orð- inn einn fremsti borgari í Fíla- delfíu. Hinn aðlaðandi per- sónuleiki hans, hlýlegt viðmót og hjartagæzka, gerði það að verkum, að sumir ímynduðu sér, að auðvelt væri að vefja honum um fingur sér. En þeim skjátlaðist. Fyrr en varði kom í ljós, að undir ljúfu yfirbragði leyndist heitt skap og járn- harður vilji. Rekstur fyrirtækja Frank- lins stóð með miklum blóma og lagði hann hagnaðinn í verð- mætar fasteignir. Hann var orðinn efnaður maður og af- skipti hans af félagsmálum orð- in svo umfangsmikil, að hann hafði lítinn tíma aflögu til að sinna fyrirtækjum sínum. Auk þess dreymdi hann um að geta sinnt vísindastörfum. Dag nokkurn kom hann því að máli við einn af beztu prent- urum sínum. David Hall að nafni, og kvaðst reiðubúinn að fá honum öll fyrirtækin í hend- ur með skriflegum samningi, dagblaðið, almanakið og prent- smiðjuna, til fullrar eignar að 18 árum liðnum, ef hann sam- þykkti að reka fyrirtækin þangað til og deila hagnaðin- um til helminga á milli þeirra. Hall samþykkti að sjálfsögðu þessa uppástungu og næstu fjögur árin fékk Benjamín Franklin tækifæri til að stunda tilraunir sínar á sviði rafmagns. 46 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.