Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 32
Vegna mistaka í prentsmiðju rugluðust bls. 32 og 33 og biðjum við yður að hefja lesturinn á bls. 33.
fengið til að koma til hans,
hafði verið mjög ákafur, þegar
hann heyrði drauminn og spurði
hann í þaula. Hvernig leit
stúlkan út? Var hún ljóshærð
eða dökkhærð? Gat hann ekki
munað hvað hún hét? Ekki
hvort hún væri með sítt eða
stutt hár.
Hann hafði reynt að muna,
en þá kom höfuðverkurinn,
ennþá verri en áður og eftir
það hafði Forrester ekki reynt
aftur.
Likamlega virtist hann al-
heill. Hann hafði sloppið með
nokkur brotin rifbein og heila-
hristing og hann var hraustur
og sterkbyggður. John hafði
hjúkrað honum í fyrstu. áður
en hann fór til St. Peter til að
ná í lækni. Forrester hafði ekki
álitið nauðsynlegt að senda
hann á sjúkrahús, það væri
hyggilegra að sjá til hvort ekki
rofaði til í huga hans. Það höfðu
ekki komið í ljós nein merki um
alvarlega heilaskemmd. Höfuð-
verkurinn hvarf smátt og smátt
og Forrester hélt því fram að
minnisleysið væri aðeins stund-
arfyrirbæri.
John brýndi fyrir honum að
vera þolinmóður, en Alan var
ekki rólyndur að eðlisfari og
honum fannst bæði óþægilegt
að sitja svona innilokaður og
óskiljanlegt hversvegna það
ætti að vera nauðsynlegt.
John sagði honum að allt
myndi lagast, ef hann væri ró-
legur. Hvernig átti hann að
vera rólegur? Hann var lokað-
ur inn, eins og fangi í hvert
sinn þegar John fór út. Hann
mátti ekki einu sinni lyfta
gluggatjöldunum frá!
— Hvern fjandann á þetta að
þýða? Treystirðu mér ekki?
— Nei, það geri ég ekki,
hafði John svarað. — Ekki með-
an þetta minnisleysi þjáir þig.
Ég neyðist til að loka þig hér
inni, meðan málin standa
svona. Penelope er tortryggin.
Hún hefur verið að sveima hér
í kringum húsið ískyggilega oft
í seinni tíð.
— Hver er Penelope?
— Kona Godfreys. Ég treysti
henni ekki. En þú verður að
láta þér lynda að treysta mér
og fara í öllu að mínum boðum!
í fyrstu hafði Alan verið ró-
legur og gert það sem honum
var sagt, en í seinni tíð var
hann orðinn mjög óþolinmóður.
— Það er merki um bata,
hafði Forrester sagt, síðar, þeg-
ar þér fóið minnið, verðið þér
þakklátur John fyrir þessar
varúðarráðstafanir.
Stúlkan í rúminu hreyfði sig,
opnaði augun ... Varir hennar
hreyfðust og hann gekk til
hennar.
Þá settist hún upp og vafði
örmum um hálsinn á honum.
—• Alan ... Alan ... Alan,
snökkti hún.
Hann þrýsti henni að sér, því
að hann fann að hún átti í
miklu stríði. Og þá varð honum
ljóst að þannig hafði hann þrýst
henni að sér áður. Mjúkur lík-
ami hennar var honum svo
kunnuglegur og kær og hann
heyrði sjálfan sig stama: — Hel-
en, ástin mín ...
Og þá skeði kraftaverkið,
hann vissi allt í einu hver hún
var. Hún var stúlkan, sem hann
hafði reynt að muna eftir,'
stúlkan, sem hann þráði svo
mjög, og nú mundi hann það
allt saman. Þetta var eins og að
fæðast á ný...
Þegar John kom inn, voru
þau ennþá í faðmlögum, eins og
þau gætu ekki sleppt hvort
öðru og þau urðu hans alls ekki
vör.
Hann virti þau fyrir sér
stundarkorn, áður en hann
sagði:
— Ef ég hefði aðeins vitað
um samband ykkar fyrr, þá
hefði ég losnað við miklar
áhyggjur. Ég hélt að þið væruð
aðeins lauslega kunnug og að
Helen myndi strax kom upp
um leyndarmál okkar, segja frá
að þú værir á lífi. Já, vertu
ekki svona hneyksluð á svip,
stúlka mín! Ég veit að þér varð
mikið um að heyra að Alan
væri látinn, en það gat verið að
þú tækir það svona nærri þér,
þótt hann hefði aðeins verið
kunningi þinn.
— Ég varð svo hrædd, þegar
ég vaknaði, sagði Helen. — Ég
hélt að hann þekkti mig ekki!
— Það gerði ég heldur ekki.
Segðu henni frá þessu öllu,
John, ég er of ruglaður til að
geta sagt frá þessu á skilmerki-
legan hátt, sagði Alan.
John náði sér í stól, settist
öfugt á hann og hallaði sér
fram á stólbakið. — Ég vonaði
að þú fengir minnið, þegar þú
kæmir auga á hana og ég er
mjög glaður yfir því að sú
varð raunin. Já, til að byrja
með, féllst þú ekki í Sírenu-
gjótuna fyrir eigin aðgerðir! Þú
varst sleginn í rot og þér síðan
dröslað þangað. Ég var sjónar-
vottur að því og ég þekkti
Rocky. En ég hafði grun um að
hann væri aðeins verkfæri hjá
Godfrey. Þessvegna hélt ég þér
hérna, til að reyna að fá sann-
anir fyrir því.
— En hversvegna vildi Char-
les losna við Alan? spurði Hel-
en. — Ég get skilið að hann
hefði viljað losna við mig, en
Alan?
— Hvað áttu við með þessu?
tók Alan fram í fyrir henni. —
Losna við þig? Hvað hefur eig-
inlega skeð?
Þau sögðu honum þá alla sög-
una og hann þrýsti henni svo
fast að sér að hana sárverkjaði
undan faðmlögum hans.
— Ó, guð! sagði hann að lok-
um. — Og allt vegna þess að ég
varð forvitinn, langaði til að
vita hvað þau væru öll að gera,
þegar þau voru að flækjast um
á nóttunni!
— En ég skil samt ekki hvers-
vegna hann varð að myrða þig,
sagði Helen. — Það er ekki ó-
löglegt að fást við galdra og
kukl — fólk má fúska með
svartagaldur eftir eigin geð-
þótta, það veit ég. Það skipti
öðru máli með mig, ég hafði
grun um að þú hefðir verið
myrtur og vildi láta lögregluna
rannsaka það mál. Ég var
hættuleg fyrir Charles.
— Hann hlýtur að hafa verið
viti sínu fjær af reiði. Annars
hefði hann ekki lagt í þá hættu
að láta fremja morð að við-
stöddum vitnum. Hann er of
varkár til að gera slíkt. Ég hefi
haft auga með þessum brjál-
æðingum síðan þú sagðir mér
frá grunsemdum þínum, Alan.
Og ég hefi hlerað ýmislegt á
vertshúsinu. En þetta hefir ver-
ið nokkuð óljóst, þangað til í
kvöld.
— Ég get ekki ennþá sætt
mig við að Charles stjórni þessu,
sagði Alan. — Hvað svo sem
hann er, þá er hann ekki hjá-
trúarfullur bjáni. Hann er
miklu fremur raunsæismaður.
— Ég held að ég sé farinn að
skilja samhengið í þessu, sagði
John. — Hann hefir komizt að
því að svartigaldur var hefð
hér á þessum eyjum og hefir
haldizt við líði, vegna þess hve
eyjarnar eru afskekktar. Hann
hefir svo notfært sér einfeldni
eyjarskeggja. Hann leyfði
verkamönnum sínum að stunda
þessa djöflatrú, en um leið
hélt hann þeim hæfilega hrædd-
um.
— Já, ég fann að þeir voru
hræddir við hann, en skildi
ekki hversvegna, sagði Alan. —
Hann þurfti aldrei að hækka
róminn, til að láta þá hlýða sér.
Það lá við að ég öfundaði hann.
Völd og peninga, það hefir allt-
af verið efst á baugi fyrir Char-
les.
— Peningar, já, þar hittir þú
naglann á höfuðið, Alan! Það
var ekki vegna þess að þú hafð-
ir komizt að þessari frístunda-
iðju þeirra að Charles leigði
Rocky til að stytta þér aldur.
Tilefnið var allt annað, nefni-
lega peningar, en það leið nokk-
uð langur tími þar til ég komst
að því rétta.
— Peningar? Ég skil þig ekki.
Ég á ekkert annað en hlut minn
í fyrirtækinu og hann á meiri-
hlutann.
— En samningurinn gildir
líka um allar þær auðlindir,
sem hér kunna að liggja í jörðu.
Ef það skildi nú sýna sig að í
grjótnámunni væri töluvert af
silfri, þá átt þú þinn hluta af
því líka ...
— Silfur! hrópaði Alan upp
yfir sig. — Er þér alvara?
— Já, það hefir fundizt silf-
ur í námunni, og sennilega tölu-
Framhald á bls. 36.
32 VIKAN 3. TBL.