Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 4
Bvar fæst
1*1 i*a - §ptem?
Pira-System fer sigurför um heiminn eins og fram kemur
í samtali við uppfinningamanninn, Olle Pira, í Vikunni 29.
júlí sl. Hús og skip hefur einkaumboð fyrir Pira-System.
Það er selt í verzluninni í Norðurveri, Hátúni 4A. Allt ann-
að, sem self er undir þessu nafni annars staðar, eru eftir-
likingar, sem ber að varast.
PIRA-SYSTEM. — Einkaumboð á íslandi: Hús og skip,
sími 21830.
MATREIÐSLUBÓK VIKUNNAR
--------------------KLIPPIÐ HÉR---------------
Vinsamlegast sendið mér möppu undir MATREIÐSLU
BÓK VIKUNNAR Greiðsla sem er 130 krónur, fylgir
með í ávísun/póstávísun (strikið yfir það sem ekki
á við). Ef hægt er óska ég eftir, að mappan verði í
q, bláum/ljósbláum/rauðum lit. (Strikið yfir það sem
'x ekki á við).
O
o.
o.
^ Nafn
7^
I—
T3
30
Ö
I
rrs
7*J
Heimili
- —-------------------KLIPPIÐ HÉR
PÓSTURINN
Enn um Bangla Desh
Kæri Póstur!
Einhvern tíma í haust sá ég í
VIKUNNI að það væri að koma
út plata frá Bangla Desh-hlióm-
leikunum sem George Harrison
hélt í New York í fyrrasumar.
Var þetta vitleysa eða er platan
kannski komin út? Hverjir eru á
henni?
Gamall bítill.
Nei, þetta var síður en svo nokk-
ur vitleysa, og þegar þessu bréfi
er svarað eru aðeins 5 dagar
síðan platan kom út, en vegna
ýmissa lagalegra flækja dróst út-
koma hennar í nokkra mánuði.
Plata þessi — eða réttara sagt
plötur, því þær eru þrjár — voru
teknar upp á hljómleikum þeim
er George Harrison var aðal-
hvatamaður að í fyrrasumar eins
og þú segir, og meðal lista-
manna sem eru þar auk hans má
nefna Ringo Starr, Bob Dylan,
Leon Russell, Klaus Voorman,
Alan White, Ravi Shanker, tveir
liðsmanna Badfinger auk margra
annarra. Væntanlega er platan
komin til landsins núna, en hún
hefur að vonum hlotið frábærar
viðtökur, enda fóru áheyrendur
á hljómleikunum út grátandi af
hrifningu. Ekki sakar að geta
þess að fyrir vestan kostar plat-
an tæpa 13 dollara, eða ca.
1150 kr., þannig að hér kostar
hún sjálfsagt um 16—1700 krón-
ur, en það skiptir ekki svo miklu
máli þar eð allur ágóði fer
óskiptur til Bangla Desh — að
undanskildum einhverjum pró-
sentum sem CBS heimtuðu í sinn
hlut fyrir að leyfa Bob Dylan að
koma fram á hljómleikunum.
Bjarki
Kæri Póstur!
Ég sá skemmtiþáttinn í sjón-
varpinu á gamlárskvöld og varð
alveg yfir mig ástfangin af ein-
um sem þar kom fram, nefni-
lega honum Bjarka Tryggvasyni
í Hliómsveit Ingimars Eydal. Er
hann giftur eða trúlofaður? Og
hver spilaði á trommurnar í sjón-
varpshljómsveitinni?
Ein ástfangin.
Einn starfsmanna VIKUNNAR er
persónulega kunnugur Bjarka og
hann segir okkur að hann sé
hamingjusamlega kvæntur og að
auki tveggja barna faðir, þannig
að heldur litill virðist möguleiki
þinn á að klófesta manninn. Hitt
er annað mál, að sjálfsagt tekur
enginn það illa upp þó að þú
elskir hann i laumi. „Sú er ást-
in heitust, sem í meinum unnin
er . . ." var einhvern tíma sung-
ið.
Trommuleikarinn í Gamlársgleð-
inni var Pétur Östlund, sem var
heima í jólafríi, en hann hefur
undanfarið verið við nám í slag-
verki á tónlistarskóla í Svíþjóð.
Nú sem stendur er hann aftur á
móti á ferðalagi með þýzku upp-
setningunni á „Jesus Christ —
Superstar", en hljómsveitin þar
er sænsk. Ferðast þetta „kompa-
ní" um alla Evrópu og sýnir þessa
umdeildu og margfrægu óperu,
en lítill möguleiki er á að þau
komi hingað, eftir því sem Pét-
ur sagði okkur skömmu áður en
hann hélt utan á ný.
Blaðamaður
Kæri Póstur!
Ég hef mikinn hug á að verða
blaðamaður og þar sem ég hef
heyrt að betra sé að fá vinnu ef
maður er í Blaðamannafélaginu,
þá langar mig að vita hvernig
ég kemst í það.
Með fyrirfram þökk fyrir grein-
argott svar og birtinguna.
Penni.
Ja, ekki er allt eins og það virð-
ist vera, því að til þess að kom-
ast i Blaðamannafélagið þarf
viðkomandi að hafa starfað í eitt
ár sem blaðamaður. Og til að
geta orðið blaðamaður þarf að
komast á blað, en til þess þarf
heppni — og í flestum tilfellum
stúdentspróf, þótt engar algildar
reglur séu um það hér á landi.
Því er ekki hægt að ráðleggja
þér annað en að ganga á fund
ritstjóra blaðanna og biðjast
ásjár og áheyrnar.
o—o
Því miður hefur töluvert borið á
því að okkur hafa borist bréf
með fölskum nöfnum og heim-
ilisföngum, og hefur þetta í að
minnsta kosti einu tilfelli valdið
4 VIKAN 5. TBL.