Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 19
Þa8 er mikiS fjör á böllum hjá Logum, hvort sem þeir eru heima í Costa del Klauf í Vestmanna- eyjum við ísland eða á Costa del Sol á Spáni. Það er Henry sem við sjáum hrista á sér bakhlutann í miklu stuði. •___•. HLJOMPLOTU- GAGNRÝNI 3BD Þórbergur Þórðarson les úr verkum sínum. Fálkinn, LP—mono Fyrir jólin í fyrra (1970) kom út plata þar sem Þórbergur Þórðarson las úr eigin verkum. Vakti sú plata verðskuldaða at- hygli, þótt ýmislegt mætti að henni finna. Helzt þó það, að hún var ekki nægilega fjöl- breytt og gaf því ekki nema takmarkaða mynd af Þórbergi, einum höfusnillingi íslenzkrar tungu og frásagnalistar. Nú er komin út önnur plata með Þórbergi og þótt hann sjálfur sé sá sami óviðjafnan- legi, er þessi plata betri. Veldur þar mest um, að efnisval er fjölbreyttara, kaflar styttri og maður fær betri hugmynd um þennan mann og kemst „í nán- ari snertingu við verk hans með því að hlusta á hann sjálfan, einn mesta skemmtunarmann í hópi íslenzkra rithöfunda frá fyrstu tíð“, eins og Ólafur Hall- dórsson segir í umsögn á bak- hlið umslags. Það er óþarfi að fara mörg- um orðum um Þórberg Þórðar- son og verk hans, slíkt hafa bókmenntasérfræðingar hér- lendis og erlendis gert ótelj- andi sinnum. Aftur á móti sak- ar ekki að geta þess að allir geta haft gaman að þessari plötu — og reyndar báðum nlötunum — ungir sem aldnir. Poppkynslóðin drepur sig varla þótt hún leggi Rod Stewart frá sér í tæpa klukkustund og hlusti á Þórberg Þórðarson segja frá og raula ljóð, þótt varla stand- ist meistarinn samanburð við Stewart hvað sönghæfileika snertir. Og íslenzkukennarar í skólum ættu ekki að hika við að nota þessar plötur — svo og aðrar „menningarplötur" Fálk- ans — við kennslu í móðurmáli á undanhaldi. Leikfélag Reykjavíkur Atriði úr 5 íslenzkum leikritum á 75 ára afmœli félagsins Fálkinn, LP—mono Leikhúsfólk hefur oft kvartað yfir því, að þegar teknir eru litlir bútar úr verkum þess til kynningar í útvarpi og sjón- varpi, sé gefin röng og villandi mynd af verkinu. Stefán Bald- ursson, sem sá um þessa útgáfu fyrir hönd Leikfélagsins og Fálkans, bendir á það á umslagi þessarar plötu, að við val atrið- anna hafi verið „haft í huga, að gefa góða hugmynd um verkið og höfundinn og eins að fá á plötu leik nokkurra helztu leik- ara Leikfélagsins, sem borið hafa hitann og þungann af starfinu síðustu ár og jafnvel áratugi. Við heyrum hér í nokkrum elztu leikurum, eins og Brynjólfi Jóhannessyni, sem leikið hefur með Leikfélaginu frá 1924, Þorsteini Ö. Stephen- sen (frá 1930) og Regínu Þórð- ardóttur (frá 1936). Hér eru einnig margir þeir leikarar sem halda uppi starfinu nú; þó vant- ar ýmsa, þar eð í efnisvali var tekið mið af íslenzkum verk- efnum.. Ekki fæ ég annað séð, en að efnisval og niðurskurður atriða hafi tekizt bærilega. Atriðin gefa manni góða mynd af verk- unum í heild eftir því hvað ég bezt fæ séð. Öll vinna við þessa plötu gerir hana mjög eigulega og hlýtur að verða Fálkanum hvatning til að gera meira af slíku. Um frammistöðu leikar- anna þarf ekki að ræða hér (mín vegna má fólk fletta upp í gömlum dagblöðum og leita að leikkrítík), þeir gefa plöt- unni sál og ekki margar ís- lenzkar plötur — hvers eðlis sem þær nú hafa verið — hafa sál. Verði þessi plata endurút- gefin, legg ég aftur á móti til að hún verði endurskírð og kölluð „Brynjólfur Jóhannes- son og vinir“. Þuríður Pálsdóttir „Jólasálmar — Christmas Carols“, Fálkinn, LP—mono (endurútgáfa) Varla hef ég verið neitt frábrugðinn öðrum börnum hvað það snerti að hafa megna andstyggð á óperusöngkonum og þá sjálfsagt ekki sízt fyrir það að þær minntu mann oft illilega á Grýlu kerlingu, stór- ar, feitar og skapmiklar. En þegar mér var sýnd mynd af Þuríði Pálsdóttur gjörbreyttist viðhorf mitt, því að Þuríður var svo falleg. Síðan hefur mér allt- af þótt gaman að Þuríði, bæði til að horfa á og hlusta. Er þetta setta hér fram með fullri virð- ingu fyrir Þuríði og einungis til að benda á að það þarf ekki mikið að ske til að fá fólk til að hlusta á aðrar þær tegundir tónlistar en maður hefur í eyr- unum alla daga. Þessi jólaplata sem Fálkinn gaf út skömmu fyrir jól kom fyrst út árið 1958 og ber hún það töluvert með sér, bæði hvað snertir útlit umslags og gæði upptökunnar (og m.a.o.: Því er þess ekki getið á umslögum hver sá um þá hlið málsins, upptökuna)? Ekki veit ég hvort þessi plata var pressuð eftir gamalli plötu eða segulband- spólum og satt að segja togast á í mér efasemdir um það atriði. Á þessari plötu syngur Þuríð- ur 12 jólalög, íslenzk og erlend, við undirleik föður síns, dr. Páls ísólfssonar, og Björns Ól- afssonar fiðluleikara og kon- sertmeistara Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Eru þetta allt þekktustu og algengustu jóla- sálmar sem sungnir eru hér og annars staðar og Þuríður flytur þá af þeirri stílhreinu fágun sem er aðalsmerki hennar. 5. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.