Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 50

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 50
Vikan heimsækir íþróttamann ársins, Hjalta Einarsson. „Það væri vissulega gaman að enda feril sinn á Olympíuleikum," sagði hinn nýkjörni íþróitamaður ársins, Hjalti Einarsson meðal annars í viðtali við Vikuna. Hjalti kynntist handknattleiknum, er hann fluttist ungur til Hafnarfjarðar. Hann tók að æfa ásamt jafn- öldrum sinum og fljótlega myndaðist kjarni í handknattleikslið, sem vann marga frækna sigra. Hjalti hefur nú leikið með FH í tæpan áratug. Það verður fróðlegt að kynnast skoð- unum og viðhorfum þessa snjalla markmanns í næsta blaði. Ég hef sett bióm á gröf mína Nýr og mjög óvenjulegur greina- flokkur hefst í næsta blaði um sænska konu, sem fullyrðir, að hún muni ýmislegt frá sínu fyrra tilveru- stigi. • Spánný snið frá Simplicity. © Nýju framhaidssögurnar tvær, Kona um borð og Leyndardómur Maríu Roget eftir Edgar Allan Poe. 9 Smásagan Hjáguði skrifað eftir Tove Jans- son. © I þættinum Heyra má er yfirlitsgrein um islenzka poppheiminn, sem nú virðist vera kcminn í öldudal. ® Og ótal margt fleira. Ævisaga Solsénitsyns Alexander Solsénitsyn er frægastur allra nú- lifandi rithöfunda i Sovétríkjunum. Þrátt fyrir það vita menn litið um feril hans, ætt og uppruna. Við segjum frá því ( næsta blaði. Stjörnuspá fyrir allt árið Samkvæmt lesenda- bréfum er stjörnu- spáin með vinsæl- asta efni blaðsins. I næsta blaði birt- ist stjörnuspá fyrir allt árið 1972. HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU Walt Disney Framháld af bls. 26. ardvalar- og skemmtisvæði, sem ætti engan sinn líka í víðri veröld. Hann ætlaði að reisa gífurlega nýtízkuleg gistihús, tjaldbúðasvæði, fullkomna golf- velli, fjölmörg lón og stöðu- vötn og snjóhvítar baðstrend- ur. En þessar framkvæmdir voru aðeins byrjunin. Hann dreymdi um annað og meira. „Væri ekki snjallt, ef við gætum reist hér heila borg,“ sagði hann, „tilraunasamfélag framtíðarinnar, þar sem fólk gæti búið án umferðar, loft- mengunar eða fátækrahverfa?“ I framtíðarborginni skyldi hinn fótgangandi maður skipa heiðurssess. Öll umferð átti að verða neðanjarðar og mengun- arvandamálið úr sögunni. „Hugsið ykkur bara,“ sagði hann. „Borgin yrði laus við mengun, því að loftslaginu í henni yrði að öllu leyti stjórn- að. Yfir henni yrði eins konar hvolfþak, sem stjórnaði veðr- inu.“ Varaforstjóri Disney-sam- steypunnar reyndi að malda í móinn: „En þetta mundi kosta hundruð milljóna dollara!" Þá skutu brún augu Dis- neys gneistum og hann sagði hvasst við undirmann sinn: „Geturðu ekki haft hug- ann við aðalefnið og hætt að hugsa um smáatriðin?“ Þannig var Walt Disney. — Alla ævi dreymdi hann stóra drauma. Og sjaldan staldraði hann við til þess að íhuga og reikna út kostnaðinn við að gera draumana að veruleika. Lengi vel gekk erfiðlega að hrinda hinni stórkostlegu fram- kvæmd af stað. Kerfi af úr- eltum byggingarsamþykktum og öðrum lögum reyndist erf- iður ljár í þúfu. Lausnin fannst loks með samþykkt fimm laga- frumvarpa á fylkisþingi í Florida. Þessi nýja löggjöf veitti fyrirtæki Disneys í raun- inni algert vald yfir heilum hrepp og þar á meðal rétt til þess að semja sína eigin bygg- ingarsamþykkt. Walt Disney er fallinn frá, en draumur hans er orðinn að veruleika. „Heimur Walt Dis- neys“ í Florída mun í framtíð- inni verða sá staður í Banda- ríkjunum, sem mest aðdráttar- afl hefur. •ír 50 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.