Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 9
 \ C J í V j r b j í N ] r m í 1 F J í R 1 1 T j | Y J | IJ J | 1 J W O J r p j I TJ W ■ 1« Jfl H , '.'jfl 1 . 1 Æ — Nei, og þá var klukkan um níu. — Þakka ykkur fyrir. Það var ekki meira núna. Dom geipaði, er þeir voru komnir út í bílinn, og sagði: — Jæja, hvað heldurðu um þetta, Harris? — Ég held, að okkur muni ganga betur að fá upplýsingar hjá þeim á morgun. — í dag áttu við. — Já, einmitt. Dom gaf Harris skýrslu um hádegisbilið. Hinn látni, Lewis Catman, átti nokkra óvini, sagði Dom, en aðeins tveir þeirra koma til greina. Annar þeirra er maður, sem Catman fór illa með. Hann hefur enga fjarvistarsönnun, og nann hefur einhvern tíma hótað að berja Catman. Hinn er mað- ur, sem sakar Catman um að hafa skrifað sögu um hann og —einkaritara hans og þar með, eyðfagt heimilislíf sitt. Ég hef látið ná í þá báða og þú getur yfirheyrt þá, ef þú vilt. Það er bersýnilegt, að eitthvað hefur gerzt milli frú Catman og Carls, en Lewis var nógu skynsamur og hafði rætt við lögfræðing sinn um skilnað. Hvað Carl við- víkur, þá á hann ekki salt í grautinn. Þess vegna hlýtur frú Catman að hafa greitt fyrir þau, er þau voru saman á veitinga- stöðum, en það er einmitt það, sem hún hefði orðið að hætta að gera, ef skilnaður hefði orðið. — Þetta er gamla sagan, Dom! — Já. — Nú, byssan var á- reiðanlega eign Catmans. Hann geymdi hana í kommóðuskúffu og fingraför hans voru á henni. Enn fremur hef ég haft upp á manni, sem sá Catman lifandi um þrjú leytið í gærdag. — Já, en við höfðum spurnir af honum eftir það. —• Vissulega, en þessi maður talaði við Catman. Hann kom til þess að afhenda honum nýja ritvél, og taka þá gömlu. Einnig höfum við komizt í samband við mann, sem kom til Catmans klukkan hálfátta og hann hringdi dyrabjöllunni án ár- angurs. Við höfum talað við leigubílstjórann, sem ók frú Catman til veitingahússins klukkan fimmtán mínútur fyr- ir sjö eins og frú Catman sagði sjálf, og hér eru enn fremur myndir, sem ég lét taka af her- berginu og öllu, sem í því var. — Fleiri myndir? Hvers vegna? — Þessar, sem við tókum í gærkvöldi, heppnuðust illa. — Fórstu sjálfur þangað í morgun? Dom kinkaði kolli. — Já, en ég snerti ekki á neinu. Allt var eins og við skildum við það. Harris tók myndirnar og at- hugaði þær nákvæmlega. — Það er ekki rétt, sagði hann rólega. í gærkvöldi var pappírsörk í ritvélinni, en nú er hún þar ekki lengur. Sjáðu! Harris benti á auðan valsinn. — Já. ég gleymdi þessu. Ég bað Steve að rannsaka vélina nákvæmlega. Mér fannst sjálf- sagt að taka allt með í reikn- inginn. — Fundið þið nokkuð? — Nei, en við hefðum ef til vill getað fundið eitthvað. — Já, og það hafið þið ein- mitt gert! sagði Harris. Nú skul- um við fara og tala við skötu- hjúin. Á leiðinni kom Harris við hjá Carl og tók hann með. Er þeir komu að húsi Catmans, gengu þeir rakleiðis inn í stofu, en Dom fór einsamall inn í vinnu- stofu Catmans og lokaði á eftir sér. Frú Catman virtist ekki eins taugaspennt og við fyrri .yfir- heyrsluna, en Carl var hins vegar mjög óstyrkur. Harris bað þau nú að endurtaka alla söguna, og þau gerðu það næst- um orðrétt. Þegar þau höfðu lokið fram- burði sínum, kinkaði Harris kolli og var mjög hugsandi. Það var löng þögn áður en hann sagði: — Hvort ykkar myrti hann? Carl hrökk við, en frú Cat- man virtist ekki bregða hið minnsta. Hvorugt þeirra svar- aði spurningunni. — Ég held, að þér hafið gert það, sagði Harris og benti á konuna. Ég held, að þessi ná- ungi þarna hafi engan kjark til slíkra hluta, sagði hann. Framhald. á bls. 34. 5.TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.