Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 10
Kona — Við verðum auðvitað að hjálpa, er það ekki, Leigh? Sá axlabreiði yppti öxlum. —■ Það er svo sem í lagi, hvar er daman? Ég visaði þeim leiðina. Á eít- ir mér gekk sá sem var kallað- ur Leigh, síðan sá magri og síð- astur maðurinn með haekjurnar. Ég leit um öxl. — Hvað eruð þið að gera á Kananga? — Við erum að veiða sel. — Hvar hafið þið bátinn? — Hinum megin á eynni. — Og voruð það þið sem kveiktuð eld? — Ekki til að kalla á hjálp, ef það er það sem þér hafið í huga. Hann hló. — Maður verð- ur að elda mat. Við gengum að gjánni og lit- um yfir brúnina. Jacky hafði flutt sig lengra í burtu. — Komdu hingað, Jacky! kallaði ég. Ég er kominn með hjálp. Hún sneri sér við, kom í átt- ina til okkar og starði á sama hátt og ég hlýt að hafa gert... Svo sagði hún, með niðurbældri reiði: — Asninn þinn, ég bað þig að sækja pabba. Hvaða menn eru þetta? — Ég veit það ekki. í guðs- bænum, Jacky, við verðum að ná þér upp hérna! —■ Hvernig? Ég leit á hinn stórskorna Leigh, sem var nokkuð skugga- legur á svipinn. Skyndilega fannst mér sem ég kannaðist við svipinn. Hann sagði að lok- um: — Allt í lagi. Fred, þú verður að halla þér fram yfir brúnina, eins langt og þú getur, ég held fast í þig. Þeir lögðu byssurnar frá sér og við Leigh héldum þeim langa en hann teygði sig fram, eins langt og hann gat, en það dugði ekki til. — Hérna. — Félagi hans sett- ist niður og rétti fram aðra hækjuna, sem sá magri tók við og eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir tókst að ná til Jacky og hjálpa henni upp á brúnina. Hún féll fram yfir sig um leið og hún var búin að ná fótfestu. Allir þögðu. Ég ætlaði að fara að reisa hana upp, þegar hún settist upp sjálf og reyndi að kreista fram bros. um botb — Takk, sagði hún. En hún horfði ekki á okkur, sem höfð- um dregið hana upp, heldur á þann með hækjurnar. Hann hló kuldalega. — Fyrir hvað? Ég sat aðeins hjá og horfði á. Jacky horfði á hann og sagði svo hikandi. — Það hefði ekki lánast að ná mér í land, ef ekki hefði verið hægt að nota hækj- urnar. — Jacky, hvað kom eigin- lega fyrir þig? spurði ég. — Ég gekk of tæpt fram á brúnina og hrasaði. — Þú ert þá ekki meidd? Er það nú víst? — Nei, nei, ég hefi aðeins fengið nokkrar skrámur. En ég sá að það blæddi úr handlegg hennar. — Hvar er taskan með sáraumbúðunum? — Ég missti hana þegar ég datt. En það gerir ekkert til. Leigh gekk að Jacky. — Það var svei mér lán að við skildum vera hér, þegar náunginn þarna öskraði. Þessvegna komum við á vettvang. Hann þagnaði. Það var eins og hann byggist við að einhver segði eitthvað, en þeg- ar allir þögðu, hélt hann áfram: — Við höfum komið okkur fyrir hinum megin á eynni. Það er skýlla þar í þessu óveðri... Ég leit á byssurnar. Þetta voru ljómandi tæki. — Hafið þið fengið nokkuð? spurði ég. — Nokkuð hvað? Sel? Nei, ekki ennþá. Við höfum aðeins verið hér í nokkra daga. Og selurinn er allur á Kumul. Við höfum ekki getað róið þangað fyrir óveðri. — Það birtir kannski til á morgun, sagði sá magri. — Það getur verið. Við Jacky litum bæði á mann- inn með hækjurnar og ég er viss um að við hugsuðum það sama; að hann passaði ekki vel í þennan félagsskap. Ekki ein- göngu vegna fötlunar sinnar, heldur líka vegna þess að hann var af allt öðru sauðahúsi að sjá. Það var eitthvað undarlegt við samband þeirra félaga og ég fann það æ betur, þessir þrír áttu ekki allskostar vel saman. En það kom mér ekkert við. Ég rétti fram höndina til að hjálpa Jacky á fætur. — Það er bezt við förum að hafa okkur af stað, faðir þinn er sjálfsagt orðinn hræddur um þig. — Já, sagði hún. En hún tók ekki í hönd mína og hún reis ekki á fætur, en hún leit í kringum sig. — Hvar er Grissom? — Hver er Grissom? spurði Leigh. — Kötturinn minn, sagði Jacky. — Hann elti mig í land. Hún leit á mig. — Ég fer ekki fyrr en ég finn Grissom. Það ættir þú að skilja, Ross. En farðu aftur um borð í Yabbie og róaðu pabba, svo fer ég að leita að Grissom. Hún leit á mennina þrjá. — Þið hjálpið mér, er það ekki? Fred tautaði eitthvað, sem gat verið blótsyrði og Leigh ságði háðslega: — Já, að sjálfsögðu, ungfrú. Við hjálpum auðvitað til við að finna köttinn. Hvar eigum við að hefja leitina? Jacky lét sem hún heyrði ekki háðshreiminn í rödd hans. — Við þurfum ekki annað en að kalla á hann, hann hlýðir nafni sínu. Ég bíð hérna hjá Jonathan og kalla líka. 10 VIKAN 5.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.