Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 6
Thorild Lindgren,
magister, hefir búið í Wiks-
höll, sem ereina riddarahöllin
í Svíþjóð, sem ennþá
er búið í, í 13 ár.
í öll þessi ár, hefir hann
vaknað við umgang í
leynistiga, sem er á bak við
vinnuherbergi hans, um
miðjar nætur. Hver er
það sem þar gengur aftur?
Sænska blaðið Aret Runt
sendi sérfræðinga sína
í dulrænum efnum, með hinn
fræga miðil Astrid Gilmark
í broddi fylkingar, á staðinn.
ÉGSÁ
SVIPINAÍ
LEYNIGdNGUNUM
Astrid Gilmark í leynigöngunum og Thorild
Lindgren, magister.
að er hægt að rekja sögu Wiks-
liallarinnar í Balingsta, rétt
fyrir utan Uppsala, aftur til
ársins 1100. Þessi riddarakast-
ali er sá eini í Svíþjóð, sern
ennþá er húið í og liefur allt-
af verið búið í. Frá fyrsta eigand-
anum, sem vitað er um, en það var
lögmaðurinn Israel Andersson, sem
lézt árið 1289 og von Essen fjöl-
skyldunnar, sem seldi liöllina árið
1912, hefur eignin gengið i erfðir
gegnum aldirnar í sömu ætt. Þar
hafði alltaf húið fólk af háaðli:
Sparre, Bielke, Horn, von Liewen,
de Geer og margir fleiri.
Þungt [ótatak . . .
Að sjálfsögðu er reimt þar; — í
dýflissuliolum, leynigöngum, ridd-
arasal og smáskonsum.
Það virðist engu breyta að nú er
Wik lýðháskóli og allar vistarverur
raflýstar og með nútíma þægindum,
þar er ágætis bókasafn og ibúðir
kennara.
Thorild Lindgren hýr á fyrstu
hæð. Hann hefur búið í höllinni í
þrettán ár og vinnulierbergi hans
og svefnherbergi eru undir bóka-
safninu.
— Ég trúi ekki á afturgöngur,
segir hann mjög ákveðinn. — En
ég verð að viðurkenna að ég finn
enga skýringu á því sem hér skeð-
ur. í öll þessi ár, en aðallega þó um
haust og vetur, hef ég vaknað við
það á nóttunni, að gengið er um
Ieynistigann, sem er innan við vegg-
ina á svefnherbergi minu. Fótatak-
ið hehlur svo áfram gegnum leyni-
dyrnar og oft heyri ég það, þungt
og hægfara yfir gólfið í bókasafn-
inu.
í fyrstu skipti ég mér ekki af
þessu, ég varð að vísu ergilegur, en
hélt mig þó i rúminu. En svo hefur
það oft komið fyrir að ég hef orð-
ið alvarlega reiður, gripið eitthvert
barefli og farið upp til að taka
ófriðarsegginn í karpúsið. Stundum
hef ég þotið upp og öskrað: Hver
er þar? En þá hefur alltaf orðið
dauðaþögn. Ef ég ligg kyrr og
hlusta, þá heyri ég fótatakið yfir
bókasafnsgólfið og aftur til baka og
siðan hverfur það niður um leyni-
göngin. En hvort það eru aftur-
göngur? Nei, það hlýtur að vera
eitthvað annað. En hvað?
Nemendur truflaðir.
Lindgren magister er ekki sá eini
sem heyrir þetta fótatak. Kona, sem
bjó í herbergjum hans á undan hon-
um, heyrði líka alltaf í þessum nátt-
gengli. Hún læsti að sér og þorði al
drei að reyna að ganga úr skugga
um það hver væri á rölti á nóttunni
og truflaði svefnró hennar.
Nemendur, sem hafa verið við
lestur frameftir, hafa líka lieyrt um-
gang í bókasafninu og í kringum
það. Þeim fannst truflun að þessu
og fóru lil að biðja viðkomandi að
hafa hægar um sig. En þegar þeir
opnuðu dyrnar þagnaði hljóðið
skyndilega og þar var ekki nokkur
sála. Þó höfðu þeir greinilega heyrl
að einhver var að færa húsgögnin
til.
Ég hef líka oft heyrt einhvern
vera að flytja liúsgögnin til, en allt-
af lialdið að það væri einhver af
kennurunum, sem hefði átt erindi
þangað að næturlagi og aldrei hirt
um að athuga það, segir Lindgren
magister.
Það hefur líka lcomið fyrir að
fólk liefur lieyrt liófadyn, liesta
koma á harðastökki heim að höll-
inni frá vatninu, en þegar einliver
hefur farið að atlmga hvort hestar
6 VIKAN 5. TBL.