Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 41
RAFMAGNS- ELDAVÉLASETT MIÐSTÖÐVARKETILL ViS Öðinstorg, sími 10322 - Hafnarfirði, sími 50022 Sendum gegn póstkröfu - Greiðsluskilmálar lesa; þaö eru alltaf til menn sem búa til djúpar og gáfuleg- ar útlistanir, og þessi er ein- mitt ein af þeim. Aðrir voiu annarrar meiningar og vitnuðu í ekki minni speking en Dean Acheson, sem átti að hafa sagt að Brétland væri annars klassa veldi og því í leit að nýju hlut- verki. Allar þessar breytingar bæru einmitt vitni um leitun þjóðarinnar, og að hún væri ekki komin í farveg ennþá. — Hvað þótti þér bezt við Lundúni og hvað verst? — Eitt af því, sem mér þótti skemmtilegast við Lundúni var það, hve borgin kemur manni á óvart; hvað það snertir er hún engri borg lík af þeim, sem ég hef kynnzt. Maður labbar kann- ski eftir heldur ljótri og subbu- legri götu, og svo handan við næsta horn blasir allt í einu við fallegur, grænn trjágarður. Nú, og byggingarnar margar í borginni eru ekki einungis meðal þeirra fallegustu í Bret- landi, heldur og í heiminum yfirleitt. Þar er merkastur arkitektúr Túdórtímans, sem hefur varðveitzt nokkuð svo. Menn eru líka farnir að endur- meta þennan svokallaða vikt- oríanska stíl, sem áður þótti ekki góður. Skáldið John Ben- tjeman hefur beitt sér mjög fyrir varðveizlu þessara gömlu bygginga og orðið mikið ágengt. Annað er götulífið, sem er mjög skemmtilegt og síbreyti- legt og þar sem hver gata og hver borgarhluti hefur sín sér- einkenni. Það neikvæða við Lundúni eru fyrst og fremst erfiðleikarnir við að komast milli heimilis og vinnustaðar, en þau vandræði eru sameig- inleg borgum af þessari stærð. Það tók mig um það bil klukku- tíma hvora leið; ég þurfti að taka járnbrautarlest og neðan- jarðarbraut og síðan að ganga. Þetta var ógurlega þreytandi. — Og fer alltaf versnandi? — Það hafði gert það, en uppá síðkastið var farið að tala um að fólkinu væri að fækka í Lundúnum. Það var farið að leggja áherzlu á að fá fyrirtæki til að flytja eitthvað af starfsemi sinni út á land, sérstaklega mannflestu deild- irnar. — Þið bjugguð lengst af á tveimur stöðum í Lundúnum, í Earls Court og í Beckenham. — Já, við hófum búskap í einu herbergi með baði og eldhúskrók í Courtfield Gard- ens, sem er skammt frá West London Air Terminal við Crom- well Road. En eftir tvo eða þrjá mánuði komumst við i aðra íbúð stærri þar skamml frá, í Earls Court, sem islenzk- ur maður hafði haft á leigu. Það var ekki mikið verk að taka til í íbúðinni eftir þenn- an fyrri ábúanda, nema hvar þar voru einhver lifandis skelf- ing af tómum flöskum. Þar bjuggum við í ein tvö ár ef ég man rétt, og keyptum síðan íbúð í fjölbýliseign í útborg sem heitir Beckenham. Það er í Kent, þótt byggðin sé orðin nánast samfelld frá Lund- únum. Þetta er ákaflega vin- gjarnleg útborg, falleg tré við göturnar, stórir garðar, golf- vellir og þetta nokkuð. Það er eftirtektarvert hve mörkin eru skýr; næsta hverfið nær Lund- únum heitir Penge og er mikið Verkamannaflokkskjördæmi, óvinnandi virki. Borgarmörkin voru á þvergötu einni, og skildi þar alveg á milli. Útlitið í Penge er þannig að bezt er að fara sem fæstum orðum um það. En strax og kom yfir þver- götuna, það er að segja til Beckenham, taka við tré og Rover-bifreiðar. Beckenham til- heyrir kjördæminu Bromley, -sem var svo öruggt íhaldskjör- dæmi að sjáifur MacMillan var þar í kjöri. Síðan tók við af honum einhver maður sem enginn vissi hvað hét, en íhaldsmaður auðvitað. íhaldið hefði áreiðanlega haldið kjör- dærjiinu þótt enginn hefði ver- ið sendur þangað, heldur að- eins búið til eitthvert nafn og brúða eða górilluapi settur á bekk þingmannsins í Parla- mentinu. — Nú er Beckenham gamall staður og var til skamms tima aðskilin frá Lundúnum. Held- ur hún ennþá að einhverju sínum gömlu séreinkennum? Nei, þau eru næstum horf- in. Ég sá gamlar myndir frá staðnum og kynntist tveimur eldri konum, sem búið höfðu þar alla sína ævi, og þær mundu þá tíð að Beckenham hafði verið þorp og sérstætt sem slíkt. En nú er það sem sagt næstum orðið hluti af Lundúnum — suberbia. ' v,- Viðbrigðin hafa verið tals- verð frá Earls Court. — Þau voru mjög mikil, já. Earls Court er mjög alþjóðlegt hverfi, varla enskt. Bretar köll- uðu það Kengúrudalinn, af því þar var svo mikið af Ástralíu- mönnum. Það var nánast við- burður að rekast á Breta þar. 5.TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.