Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 39
B—, var stödd heima hjá frú Roget, sagði hr. Beauvais, sem var að fara út, henni, að lög- regluliðsmaður væri væntan- legur þangað, og að hún mætti ekki segja neitt við lögreglu- liðsmanninn, fyrr en hann kæmi aftur, heldur láta hann um að tala við hann. — Eins og málin nú horfa við, virðist hr. Beau- vais hafa allt málið læst inni í höfði sínu. Ekki er hægt að komast feti lengra án hr. Beau- vais, því að hvert sem menn snúa sér, verður hann fyrir þeim. — Af einhverri ástæðu ákvað hann, að enginn skyldi koma nálægt málaferlunum nema hann sjálfur, og hann hef- ur stjakað þeim karlmönnum, sem skyldir voru stúlkunni, úr vegi, eftir því sem þeir gefa í skyn, og hefur hann farið mjög einkenniiega að þessu. Hann virðist hafa verið því mjög mót- fallinn, að leyft væri, að skyld- mennin sæju líkið.“ , Með eftirfarandi staðreynd var nokkuð alið á þeim grun, sem þannig féll á Beauvais. Gestur, sem kom á skrifstofu hans nokkrum dögum áður en stúlkan hvarf, hafði, meðan húsbóndinn var fjarverandi, tekið eftir rós í skráargatinu á hurðinni, og að nafnið „María“ var ritað á spjald, sem hékk þar við. Hin almenna skoðun, eftir þvi sem okkur er unnt að þekkja hana samkvæmt fréttum dag- blaðanna, virtist vera, að Maria hefði orðið að bráð flokki sam- vizkulausra óþokka — að þeir hefðu borið hana yfir ána, beitt hana ofbeldi og myrt hana. Við- skiptablaðið sem er áhrifamikið blað, sýndi þó heiðarleika með því að snúast gegn þessari út- breiddu skoðun. Ég tek hér upp eina eða tvær klausur úr dálk- um þessa blaðs: „Vér erum sannfærðir um, að leitin hefur hingað til verið á röngum vettvangi, að því leyti sem henni hefur verið beint að Barriére du Roule. Það er ó- mögulegt, að persóna, sem þús- undir manna þekktu eins vel og þessa stúlku, skyldi geta far- ið fram hjá þremur húsaröðum án þess, að einhver sæi hana; og hver sem hefði séð hana, mundi hafa munað eftir því, því að allir, sem þekktu hana, höfðu áhuga á henni. Hún fór út á þeim tíma, þegar strætin eru full af fólki. — Það er ómögu- legt, að hún hefði getað farið til Barriére du Roule, eða til Rue des Domes, án þess að tugur manna hefði þekkt hana; samt hefur enginn gefið sig fram, sem hefur séð hana utan húsdyra móður hennar, og eng- in vitneskja, nema það, sem sagt er um fyrirætlun hennar, er um það, að hún hafi yfirleitt farið út. Kjóll hennar var rif- inn, bundinn utan um hana, og hnýttur; og í honum var líkið borið eins og pakki. Ef morðið hefði verið framið í Barriére du Roule, hefði ekki verið þörf fyrir neinn slíkan útbúnað. Sú staðreynd, að likið fannst á floti nálægt Barriére, er engin sönn- un þess, að því hafi verið kastað í ána. — Stykki úr öðru milli- pilsi hinnar ógæfusömu stúlku, tvö fet á lengd og eitt fet á breidd, hafði verið rifið burt og bundið undir höku hennar og aftur fyrir höfuðið, sennilega til að hindra óp. Þetta var gert af mönnum, sem höfðu enga vasaklúta.“ Einum eða tveim dögum áð- ur en lögreglustjórinn heim- sótti okkur, barst lögreglunni jamt nokkur mikilvæg vitn- eskja, sem virtist kollvarpa að minnsta kosti, meginhlutanum af röksemdafærslu Viðskipta- blaðsins. Tveir litlir drengir, synir konu að nafni frú Deluc, sem voru að ráfa um skógana nálægt Barriére du Roule, komu af tilviljun inn í þétt kjarr, þar sem voru þrír eða fjórir stórir steinar. sem mynduðu eins kon- ar sæti með baki og fótskör. Á efri steininum lá hvítt millipils; á hinum steininum lá silkiháls- klútur. Sólhlíf, hanzkar og vasaklútur fundust líka þarna. Á vasaklútnum var nafnið „aMría Roget.“ Slitur af fötum fundust á runnunum í kring. Jörðin var tröðkuð niður, runn- arnir voru brotnir, og allt benti til þess, að þarna hefði bardagi átt sér stað. Milli rjóðursins og árinnar sást, að grindverk höfðu verið felld, og á jörðinni sást, að einhver þung byrði hafði verið dregin eftir henni. Vikublað eitt, Sólin, kom með eftirfarandi athugasemdir vegna þess fundar — og þessar at- hugasemdir eru ekki annað en bergmál af skoðunum allra Parísarblaðanna: Framhald í nœsta blaði. VIÐ ERUM EKKI AF VÍKINGAKYNI... Framha.ld af bls. 25. eiginlega enga reynslu af þann- ig farartækjum. Veður var geysifagurt, sólskin og blíða, en Pétur sá þegar fyrir sér að óveður væri að skella á norð- an yfir fjöllin, og hélt þetta áfram að tauta um að hann væri að skella yfir og segja ógurlegar hrakningasögur af sjálfum sér, og var á endanum búinn að hræða mig svo að ég var kominn í skjól inni í lúkar og þóttist eiginlega finna að rokið væri að skella yfir. Þeg- ar svo báturinn hrökk til, þótt- ist ég viss um að lífi mínu væri þar með lokið, en þá var hann sem betur fór að taka niðri á fjörunni við Hrafns- eyri. Já, þetta var eitt. _— Já. Nú, annað minnisstætt? É'g skal ekki segja. Það skeði yfirleitt aldrei neitt í þessum ferðum, því er nú verr og mið- ur. Jú, eftir öðru man ég. Ég var staddur í Ólafsvík þá. Ör- lögin höguðu því svo til að ég þurfti að vera þar eina þrjá mánuði samfleytt. Og ég hafði vogað mér á dansleik, sem al- drei skyldi verið hafa. Ég lét fara lítið fyrir mér, enda hafði ég heyrt að menn þar í Ólafs- vík væru illir við aðkomumenn og alsiða að slást þar á böllum. En eitthvað var ég samt að bjóða einhverri stúlkukind upp, og þá var bankað á öxlina á mér; ég sný mér við, og þá er geysistór maður fyrir framan mig, með handleggi á gildleika við fótleggi Jóhanns risa, og fingurnir eftir því. Andlitið allt örum markað úr ótal slagsmál- um. Og hann innti mig eftir því, svona heldur góðlátlega, hvort mig langaði til að sjá Jökulinn úr lofti. Ég áttaði mig •»kki á þessu alveg strax. Var skrimslið þá flug- maður? — Nei. En hann var að gefa mér til kynna að hann vildi gjarnan senda mig þetta hátt, og þyrfti ekki til þess vélarafl. — Þetta var annað. Og hið þriðja? Því neita ég algerlega að skýra frá! — Nú hefur þú dvalið leng- ur eða skemur í flestum bæj- um og þoírpum landsins. Er enginn þessara staða þér kær- ari en aðrir, einhver þar sem þér líkaði betur en nokkurs staðar annars staðar? Það held ég ekki. Hins vegar veit ég mjög vel hvar mér líkaði verst, en þann stað get ég aftur á móti ekki nefnt. Svo er það Lundúnadvöl- in. — Já, ég réðist til Flugfé- lags íslands um áramótin 1962 —‘3. Þá stóð þannig á við end- urskipulagningu bókhaldsins hjá kaupfélögunum að Sam- bandið fékk mig lánaðan í mán- uð eða svo. Mín utanför skeði þannig, að ég var staddur aust- ur á Egilsstöðum, hafði verið þar við störf; flaug til Reykja- víkur seinnihluta dags og til Lundúna daginn eftir. Þar var ég síðan svo að segja óslitið til septemberbyrjunar síðastliðið ár. — Og hvernig líkaði þér þarna? - Yfir það er þriggja stafa orð. - VEL! - Og ástæður fyrir því? — Þær eru margar, en aðal- ástæðan vitaskuld er sú, að þegar ég er búinn að vera þar í vikutíma, þá fer ég út með nokkrum löndum að skemmta mér, eins og það er kallað. Nú, þar er skemmst frá að segja að þar sé ég stúlku, sem ég hreifst mjög af, og hún á hinn bóginn sá þegar að þar fór maður af skaftfellsku bergi brotinn, meira að segja af ÆTTUM, ekki get ég ímyndað mér hvað það getur hafa verið annað. Við giftum okkur og bjuggum í Lundúnum í níu ár, eða þar um bil. Þetta er nú aðalástæðan til að mér líkaði vel, og í annan stað var það borgin sjálf. Það er haft eftir Samuel Johnson, þeim fræga doktor, að sá sem búi í Lundúnum og leiðist þar, hann sé ekki með fullu ráði. Þetta var á seytjándu öld, og eitthvað hefur borgin batnað síðan. Hún breyttist meira að segja mjög mikið þessi fáu ár, sem ég var þar, varð að mörgu leyti líflegri og skemmtilegri. Tízkan breyttist, bítlaöldin gekk í garð, poppið. Heilar göt- ur eins og til dæmis King‘s Road skiptu gersamlega um svip. Það losnaði um Bretland og lífið þar yfirleitt. Það gekk i garð ný tízka í klæðaburði, ný tízka í tónlist, jafnvel í bók- menntum að einhverju leyti. Það kom fram hópur af nýjum sjónvarpsmönnum, satýristun- um svokölluðu, sem gerbreyttu viðhorfi manna til svokallaðra skemmtiþátta í sjónvarpinu og víðar. Það voru menn eins og Spike Milligan, Alan Bennett, Jonathan Miller, David Frost og allmargir aðrir, undir hand- arjaðri Sir Hugh Green, sem þá var útvarpsstjóri BBC. Þeir brutu niður þessa gömlu hlut- leysis-náttú'ruleysisstefnu, sem hafði í-íkt hjá stofnuninni. — Þetta hefur ef til vill allt saman að einhverju leyti átt rót sína í eins konar allsherjar afslöppun, sem fylgdi því að losna við byrði stórveldisins? — Já, það var maður nú að 5. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.