Vikan


Vikan - 03.02.1972, Side 35

Vikan - 03.02.1972, Side 35
lézt árið 1849, aðeins fertugur að aldri. Með sögum sínum lagði Edgar All- an Poe grundvöllinn að gerð leyni- lögreglu- og hryllingssagna, sem síð- an hafa blómgazt um aUan heim. Hin nýja framhaldssaga Vikunnar sýnir vel snilld brautryðjandans í gerð slíkra sagna. LEYNDARDÚMUR MARlU ROGET Framhald af bls. 17. ekki er mjög langt frá hinu kyrrláta hverfi Barriére du Roule. Villimennskan bak við þetta morð (því að það var strax augljóst, að morð hafði verið framið), æska og fegurð fórn- arlambsins, og umfram allt, sú staðreynd, að hún hafði verið vel þekkt persóna, varð allt til þess að vekja ákafan æsing í hugum hinna tilfinninganæmu Parísarbúa. Ég minnist einskÍB svipaðs atburðar, sem hafi haft svo almenn og mikil áhrif. í nokkrar vikur, meðan rætt var um þennan eina atburð, gleymd- ust jafnvel hin mikilvægu póli- tísku umræðuefni dagsins. Lög- reglustjórinn lagði sig óvenju- vel fram; og kraftar allrar Par- ísarlögreglunnar voru að sjálf- sögðu notaðir til hins ítrasta. Þegar líkið fannst fyrst, var ekki gert ráð fyrir, að morð- inginn mundi geta gengið laus nema mjög stuttan tíma, eftir að hafin var rannsókn á morðinu, en það var gert tafarlaust. Það var ekki fyrr en að viku liðinni, að talið var nauðsynlegt að setja fé til höfuðs morðingjanum; og jafnvel þá var þetta fé aðeins þúsund frankar. Á meðan var rannsókninni haldið áfram af kappi, en þó ekki alltaf með góðri dómgreind, og margir ein- staklingar voru yfirheyrðir án nokkurs árangurs; og á meðan óx æsingur almennings mjög, vegna þess að aldrei lá fyrir neitt, sem gæti orðið til lausn- ar á leyndardóminum. Að tíu dögum liðnum var talið ráðlegt að tvöfalda upphæðina, sem upphaflega hafði verið lofað; og að lokum, þegar önnur vik- an hafði liðið, án þess að neitt hefði fundizt, og sú andúð, sem Parísarbúar hafa alltaf haft á lögreglunni, hafði leitt til nokk- urra alvarlegra uppþota, tók lögreglustjórinn það upp hjá sjálfum sér að bjóða upphæð, sem nam tuttugu þúsund frönk- um, „fyrir sakfellingu tilræðis- mannsins”, eða ef fleiri en einn skyldu reynast hafa verði við málið riðnir, „fyrir sakfellingu einhvers eins af tilræðismönn- unum“. í yfirlýsingunni um þessa fjárupphæð var fullri sakaruppgjöf heitið hverjum þeim glæpamanni, sem kæmi upp um félaga sína; og við allt þetta var bætt, alls staðar þar sem yfirlýsingin birtist, aug- lýsingu frá borgaralegri nefnd, þar sem boðnir voru tíu þúsund frankar í viðbót við þá upphæð, sem lögreglustjóraembættið bauð. Öll upphæðin nam þann- ig hvorki meira né minna en þrjátíu þúsund frönkum, og verður það að teljast feiknahá upphæð, þegar þess er gætt, að stúlkan var af lágum stigum, og að glæpir eins og þessi eru mjög algengir í stórborgum. Enginn efaðist nú um, að þessi morðgáta mundi strax upplýsast. En þótt í einu eða tveim tilvikum væru fram- kvæmdar handtökur, sem gáfu vonir um lausn málsins, var samt ekkert leitt í ljós, sem gæti flækt hina grunuðu í málið, og þeir voru strax látnir lausir. Enda þótt það kunni að virðast einkennilegt, hafði þriðja vikan frá því, að líkið fannst, liðið, og liðið án þess, að nokkru ljósi hefði verið varpað á málið, áð- ur en svo mikið sem orðasveim- ur um þessa atburði, sem svo mjög höfðu fengið á almenning, náði til eyrna Dupins og mín. Þar sem við vorum að starfa að rannsóknum, sem höfðu alger- lega bundið athygli okkar, var liðinn næstum mánuður, síðan við höfðum farið til útlanda, eða tekið á móti gesti, eða gert meira en líta lauslega yfír leið- arana í einhverju dagblaðanna. Fyrstu fregnina um morðið færði okkur maður að nafni G., og sagði hann okkur sjálfur frá því. Hann heimsótti okkur snemma um eftirmiðdaginn hinn þrettánda júlí 18—, og var hjá okkur langt fram á nótt. Hann tók það nærri sér, að hon- um hafði mistekizt að hafa upp á árásarmönnunum. Álit hans — sagði hann með ósviknum svip Parísarbúans — var í veði. Jafnvel snerti málið heiður hans. Augu almennings hvíldu á honum; og í rauninni var ekki til sú fórn, sem hann var ekki fús til að færa til að geta af- hjúpað leyndardóminn. Hann hagaði orðum sínum nokkuð einkennilega og hrósaði Dupin fyrir það, sem honum þóknaðist að kalla eðlisávísun hans, og hann gerði Dupin beint tilboð, sem vissulega var hagstætt, en sem ég tel mig ekki hafa leyfi til að skýra nákvæmlega frá, enda hefur það enga þýðingu fyrir viðfangsefnið í sögu minni. Bók með alhliða upplýsingum um knattspyrnu O Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK 5.TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.