Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 15

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 15
Daglegur viðburSur í Þrjátíuárastríðinu: ræningjar pyndaðir á hjóli opinberlega, öðrum til viðvörunar. Allskyns iögleysi færðist mjög i vöxt á stríðsárunum. Hvað sem þvi leið, þá fékk liann svikin við þjóð sina og hollustuna við keisarann vel borgað. Eftir að herir keisarans höfðu gengið af frelsishreyfingu Tékka dauðri, varð Wallenstein sá. sem livað mest hagnaðist á þeim úrslitum. Uppreisnarmenn voru hrönnum saman dæmdir frá lífi og eignum, og af þeim feng fékk Wallenstein bróðurpartinn. Úr þvi var gert hertogadæmið Friedland, sem var riflega fjórðungur Bæheims. En þegar hér var komið, eftir að hafa hagnazt svo samvizkulaust á neyð landa sinna, sýndi Wall- enstein (sem þá Itafði forþýzkað nafn sitt úr Yald- stejn) í fyrsta skipti hvílíkur skipulagssnillingur hann var. Önnur héruð hins sigraða Bælieims voru rupluð og niðurnídd, en hið nýja hertogadæmi Fri- edland hlómstraði þeim mun meir. Því var stjórnað af engu minni aga og reglu en Prússlandi síðar; horgir voru stofnaðar, skógar ruddir og iðnfyrir- tækjum komið á fót. Þar að auki var Wallenstein hlynntur fagurmenningu og liélt liirð af engu minni rausn cn keisarinn sjálfur. Þannig gekk ])að um hríð, en annars staðar í ríkinu geisaði striðið áfram. í Norður-Þýzkalandi var uppreisn gerð, og Dan- mörk kom uppreisnarmönnum lil hjálpar. Og ])á gerði hertoginn af Friedland keisaranum stórkost- legt tilboð. liæheimslri stríðsbraskarinn stofnaði her fyrir keisarann. Ferdinand keisari annar hafði hvoi’ki her né fjármagn. Hann varð að notast við málaliða, cink- um bæjerska og spænska, og til að geta greitt þeim málann neyddist liann til að veðsetja lönd og horg- ir og gerðist þvi valdaminni með hverju ári sem leið. Þá hauðst hertoginn af Friedland til að koma á fót fyrir keisarann keisaralegum her, sem hefði það að markmiði að gera keisarann að raunveru- legum þjóðhöfðingja Þýzkalands, ekki aðeins topp- figúru trónandi yfir urmul af óhlýðnum furstablók- um, upphefja liann til álíka virðingar og konungar Frakklands og Spánar nutu i sínum rikjum. Þessi nýi lier skyldi stærri vera en allir leiguherir sam- tíðarinnar, sem sjaldan töldu yfir tuttugu þúsund manns, hann skyldi verða sextiu þúsund. Og hann skyldi ekki kosta keisarann grænan eyri. Að vísu krafðisl Wallenstein allmikils sjálfræðis á móti: hann fór fram á að mega herja hvar og hvenær sem honum sjálfum þætti henta, skipuleggja her sinn og fjármagna hann eins og honum bezt þætti, lieimta inn striðsskatta og gera upptækar jarðeignir óvina án þess að spyrja kóng né prest. Keisarinn gekk að þessu hálfnauðugur, og á tveimur árum lagði Wallenstein gervallt Þýzka- land að fótum hans. Að þeim tíma liðnum var svo að segja allt þýzka ríkið á valdi hins keisaralega hers, allt frá Adríahafi norður að Eystrasalti og Norðursjó. Uppreisnarmenn mótmælenda voru hvarvetna slegnir flatir. Kristján fjórði Danakon- ungur (sá liinn sami og þrælaði einokunarverzlun- inni upp á íslendinga) beið hraklegan ósigur fyrir Wallenstein og varð að ganga að niðurlægjandi friðarkostum; má segja að með þeim atburði liafi verið lokið tilraunum Dana til að teljast málsmet- andi riki. í afrekslaun fyrir sjálfan sig tók Wallen- stein til sín hertogadæmið Mecklenhurg, sem undir stjórn lians tók skjótt að blómstra á sama hátt og Friedland. Nú var að því komið að Þýzkaland, sameinað undir veldissprota keisarans, gæti notið friðar sem það hafði farið á mis við í hundrað ár. Þann frið vildi Wallenstein tryggja því. Her sinn vildi hann ekki leysa upp, enda enginn hörgull á erlendum óvinum, sem skulfu af ótta við sameinað Þýzkaland og vildu sundra því fyrir hvern mun; þar voru fremstir i flokki Frakkar, Svjar og Tyrkir. Og spænsku Habsborgararnir voru sýknt og lieilagt að Framhald á hls. 32. LiSsforingjar nokkrir myrða Wallenstein í herbúðum hans í Eger, að undirlagi keisarans, sem óttaðist og hataði þennan hershöfð- ingja sinn, er dregið hafði öll völd úr höndum hans. 5. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.