Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 14
Bæheimskir aðalsmenn, sem reiðir voru keisaranum í Vín fyrir yfirgang hans á hendur þeim, varpa ráðgjöfum hans út um glugga borgarkastalans í Prag. Þetta gerðist í maí 1618. Keisar- inn fór bá með her á hendur Tékkum, og var það upphaf Þrjá- tfuárastríðsins. Wallenstein, sem margir íslendingar kannast við úr Sögum herlæknisins eftir Topelius, er meðal dularfyllstu persóna Evrópusög- unnar. Iiann hefur verið mjög umdeildur, og enn eru margir þættir lífs lians þrætu- epli sagnfræðinga. í augum Scliillers var liann metnaðargjarn stríðsmaður, í augum Þjóðverja nítjándu aldar þjóðhetja, Bismarck fæddur tveim- ur öldum of snemma. Tuttugasta öldin þóttist sjá í honum eitthvað sem minnti ó Hitler, losaralegar meginreglur og hömlulausa grimmd. En jafnframt lita llestir á hann sexn „liið mikla glataða tæki- færi“ þýzkrar sögu. Hefði liann orðið heppnari sem stjórnmálamaður og herforingi, hefði Þýzkaland snennna á seytjándu öld gelað sameinazt i öl'lugt, samstætt ríki, i stað þess að leysast upp í mörg smærri, sem að flestu nema nafni voru sjálfstæð hvert i sinu lagi. Sú þróun mála hafði mikil og sumpart óheillavænleg áhrif á sögu Evrópu og heimsins í heild. Sá sagnfræðingur, sem mestu ljósi hefur kastað á sögu Wallensteins er Golo Mann, sonur hins fræga rithöfundar Thomasar Mann. Ilann þykir slaga liátt upp í föður sinn sem sögumaður og sálfræðingur, og eru rannsóknir hans á sögu Wallensteins taldar mjög mikilvægar fyrir rannsóknir á Evrópusög- unni yfirleitt, og |)á sér í lagi þeim kafla hennar sem er undir áhrifum frá Þrjátíuárastríðinu. Þetta stríð er eitt þeirra hroðalegustu, sem liáð hafa verið, og hefur svo verið komizt að orði að það Iiafi hæklað þýzku þjóðina andlega. Þetta var hrjálæðislegt stríð allra gegn öllum, scm skildi Þýzkaland eflir hrennt og bælt, gekk af nærri lielm- ingi íhúa þess dauðum og kippti því hundrað ár aftur á hak í flestum þáttum sögulegrar þróunar. Tvívegis greip hörð og örugg hönd fram i leikinn til að stöðva þessa hryllilegu upplausn: hönd Wall- ensteins. Tvivegis lá við að honum tækist að leiða stríðið til lykta, láta vitið sigi-ast á vitleysunni, reglu á upplausn, opna augu manna fyrir takmarki að vinna að. I fyrra skiptið, þegar stríðið hafði geisað i tíu ár, lá við að takmarkinu hefði verið náð. Keis- arinn hafði þá endurheimt vald sitt yfir öllu rík- inu, útlendir ihlutunarherir verið hraktir úr landi og friður virlisl á næsla leili. í síðara skiptið, 1633 —‘34, þegar Wallenstein var á elleftu stundú kvadd- ur til hjálpar, lenti hann í andstöðu við sjálfan Þýzkalandskeisara, sem ótti honum þó mest upp að una, og var myrtur. Eftir það var enginn lil að liindra sundrung Þýzkalands. Þótt Wallenstein væri máður reglu og skipulags á tímum upplaúsnar og óskapnaðar, var lxaiís eigin líl'ssaga full af andstæðum. Hann var fæddur 1583 og skírður lil mótmælendatrúar, en gex-ðisl kaþólsk- ur 1606. Ilann var tékkneslcur að ætt, en leit á sig sem Þjóðvei ja. Það er kaldhæðnislegt að eini mað- urinn, sem á þessum tímum sýndi einhverja ein- lægni í að liindra eyðileggingu og sundrung Þýzka- lands, var ekki Þjóðverji sjálfur. Faðir lians, tékk- neskur aðalsmaður, hél réttu nafni Valdstejn, og móðir lians var af einni göfugustu aðalsættinni meðal Tékka. Móðurmál hans vár tékkneska, og þegar hann nam í háskólanum í Núrnherg í æslcu, talaði liann þýzku ennþá illa. 1618 efndu tékkneskir Bæheimsbúar, þar á með- al margir ættingja Wallenstehis, til uppreisnar gegn keisaranum í Vín, sem vildi útrýma mótmælenda- trú i landinu. Wallenstein lók þá hiklaust afstöðu með keisaranum og af slíku ofstæki að hann með eigin hendi rak í gegn einn undirmanna sinna, sem ekki var reiðuhúinn að taka afstöðu með lionum. Hvað olli þessu? Ásl á þeirri þjóð, sem liann vildi tilheyra, það er að segja Þjóðverjum? Eða ofstæk- isfull andúð á livers konar uppreisn með tilheyr- andi u])plausn? Eða kaldrifjað raunsæi, þar eð liann gerði sér ljóst hve illa Bæheimsmenn stóðu að vígi? Orrustan við Lútzen 1632. Gústaf Adólf Svíakonungur fellur í fararbroddi riddara sinna. Engu að síður beið Wallenstein ósigur í slagnum. 14 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.