Vikan


Vikan - 03.02.1972, Side 22

Vikan - 03.02.1972, Side 22
◄c var henni eftirlátur í hvívetna. Árið 1895 fór hann með móður sinni í ferðalag til Sviss. Win- ston gat ekki farið með þeim, hann var rúmliggjandi, hafði ofreynt sig á hestbaki. Þegar Jennie kom frá Sviss fór hún beint til Wight-eyjar, til að vera viðstödd Cowes- kappsiglingarnar. Þar var venjulega samankomið margt hefðarfólk og Jennie lét aldrei hjá líða að dvelja þar um sigl- ingatímann, enda var það hvíld út af fyrir sig. Þegar þessi siglingavika var liðin fór Jennie til London ,til að leita að húsnæði. Hún fann nokkuð fljótlega það sem hent- aði henni. Það var reyndar ekki í Mayfair, sem heldra fólkið hafði svo mikið dálæti á, held- ur röngu megin við Oxford Street; mjög kyrrlátt og skemmtilegt hverfi og húsið var númer 35A við Great Cumber- land Place, nokkrum húsaröð- um frá Hyde Park. Húsið var fallegt í georgönskum stíl. Clara systir hennar leigði svo næsta hús við, númer 37 og Leonie systir hennar flutti síðar inn í húsið númer 10 við sömu götu. Þessar þrjár systur settu sinn svip á hverfið og síðar var þessi staður þekktur sem Low- er Jerome Terrace. Seint á árinu 1985 tók Win- ston sér jrí jrá herþjónustu til að jerðast um Bandaríkin og Kúbu. Bourke Cockran tók á móti honum í New York og við það tœkijœri urðu þeir, ungi maðurinn og aðdáandi móður hans, líjstíðarvinir. Sumarið 1896 ákvað Jennie að fara til Monte Carlo, til heilsubótar og tilbreytingar. Áður en hún fór bað hún vini sína að líta eftir Winston og þessvegna var hann oft boðinn í hóf til heldra fólksins. Þetta var ákaflega mikils virði fyrir framtíð Winstons. Jennie sá um að Winston um- gengist rétta fólkið og væri á réttum stöðum, meðan hann var í London og þegar hún sneri heim, hafði hún mikið umleikiðs á heimili sínu við Great Cumberland Place. Syn- ir hennar voru nú oft heima og þeir voru báðir ánægðir yfir að taka þátt í samkvæmislífinu. Winston vissi hvers virði það var og Jack skemmti sér vel. En það var ljóst að mikill gesta- gangur hafði kostnað í för með sér og fjárhagur mæðgininna var oftast mjög þröngur. „Fjárhagur okkar er vissu- lega aumur", skrifaði Winston móður sinni. „Ef ég hefði ekki farið að asnast til að borga alla þessa reikninga, þá hefði ég haft nóg auraráð“. Þau voru sannarlega lík, mæðginin. Það var fátt sem fór leynt í London í þá daga og fjármál Jennie voru öllum kunn. Það getur verið þessvegna sem sí- fellt komu upp sögur um hana í sambandi við ríkustu menn í Englandi. Það var sérstaklega einn, sem hafði mikinn áhuga á henni. William Waldorf Astor, eða „ríki Villi“, eins og hann var kallaður, var að sögn ríkasti maður í Ameríku. Það var sagt að hann ætti 200 milljón doll- ara, sem gáfu honum 6 milljón dollara í árstekjur. Hann hafði keypt landsetrið Cliveden í Englandi, fagra höll með dá- samlegu útsýni yfir Thames. Það hlýtur að hafa verið tölu- verð freisting fyrir Jennie að taka bónorði hans. Hún þurfti ekki annað en að segja já einu sinni og þá var hún auðugasta kona heims. Hún gat losnað við allar skuldir og áhyggjur af þeim. Freistingin var til staðar, en ástin ekki. Hún lýsti því yf- ir við blaðamenn að hún myndi ekki giftast Astor. Næstu tvö ár voru erfið fyr- ir Jennie. Hún var eirðarlaus og átti bágt með að festa rætur. Hún hafði búið heimili sitt fall- egum húsgögnum og þar var notalegur samkomustaður fyrir vini hennar. Þetta var allt sam- an blessað og gott og það tók uop mestan tíma hennar, en einhvernvegin var þetta tóm- legt líf. Þótt Winston væri í hemum í Tndlandi, var innilegt samband á milli þeirra mæðgina. Þau skrifuðust reglulega á og á bréf- um þeirra má sjá hve innilega þau voru tengd hvort öðru. „Þú ert um allt húsið“, skrif- aði Winston. „Skrifborðið mitt er fullt af myndum af þér...“ ..Ég hefi hugsað svo mikið til þín, elsku drengurinn minn ...“ skrifaði hún á móti. „Bréfin þín eru dásamleg, elskuleg mamma ... Ég fæ ekki bréf frá neinum öðrum ...“ Winston átti rauna engan annan að. Jack bróðir hans var ennþá í Harrow, aðeins sautján ára. Jennie varð því að vera honum allt í öllu, móðir, vinur, systir, kærasta. Bréf hennar voru löng og ítarleg. Hún sagði honum allar fréttir, af stjórn- málum, nýjum bókum og öllu sem var efst á baugi meðal fólks. En umfram allt voru þetta persónuleg bréf, hún var óspör á að tjá honum ást sína og umhyggju. Og það sama var að segja um bréf hans. Jennie var í þörf fyrir ró og hvíld veturinn 1896. Ensku sveitasetrin voru og eru reynd- ar ennþá afskekkt og laus við ys og þys. En sveitalífið var ekki eingöngu til hvíldar fyrir Jennie, það var líka hluti af hefðbundnu samkvæmislífi hennar. Winston var hamingjusamur þennan vetur. Hann hafði orð- ið þess aðnjótandi, sem Jennie vantaði; hann varð ástfanginn. Stúlkan hét Pamela Plowden. „Fallegast stúlka sem ég hefi nokkurn tíma séð, að einni und- anskilinni“, skrifaði hann móð- ur sinni. Jennie hafði hitt Pamelu og þekkt föður hennar, sem var brezkur sendiherra í Hydara- bad. En ást Winstons á Pamelu var sennilega ekki nógu heit til að stöðva hann í að framfylgja ákvörðunum sínum. Hann var ákveðinn í að ganga í her Kit- cheners í Egyptalandi, sem var á leiðinni upp Níl, til að endur- heimta Sudan. „Líttu vel eftir mömmu“, skrifaði hann bróður sínum frá Indlandi, og skrifaðu henni oft. Ég er hræddur um að hún háfi áhyggjur af mér. Ef hún væri hér, myndi hún líka sjá að það er full ástæða til þess“. í bréfum sínum til móður- innar dró Winston aldrei fjöður yfir atburðina, sem daglega komu fyrir hann á vígstöðvun- um við landamæri Indlands. Þetta sýnir greinilega hve fjöl- þættu hlutverki hún gengdi í lífi sonarins. Hún tók þátt í áhuga hans á hinni hröðu at- burðarás í gegnum bréfin frá honum. Hún hafði líka áhuga á stíl hans og ást á móðurmálinu og hún var bezti áheyrandi hans enda dró hann ekki úr mælsku sinni, þegar hún átti í hlut. Þegar orrustunum við landa- mærin var lokið, skrifaði Win- ston móður sinni og sagði henni að hann hefði verið í eldlín- unni, að minnsta kosti tíu sinn- um og gat þess um leið að það hefði verið nokkuð góð reynsla fyrir mann sem ætlaði að helga sig stjórnmálum. Winston beið og vonaði eftir því að fá sig fluttan til vígstöðva í Egypta- landi nógu snemma til að geta tekið þátt í herferðinni upp Níl. „Þú verður að vinna að þess- um málum fyrir mig“, skrifaði hann móður sinni. „Þú þekkir svo marga ... Vertu ekki með neina óþarfa samvizkusemi, reyndu til hægri og vinstri og láttu þá ekki komast upp með moðreyk." Jennie hafði þá nokkru áður skrifað Winston: „Ég fékk bréf frá vini mínum, Hálendingnum Caryl Ramsden í Cairo. Hann sagði að hann hefði heyrt Ge- tacre hershöfðingja og fleiri háttsetta menn í hernum tala um þig, sem „efnilegasta unga manninn þarna í Indlandi“, en þú væri of ákafur til að þjóna í hernum, enda væri það sóun á hæfileikum þínum ...“ Ramsden ofursti var fjórtán árum yngri en Jennie og hann var svo glæsilegur maður að hann var kallaður „Beauty“. Hann hafði fengið skipun um að fara með lið sitt til Egypta- lands og sameinast her Kitchen- ers í herferðinni upp Níl, og Jennie fór til Cairo til að hitta hann. Þau Ramsden fóru í skemmti- ferð á fljótabát upp Níl, en Ramsden varð fljótlega að fara til herdeildar sinnar í Wadi Haifa og Jennie fór til Port Said, til að komast á skip til Englands. Þegar hún kom til Port Said, var henni sagt að skipið færi ekki fyrr en eftir nokkra daga, svo hún flýtti sér aftur til Cairo, ef ske kynr.i að Ramsden væri ekki farinn það- an. Hann var reyndar ennþá í Cairo, en hann var ekki ein- samall, hún kom að honum í faðmlögum við eina af konum liðsforingjanna. Jennie varð svo ofsalega reið, að hún gat ekki setið á sér og lét það heyrast, svo kvað við um hótelið. Framháld á bls. 43. 22 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.