Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 11
Querol hafði sagt að hún væri þrá og vön að fá vilja sínum fram- gengt. Hún gat þá leitað ein að kettinum ... FRAMHALDSSAGA EFTIR K. R. BUTLER ÞRIÐJI HLUTI Hún gat ekki verið með öll- um mjalla. Gat hún raunveru- lega ímyndað sér að þessir ná- ungar færu að leita að ketti? — Jacky, sagði ég . — Þú heyrðir hvað ég sagði. Og þú hefir örugglega á réttu að standa með að pabbi sé orð- inn órólegur út af mér. Farðu nú og róaðu hann, svo kem ég á eftir með Grissom. Þetta réði úrslitum! Querol hafði sagt að hún væri þrá og vön að fá vilja sínum fram- gengt. Það varð þá svo að vera, hún gat þá leitað ein að kettin- um, það gat verið að hún ætti eftir að iðrast. Ég var viss um að þessir náungar yrði henni ekki til hjálpar. Ég kvaddi stuttaralega og hóf göngu mína eftir þessum ó- kunnu stigum. Þegar ég kom fram á bryggj- una, lá Yabbie á sínum stað, og þilfarið var mannlaust. Það hlaut að vera að minnsta kosti hálftími síðan ég fór og það leit ekki út fyrir að Querol væri farinn að hafa áhyggjur. Ég kleif um borð og fór niður í káetu. Þar sátu þeir allir þrír og spiluðu póker. Það var allt óbreytt frá því að ég hafði yfir- gefið þá. Querol, sem sneri baki í dyrnar, hlýtur að hafa heyrt þegar ég kom inn, því hann sagði, án þess að snúa sér við: — Er Jacky með þér? —- Nei, það hefir sitt af hverju komið fyrir. — Komið fyrir! Hann þeytti spilunum í borðið. — Hvað hef- ir komið fyrir? — Grissom hefir villzt og við hittum þrjá selveiðimenn . .. — Er allt í lagi með Jacky? — Já, en það var ekki það sem ég átti við. Þessir þrír ná- ungar .. — Ja, þá hefir hún haft á réttu að standa ... Framhald á hls. 46.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.