Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 46
inn, svo Jennie ákvað að tíunda heftið skyldi vera það síðasta. Jennie varð fimmtug árið 1904. Hinn unglegi eiginmaður hennar var alltaf sami aðdáand- inn og hann spjaraði sig vel í viðskiptaheiminum. Synir henn- ar tóku George betur en hún hafði búizt við Hún hafði líka sætzt við flesta í fjölskyldu mannsins síns, og þótt vináttan væri ekki innileg, þá var allt vandræðalaust. George hafið líka þroskast þessi ár. Hann var ennþá jafn hrifinn af allskonar veiðum. En hann hafði líka efnast vel, fékk góð laun fyrir forstjórastöðuna og ýms önnur hlunnindi. En árið 1906 varð honum ekki happasælt í lokin. George, sem allir höfðu spáð miklum frama í viðskiptaheiminum, varð fyrir miklu áfalli fjárhagslega. Tungulipur lögfræðingur narr- aði út úr honum 8.000 pund, sem hann aldrei fékk greidd. Jennie var sjálf svo illa sett fjárhagslega að hún skrifaði af- sökunarbréf til Winstons, vegna þess að hún hafði ekki sent honum ávísun eins og hún var vön að gera á afmælinu hans. Hún sagðist reyndar ekki hafa vitað heimilisfang hans þá stundina og „svo hélt ég líka að það væri of dýrt fyrir mig. Þér finnst kannski skrítið hve spar- söm ég er orðin ...“ Til þess að spara ákváðu Jenn- ie og George, að selja sveita- bústað sinn og flytja algerlega til London og þá skrifaði hún Winston:.....þá sé ég þig llka oftar...“ og eftir að hún hafði talað um trúlofun Jacks, skrif- aði hún: „ ... þú verður líklega næstur... þannig er það venju- lega...“ Um vorið 1908 varð forsætis- ráðherrann, Henry Campell- Benneman að segja af sér sök- um heilsubrests. Eftirmaður hans, H.H. Asquith, var slóttug- ur hugmyndasnauður og þrjózk- ur Yorkshiremaður, sem gat verið snjall og háttvís, ef hann vildi það við hafa. Hann var kvæntur hinni glæsilegu og gáf- uðu Margot Asquith, sem var vinkona og mikill aðdáandi Jennie og Winstons. Asquith stjórnin setti Win- ston deildarstjóra í iðnaðar- málaráðuneytinu. Helgina eftir að Winston hafði íengið nýju stöðuna, var hann í samkvæmi, sem móðir hans hélt í Salisbury Hall. Ein af gestunum var Clementine Hozier. Winston hafði séð Clem- entine áður, þegar hún var nítj- án ára. Það var á dansleik hjá Lady Crew árið 1904. Þá spurði Winston móður sína hvort hún þekkti þessa stúlku, en hún kvað nei við, en sagðist geta leitað upplýsinga um hana. Svo komst hún að því að Clemen- tine var dóttir gamallar vin- konu hennar, Lady Blanche Hozier Jennie kynnti þá Winston fyrir Clementine. „Winston starði á mig“, sagði Clementine síðar. „Hann sagði ekki eitt einasta orð og var mjög klaufa- legur. Hann bauð mér ekki upp í dans og hann bauð mér heldur ekki að fylgja mér til kvöld- verðarins. Ég hafði að vísu heyrt ýmislegt um hann, en flest miður gott. Mér hafði ver- ið sagt að hann væri uppstökk- ur, þrætugjarn og þar fram eft- ir götunum. En við þetta tæki- færi kom ekkert af þessu í ljós, hann starði einfaldlega á mig“. Winston sá Clementine næst í marz 1908, í samkvæmi, sem frænka hennar, Lady St Helier hélt. Þá hafði Winston sig upp í það að tala við hana, spurði hana hvort hún hefði lesið ævi- sögu föður hans, sem hann hafði nýlokið við. Hún kvað nei við því. „Viljið þér lesa hana, ef ég sendi yður hana á morgun?" Hún sagðist gjarnan vilja lesa hana. En hann sendi henni al- drei bókina og það varð ekki til að auka álit hennar á honum. En 12. apríl var Clementine boðin í Salisbury House og þá hófst ævintýrið. Winston tapaði kosningum í Manchester og þurfti að fara aftur út í kosningarbarátt’u um öruggara sæti, fyrir Verka- mannaflokkinn í Dundee og þá vann hann glæsilega. 7. ágúst skrifaði Winston Clementine: Jack kvæntist í dag — borg- aralega. Kirkjuvígslan verður á morgun í Oxford. Við fórum öll í bílum til Abingdon, til að vera vitni að hinni opinberu skrásetningu ... Næsta dag skrifar Winston aftur frá Abingdon: Vina mín, Ég er að koma frá því að fleygja gömlum skó upp í bílinn hjá Jack. Hann bar hana, sigri hrósandi út í bílinn í skæða- drífu af hrísgrjónum og við mikil fagnaðarlæti — við skul- um biðja fyrir hamingju henn- ar og heiðri um alla ævi... Eins og Jennie hafði spáð, leið ekki á löngu þar til Win- ston „stakk af“, eins og hún orðaði það. Hann var fljótur að taka ákvörðun og ákvað að biðja Clementine á Blenheim, þar sem hann var fæddur. Hann skrifaði henni: Við skulum öll fara til Blen- heim mánudag og þriðjudag og fara svo til Salisbury Hall á miðvikudag. Mig langar til að sýna þér þennan dásamlega stað og í garðinum fáum við ábyggi- lega tækifæri til að tala saman, við höfum mikið að tala um. Móðir mín verður búin að senda þér skeyti .. Clementine var í fyrstu hálf hikandi, en svo ákvað hún að fara. Móðir hennar gat ekki farið með henni svo Jennie varð að vera fylgdarkona hennar. Winston fór síðdegis í göngu- ferð með Clementine. Það fór að rigna svo þau leituðu skjóls í skrautlegu bænahúsi, þar sem útsýni var yfir vatnið. Þar bað hann hennar og hún játaðist honum. Jennie trúði vinkonu sinni Mary Chrichton fyrir leyndar- málinu og sagði: „Sjáðu til, Winston er ekki auðveldur við- ureignar, reyndar er hann mjög erfiður og hún hefur alveg á réttu að standa.“ Nokkru síðar fékk Jennie bréf frá ömmu Clementine, greifafrúnni af Airlie. Hún skrifaði: „Ég þakka þér fyrir hve innilega þú tókst á móti henni. Ég vona að hún uppfylli vonir þínar um konu handa syni þínum . . . Blanche 'er göm- ul kunningjakona þín, svo hún verður ekki meðal ókunnugra.“ Og Lady Airlie skrifaði Win- ston: „Móðir þín hefur tekið innilega á móti henni, það eyk- urur hamingju hennar og hún getur mikið lært af móður þinni...“ Svo bætti hún við: „Góður sonur verður góður eig- inmaður...“ Winston skrifaði síðar: „Við giftum okkur 12. september 1908 og bjuggum í hamingju- sömu hjónabandi upp frá því“. Þau voru gift í St. Margaret kirkjunni í Westminster og brúðurin bar brúðarslör tengda- móður sinnar, sem var úr Fen- eyj akni pplingum. „Þegar ekkja „Randys“ og móðir „Winnies" sveif upp kirkjuganginn við hlið Johns, hins glæsilega sonar síns, vakti það ekki minni athygli en koma brúðarinnar sjálfrar.“ „Það er kannski ljótt að segja það, en móðir hans leit út fyrir að vera að minnsta kosti tveim árum ygri en brúðurin ...“ Þetta voru ekki litlir gull- hamrar fyrir hina fimmtíu og fjögra ára Jennie. Hún fékk fleiri bréf þar á meðal frá Win- ston, sem skrifaði móður sinni frá Blenheim, daginn eftir brúð- kaupið: Elskulega mamma. Allt er hér þægilegt og in- dælt 1 alla staði, Clemmie er hamingjusöm og fögur. Veðrið er nokkuð þungbúið, en stund- um brýzt þó sólin fram; það verður gott að koma í ítölsku sólina. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Hún segist vera að skrifa þér bréf. Ástar- kveðja til þín, elskulega mamma. Þú hefir alltaf verið mér styrkur og stoð á erfiðum stundum. Við höfum aldrei verið svo nátengd hvort öðru sem nú, þenan stutta tíma. Guð blessi þig. En sá léttir að allt er nú svo blessunarlega yfirstaðið. Þinn elskandi sonur, W. P.S. Ég opna þetta bréf aftur til að segja þér að George sagði að hann gæti ekki óskað mér meiri hamingju en þeirrar, sem hann hefði fundið í sambúðinni við þig. W. ■& KONA UM BORÐ Framhald af bls. 11. — Ekki allskostar. Þeir hafa ekki strandað. Þeir eru með bát hinum megin á eynni. Ég þagn- aði andartak. — Það getur ver- ið að mér skjátlist, þeir eru kannski í raun og veru selveiði- menn, Querol, kannast þú nokk- uð við menn sem heita Leigh, Fred og Jonathan? Hann hristi höfuðið. — Kananga er allra eign. Það hafa allir rétt að koma hingað. Hvað ætti að vera skrítið við veru þeirra hér? Nei, hann hafði auðvitað á réttu að standa. Ég var aðeins eitthvað taugaóstyrkur. En á leið minni til baka gat ég ekki annað en hugleitt að það væri eitthvað annað en kötturinn, sem kom Jacky til fá mig í burtu frá sér. Og skyndilega sá ég mynd hennar í huganum, þar sem hún sat og leit bænar- augum til mín og sagði: — Náðu í pabba, hann veit hvað gera skal.. . — Querol, sagði ég og var nú ákveðinn. — Það getur verið að mér skjátlist, en það getur líka verið að hugboð mitt sé rétt. Ef eitthvað er gruggut við þessa náunga, myndir þú þá fyrir- gefa sjálfum þér ,ef við komum ekki Jacky til hjálpar. Þá reis hann strax á fætur. -— Við athugum það þá. Komið þið allir! Hann þrammaði upp stigann, pilturirin gaf Mooney merki. Þeir voru komnir upp á 46 VlKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.